Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

föstudagur, ágúst 29

Ég kveð með pomp og pragt!

Jæja, seinasti dagurinn minn í bankanum. Æi svoldið sorglegt bara! :( Mér sem líður svo vel hérna. Ég var ýkt duglegur og bakaði tvær marengskökur í gær. Kom svo með þær í morgun , enda vakti það mikla lukku. Svo miklir sælkerar hérna í "Bakkanum". Hehe. En eftir daginn í dag er ég kominn í SUMARFRÍ! Það verður BARA yndislegt. Þvílík snilld sko. Nú eru bara 5 dagar þangað til við förum út. Þetta er allt að gerast sko.............Nema vinnumál :( Það er bara EKKI að gera sig akkurat núna, *fnæs*
Bankinn semsagt OFFAÐI mig og ég hef ekkert heyrt í neinum öðrum heldur. Æi, þetta kemur, enda er ekkert gaman af lífinu ef maður fær ekki smá mótlæti, ekki satt?

Svo í kvöld er skólasetning hjá mér í söngskólanum. Mjög spennó. Við Thelma ætlum að drífa okkur saman og vera svoldið sæt og fín (like always). Mmmmmm mig langar svoldið í bíó líka í kvöld.......kannski eftir helgi frekar.

Jæja og jæja......voða líður þetta eitthvað hægt. Mætti halda að það væri mánudagur. Spes sko!!!

Kominn úr mat. Dagurinn er hálfnaður og ég er farinn að telja mínúturnar. Úff púff! Best að hringja í Terra Nova til að atuga hvort farseðlarmir séu ekki á leiðinni. Þetta er orðið furðulegt, þar sem það er minna en vika þangað til við förum út.
Jæja, ég er að fara að ná í seðlana núna á eftir á ferðaskrifstofuna :) En eitthvað er frekar bogið sko! Nú þurfum við að ná í farmiðana til Kýpur á Heathrow. alve spes!!!!

|

fimmtudagur, ágúst 28

Og það styttist.............Nákvæmlega vika!

Jamm og jæja!
Góðan dag öll og velkomin á fætur. Nú þið hin sem ennþá liggið upp í rúmi
(eða eruð nýkominn fram og klukkan er orðin 2), I hate you!
Eins og fyrirsögnin segir, þá er nákvæmlega 1 vika, eða 7 dagar þangað til við förum út. Þetta er allt að gerast sko! Maður segir bara, Goodbye cold Iceland and H´ola Cyprus!!!

Í gær fórum við karlar svo til hinna karla í 101. Alltaf gaman að hitta þessar dúllur. Takk fyrir okkur strákar! Eins og þið vitið (þið sem fylgist með) þá varð Fjalar 30 ára í gær. Svo við drifum okkur audda í heimsókn til kíkja á gamla manninn. Þar var náttlega tekið á móti okkur með franskri súkkuköku og böllinn hangandi út fyrir buxurnar........hmmmmmm......kannski svoldið OF svæsið???
Nei nei, þetta var allt mjög prútt. Svo er alvöru ammælið á laugardaginn :) Nú er bara spurning hvað á að gefa karli í gjöf..........................?

Æi! Í dag er næst seinasti dagurinn minn hérna í bankanum :( Voða sorglegt. Ég er ekki enn kominn með vinnu, þannig að það er bara að anda rólega og telja upp að 10. Ég held að lagerinn af prosac verði uppkláraður ef ekkert fer að bóla á svörum bráðum. Minns er nefnilega að missa sig í stressi. Samt fer ég vel með það, held ég. Er ekki málið bara að hugsa: Well fuck it!!! Eða eins og ein góð díva segir: Fuck OFF!!!
En þetta fer að koma, einhver verður að að gefa einhver svör og vonandi jákvæð :/ Let´s hope the best.

Úff, þessi dagur verður lengi að líða, ég bara finn það á mér. Og á morgun líka!
En það verður gott að komast í frí. Slæpast smá í næstu viku og gera bókstaflega ekki neitt. Hmmmm......kannski hefur það leiðinleg áhrif á ferðina????
Anyways!

O my god!!!!!
Tékkiði á þessu sko!!! Algjör SNILLD! Hahahaha!!!! Þetta er málið sko!!! :)

Jæja, maturinn er búinn! Salat og bruður og jógúrt. Voða healthy!!! Nú er bara að meika restina af deginum. Ekki það að mér leiðist beint, en dagurinn er bara svo rosalega lengi að líða! Ég þarf allavega að fara að baka þegar ég kem heim. Ætla að taka með mér eitt par af kökum á morgun í vinnuna. Sem er GOTT! Ég er svo myndarlegur í mér :)

Og hvað á ég að tala um núna? Ekkert eftir að tala um............
Best að slutta þessu núna, fer bara að browsa netið eða eitthva.
Ég kíki inn á morgun, en þá er seinasti dagurinn minn hérna. En ég vona að það ég verð ekki latur við það þá að blogga, finnst ég verð ekki við tölvu svona dagsdaglega.

Þangað til á morgun!!!
Blæ blæ!

|

miðvikudagur, ágúst 27

Ein vika + einn dagur!

Jæja, takk fyrir góðan daginn!!! Vikan hálfnuð og tíminn styttist þangað til við förum út. Gærdagurinn var að mestu hálf furðulegur, svona svoldið "surreal". En í dag held ég að ég sé kominn með fæturnar aftur á jörðina, sem er GOTT. Ég meina er hægt að leggja meira á mann??? Allavega fór ég út í gærkveldi, hitti Ölmu og Thelmu, það var voða nice. Við skemmtum okkur alltaf svo vel saman. Kvöldið fór samt að mestu í að ræða útskriftarfötin sem ég á að sauma handa þeim :)

Samt virðist eitthvað stress vera hrjá mig. Komst að því í gær þegar ég kom heim. Fékk þá þessar rosalegu blóðnasir svo það hálfa væri nóg. Ég veit að það er ekki ofnæmið sem er að bögga mig því veðrið hefur skánað mikið. Svo það hlýtur að vera stress. Einnig dreymdi mig eitthvað furðulega í nótt, og það lofar aldrei góður heldur. Kannski er ég bara að missa vitið, eða þá er ferðafiðringurinn að magnast! Já, það er líklegast það............
Stelpurnar (Alma og Thelma) eru á fullu að undirbúa sig fyrir prufurnar í IDOL. Eða þannig sko. Reyndar voru þær ekkert búnar að pæla í þessu, en OK. Anyways, þá eru þessar prufur á laugardaginn og ég get ekki verið með, *snökkt*. Well, I´m a star inside of me!
Ég held að þær ætla að kíkja eitthvað á þetta í dag.................

Í dag er stóri dagurinn!!! Fjalar minn, til hamingju með daginn!!!
Nú ertu loks orðinn stór :) Var að kíkja á bloggið þitt áðan. I felt some disturbance in you.
Hehe, en eins og þú væntanlega veist þá hefur voða lítið breyst. Þú heldur sko áfram að vera sami gamli........ungi barnalegi þú. Og þú og minn maður geta haldið áfram að vera á kúk og piss aldrinum og "going EXTREME!". Hahaha!!! We love you ! Bara til hamingju elskan og njóttu dagsins, and the new chapter of your life. This is a good thing, remember :)
(ég er svo spekingslegur)

Jæja, ætla að hætta í bili. Allavega að fara að þykjast vera að vinna :)
Kannski að ég kíki inn á eftir og bloggi meira, sjáum til..............

Dúskur kveður.
What the world needs now, is love, sweet love..................

|

þriðjudagur, ágúst 26

Snilli - Brilli!!!

Nema hvað!!!! Haldiði ekki að ég hafi fengið símhringingu áðan! Það er nefnilega þannig að ég sótti um starf (sem ég ætla ekki að nefna) hér í bænum. Starf sem mig langar virkilega í og myndi sko skera af mér hægri höndina til að fá. Allavega, þá var ég boðaður í viðtal núna áðan. Sem var GOTT! Og ég held að það hafi bara gengið bærilega.........Allavega var atvinnurekandinn voðalega áhugasamur. Úff!!!! Þvílíkt stress. Nú er bara beðið til Guðs og vonað það besta. Þettta yrði svo kjörið, alveg það sem ég hef beðið eftir............... I pray to God!

Jæja, bara 9 dagar eftir þangað til við förum út. Þetta er alveg að koma sko. Spurningin er bara hvort ég meiki tímann þangað til. Bíðandi eftir því að komast út og fá svar frá þessu frábæra starfi. Ég held að ég þurfi bara að fá smá að kvíðapillunum sem maðurinn minn á. Mér er actually hálf óglatt núna af spenningi! Gaman saman!!!

OK. Ég mun semsagt ekki taka þátt í IDOL. Ég verð úti þegar úrskurður verður úr 80 manna hóp niður í 32 manna hóp. So this is ded end! Svo ég er búinn að dumpa þessu öllu saman. Svoldið svekkjandi, en OK, betra að hætta við áður en maður byrjar en að byrja og svo hætta við. Minnkar vonbrigðin sko!!! Jebb.
Úúúúúú.......ég get ekki hætt að hugsa um þetta atvinnuviðtal.
Hvað ef ég sagði eitthvað vitlaust, eða gerði eitthvað vitlaust, eða gleymdi að segja eitthvað, eða sagði of mikið, eða of lítið, eða leit illa út eða bara eitthvað!!!!
Ég meina, hvað ef ég fæ ekki starfið??? I will die!!!
OK, smá drama sko. En það er allt í lagi. Maður má alveg vera í smá drama þegar maður er búinn að sækja um vinnu. Er það ekki annars?

Svo á morgun er stóri dagurinn hans Fjalars. Þá gerist það. Æi greyið, á blogginu hans stóð fyrirsögnin: Hver vill elska 30 ára gamlan mann? (eða eitthva svoleis) Ég skal bara segja þér það Fjalar að minn maður er sko orðinn 30 ára og ég elska hann jafn mikið og áður. Enda ekki hægt annað, hihi!!! :)
Besides, look on the bright side. Ostar og vín verða alltaf betri með aldrinum! Þannig er það líka með karlmenn.......I think. Don´t worry. Við Jómbi munum elska ykkur karla þangað til death do us apart. Meira að segja þegar þið eruð komnir á elliheimili og við verðum ennþá looking young and gorgeous! Muahahahahaha!!!!!!
Hvað langar þig svo í ammælisgjöf???

Jamm og jæja. Dagurinn bara að verða búinn og mig langar heim. Ég ætla að hitta Thelmu og Ölmu í kvöld og við ætlum að spjalla smá. Enda verð ég að segja þeim fréttirnar! Jamm............

Þangað til næst.
See ya all happy............and older!!!
Dúskur segir ble ble!

P.S. Hver veit nema draumar mínir rætast og ég fæ vinnuna og stóra "breikið"!
Ciao!

|

mánudagur, ágúst 25

Lífið er yndislegt!

Jæja krakkar!!! Bara ein vika eftir í vinnunni og seinasta helgi var SEINASTA helgin sem ég var að vinna á Tapas þangað til ég fer út! Gaman saman!!!

Getur þetta verið meira snilli brilli? Nú eru semsagt 10 dagar þangað til við karlar förum út. Við erum að tala um "a week that passes by" . Farmiðarnir eru reyndar ekk enn komnir og ég er ekki enn kominn með vinnu, en who cares!!! I´m going to Cyprus!!!

Hvernig var svo helgin hjá ykkur??? Mín var þokkaleg. Alveg þokkaleg sko. Var náttlega að vinna. Fá mér smá aukapening fyrir ferðina, sem er GOTT! Svo í gær fór ég í afmæli til Tínu og staffafund á Tapas, very nice! Ekkert sérlega atburðarmikil samt. Ég ætlaði samt að segja ykkur eitthvað voða merkilegt, en ég man ekki alveg hvað......................................

Var að lesa bloggið hans Fjalars. Svoldið neikvæðni í gangi þar núna :) Hmmmmmm. Og mig sem langaði svo á Grease. Annars var ég búinn að heyra þetta um Brigitte........ En lögin eru þó alltaf skemmtileg, svo lengi sem þau eru vel sungin, ekki satt?
By the way!!!! Ekki á morgun helur hinn! Fjalar minn, age is getting to you! Nú verður ekki aftur flúið, this is reality sweetie, get your jings and get your jangs together and be a MAN!
(var þetta of ýkt???)
Fyrir ykkur sem ekki vita, þá verður Fjalar 30 ára á miðvikudaginn. Þá er hann semsagt sá seinasti í af gömlu "jussunum" til að verða gamall.

O my god!!!
Skandall ársins!!! Þannig er mál með vexti að ónafngreindur einstaklingur sótti um áframhaldandi starf hér í bankanum. Starfsmannahald var búið að gefa grænt ljós á það og lofaði þessum einstaklingi starf í einum af okkar útibúum fyrir um tveimur vikum síðan. Svo núna snemma dags fær þessi einstaklingur hringingu um það að ákveðið hefur verið að láta aðra manneskju fá starfið sem um var rætt. Semsagt, þarna var búið að gefa loforð sem greinilega var brotið. Hvað á viðkomandi einstaklingur að gera???
Svo vinnur maður fyrir svona stofnun!!! Hneyksli.

Úúúúú!!! Var að koma úr mat. Sat og dreymdi um næstu viku.......
Get ekki beðið sko!!! En svo er eitt! Mig langar nefnilega svo mikið að kaupa mér digital myndavél en spurningin er bara sú hvort sé ekki bara ódýrara að kaupa hana hér heima, en ekki í fríhöfninni! Svo hefur Nalli verið að tala um hvort ég vilji ekki bara kaupa digital vídeómyndavél og ég OFFAÐI það svona eiginlega, en það væri samt svoldið COOL.
Mmmmmm, ég tékka á þessu í næstu viku þegar ég er kominn í frí :) Oh happy day! Farseðlarnir mættu samt fara að koma...............

Svo langar mig svoldið að kaupa mér föt úti. Var samt að pæla að kaupa mér efni í eitt par af joggingbuxum, bara svona druslubuxur til að vera í úti! Málið er að vera bara í einhverju þægilegu. Enda er kominn tími á að ég fari að sauma eitthva, þótt það sé ekki meira en jogginbuxur :)
En næsta vika verður voða busy! Það er náttlega að tékka á þessari myndavél, og svo þarf ég að kaupa smá gjaldeyri, ég þarf að koma við í FG og ná í dót sem ég á þar, bíllinn þarf í skoðun (þótt fyrr hefði verið), hann þarf líka í alþrif, ég þarf að ná í laun á Tapas og svo er ég náttlega í söngskólanum líka. Þannig að það verður massa mikið að gera sko! :) En það verður fínt, tíminn líður þá kannski hraðar þangað til við förum út. Hehe!

Ój bara!!! Ég er alveg búinn að fá nóg af ógeðslegum körlum!!! Hvað er málið með karla sem eru komnir aldur, sem eru hreint ógeð! Vantar neglur á fingur, með vörtur í framan, hárið fitugt og lykta illa!!! JAkk!!!
OK! Þegar ég fer að eldast þá verður sko botox, paralox, fitusog, strekking, fylling, hárlitun........You name it! Ég mun ávallt líta út eins og já.........30 ára!!! Hihi!!! Like Brad Pitt all the time!
Sem er MJÖG gott! Hehe, nei en í alvöru sko. Glætan að ég muni hætta að sjá um útlitið mitt þegar ég fer að eldast. Kannski er þetta bara mín hugsun, ég veit ekki???

Mikið líður tíminn hægt sko! Klukkan er bara hálf 2 og ég er að deyja úr leiðindum!!! Hryllilega leiðinlegt..............
Ætla að fara halda áfram að dreyma um ferðina mín með knúsanum mínum!!!
Sjáumst öll heil á geði!
Bye ya all!!!

P.S. Ekki á morgun heldur hinn Fjalar!!! :)

|

föstudagur, ágúst 22

Seinasta vinnuhelgin áður en ég fer út!

Góðan dag allir! Kominn í vinnuna og það er eitthvað svaka fár í gangi hérna. Stelpurnar voru að fatta að hægt væri að prenta á umslög úr prentaranum. Algjör uppgötvun! Svoldið sætt þó. Í dag er föstudagur, fyrir ykkur sem ekki vissuð og þetta er seinasta helgin sem ég verð að vinna á Tapas áður en ég fer út, vonandi seinasta helgin yfirhöfuð! Við sjáum þó til.........

Ég fór á fund í gær hjá söngskólanum. Var að setja niður tímana mína í bóklegu fögunum og svoleis. Það verður slatti að gera í haust. Ég mun nefnilega taka 1. stig og 2.stig í tónfræði samtímis. Svo er ég kominn í efri stig samsöngs og hljóðfræð og nótnalestur þarf einhversstaðar að koma inn líka. En sem betur fer tek ég ekki tónlistasögu fyrr en eftir áramót. Nú er bara að taka sig á og rubba þessu af! Þetta verður fjör.......I hope!

Ég og Eygló kíktum til Elfu í gær. Voðalega flott íbúð sem hún er með. 86fm, opin og flott, mjög kósí með góðu parketti á gólfinu. Verð að viðurkenna að ég var hálf öfundsjúkur :) Hverfið sem hún býr í er líka svo nice. Nú er bara að bíða eftir innflutningspartíi sem á að vera í lok september, eða svo segi ég, hihi!

Það styttist alltaf óðum í að við karlar förum út! Úff, úff, þetta er að skella á :)
Nalli er að ná sér eftir veikindin, allavega er hann farinn að sofa á næturna. Ég vona bara að ég fái þetta ekki líka. Fór eitthvað að hósta í gær þannig að fór að hafa áhyggjur. Það er sko alls ekki tími fyrir nein veikindi akkurat núna!!!

Annars dreymdi ég mest furðulegasta draum í nótt. Við vorum náttlega á leiðinni út. Svaka gaman. En þegar við vorum komnir á hótelið þá uppgötvuðum við það að við vorum ekki með neina peninga á okkur. Kortin okkar voru tóm og allt var í rugli. Seinna meir komumst við að því að hótelið sem við bjuggum á var eitthvað þvílíkt "dump"! Þetta var þvílíkur hryllingur!!! Enda vaknaði ég upp við það að ég væri búinn að fara út og ferðin hefði verið ömurleg. Það var ekki gaman.......

Það virðist allt vera í gangi hjá Thelmu. VISA-reikningurinn hennar hækkar alltaf fyrir hverjum deginum sem líður, hihi! Það er nú munur að getað fylgst með þessu héðan frá :) Enda, sagði ég henni að hún ætti bara að eyða smá pening. Ti þess fer maður til London! En svo hringir hún reglulega í mig til þess að biðja mig um að tékka fyrir sig hvað hún er komin langt á VISA og og hvernig debetið stendur. Þannig að ég er hálfgerður þjónustufulltrúinn hennar. Voða gaman!!! En hún kemur heim á sunnudaginn, og skóli svo á mánudaginn.

Ojojoj!!! Er kominn í draumaheiminn eins og er. Sit núna í vélinni á leið út......
Ætla að halda því áfram, ég kannski kíki inn á eftir og skrifa svoldið meira.

See ya all soon!
Dúskur segir: Hejdå!!!

|

fimmtudagur, ágúst 21

Skólasetning er í dag!

Í dag er skólasetning í FG. Krakkarnir náðu semsagt í stundartöfluna í morgun. Verð að viðurkenna að ég er svoldið "bittersweet" yfir þessu. Mig svona dauðlangar eiginlega að byrja aftur í haust í skólanum og hitta alla krakkana. En það verður ekkert smá skrýtið að vinna bara í allan vetur. Ekkert fjör, ekkert skróp,ekkert félagsstarf í NFFG, NOTHING! Alveg spes...
En samt........Þetta verður góð tilbreyting og maður verður farinn að dreyma um skóla þegar háskólin kemur. Samt verður þetta skrýtið..................sorglegt.

Svo er ég að fara á fund á eftir í söngskólanum, eitthvað varðandi stundartöfluna og svoleis. Það verður smá nám allavega í vetur, eitthvað sem heldur manni við. En fyrst og fremst þarf ég að fá vinnu, það er númer eitt. Þá er ég áhyggjulaus það sem eftir er ársins.

Jæja, best að snúa þessu upp í eitthvað skemmtilegt. Ekki nennir neinn að lesa eitthva depressing hérna á bloggsíðunni minni, enda var hún ekki til þess heldur.
Hmmmmm..................... Um hvað á ég að skrifa???

Í kvöld ætla ég að rifja upp gömul kynni. Ég og Eygló vinkona ætlum að heilsa upp á Elfu vinkonu okkar í nýju íbúðinni hennar í HFJ. Tími til komin að fara láta sjá sig. Best að kaupa eitthvað sætt handa henni líka :) Ég hef ekki hitt Eygló, sem er besta vinkona mín, í langan tíma, og Elfu hef ég ekki séð í mánuði!!!Þetta er alveg OFF!!! Maður einhvern veginn finnur sér aldrei tíma til að hitta einn eða neinn, furðulegt......jú nema strákana í 101, we almost live together.

Einhvern tímann ætlum við Eygló að rifja upp gamlar minningar og skella okkur bara tvö saman til London. Við fórum sko þangað fyrir 4 árum síðan. Þá þekktumst við ekki einu sinni svo rosalega vel, en síðan þá höfum við verið bestu vinir. Ég held að ég hafi ekki skemmt mér svona vel með vini mínum. Þetta var án efa BLAST!!! En ég hef það á tilfinninguni að hún þurfi að komast í smá frí. Kannski að maður reyni að mana hana í helgarferð í desember.......þ.e.a.s ef maður á einhvern pening sko! Æi, það er alltaf gott að dreyma. Allvega gerum við eitthvað bara tvö saman áður en ég flyt út á næst ári.........Hmmmmm, hvað ætli ferð til London kosti????

Annars er voða lítið að frétta. Eiginlega ekkert. Same old, same old.
Hmmm, en það verður nóg að blogga um þegar við erum komnir út. Enda örugglega heilu sögunar sem við höfum að segja frá þá :)

Þangað til næst.

P.S. Nú er bara 5 dagar eftir Fjalar minn!





|

miðvikudagur, ágúst 20

Dance with my father again..........

Back when I was a child
before life removed all the innocence
my father would lift me high
and dance with my mother and me and then
spin me around til I fell asleep
then up the stairs he would carry me
and I knew for sure, I was loved

If I could get
another chance
another walk
another dance with him
I'd play a song that would never ever end
how I'd love love love
to dance with my father again......................



Ég er sko alveg með þetta lag í hausnum. Þetta er án efa einn af fallegustu textum sem ég hef heyrt. Annars er ég algjör sucker fyrir öllum svona væmnum ballöðum. En þessi er flottur. Enda er Luther Vandross bara með flotta rödd sko!!! Synd að hann skildi fá heilablóðfall samt......(er "stroke" ekki heilablóðfall???) Allavega er ég búinn að raula þetta lag seinustu daga. Væri sko alveg til í að taka það sjálfur einhvern tímann með fallegum píanóundirleik. Ætti kannski að athuga hvort Siggi og Lára væru til í að kíkja á það með mér........ Þessi tóntegund virðist passa mér líka.........

Sem minnir mig á það! Föstudaginn eftir viku er skólasetning í söngskólanum. Ég hlakka svoldið til að byrja aftur. Það er ekkert skemmtilegra en að syngja alla daga. Að koma sér í gegnum erfitt lag sem maður er búinn að brasa við í margar vikur. Söngur er pottþétt eitt af bestu leiðunum til að tjá tilfinningar sínar, hvort þær séu góðar eða slæmar. Svona næstum eins og í söngleik, þar sem fólk brýst út í söng við minnsta litla tækifæri. Snilld sko. Sæjuð þið í anda fólk útá götu að rífast og allt í einu myndi þau bara fara að syngja "heavey metal" eða ástfangið fólk allt í einu syngja ballöðu og byrja dansa. Snilld!!!! OK, kannski svoldið ýkt, en samt sætt :) Í staðinn fyrir stríð myndu við bara syngja hvort annað í hel, sá vinnur sem syngur best, hihi!

Maðurinn minn er ennþá heima að drepast. Svaf næstum ekkert í nótt. Hann er voða lítill núna, þótt hann sé það í raun ekki, hihi. Hóstandi og sjúgandi upp í nefið, algjör sjúklingur. Ég vona bara að hann nái þessu úr sér áður en við förum út. Bömmer aldarinnar ef hann væri nú veikur þá :( Let´s hope not!!!

Var að lesa blaðið áðan.. Í nóvember verða "reunion" tónleikar hjá Todmobile. Væri spurnig að kíkja á þá þegar þar að kemur. Annars þekki ég ekkert almennilega til Todmobile, en gamla gengið er jú alveg frá þessum tíma, og ég veit að þau fíla þau. Þannig að það væri spurning að gera sér ferð á þetta. Enda er ég algjör FAN af Þorvaldi Bjarna. Maðurinn er snillingur sem tónlistarmaður, algjör, fyrir utan hvað hann er góður persónuleiki líka.
Annars finnst mér maður geri ekki nóg af því að fara á tónleika eða í leikhús. Þetta er einmitt það sem maður á að gera. Miklu frekar en að fara í bíó sem er orðið morðdýrt!!! Besides, maður fær allavega ástæðu til að dressa sig upp ef maður fer í leikhús :)

Enn og aftur rekur hugur minn að ferð okkar karla. Nú er bara nákvæmlega 2 vikur þangað til við förum út og ég er í raun löngu farinn. Samt finnst mér eins og það sé ekkert að koma að þessu. Við erum ekki einu sinni búnir að fá farseðlana ennþá. En þeir koma, vonandi. Þangað til væri voða gott ef eitthvað kæmi útúr vinnumálum hjá mér. Það myndi allavega losa burt smá höfuðverk sem ég er með. Enda er ekkert gaman að fara út með eitthvað svona hangandi yfir manni. En samt ætla ég ekkert að hugsa um það ef svo ber undir þegar við erum komnir út. Why bother??? Það verður bara notið ferðarinnar út í eitt!!! No problems, no worrys!

Mig langar svo að lita á mér hárið.....og fara í klippingu líka. Ég er samt að þykjast vera að safna, en það er eiginlega ekkert "due". Og liturinn er farinn að hnjaskast smá. En ég ætla samt að reyna þrauka út svoldið lengur. Enda enginn tilgangur í að klippa sig áður en maður fer til sólarlanda. Sólin og sjórinn fer hvort eð er illa með hárið, þannig að ég býst við að þurfa gera eitthvað drastískt við hausinn á mér þegar ég kem heim.

Datt í hug um daginn að "fiesta" svoldið með krökkunum eftir að við komum heim. Ella frænka kemur heim held ég sama dag og við. Jómbi verður náttlega kominn líka frá Madrid. Mamma og pabbi ætla eitthvað að skella sér út í sömu viku, London eða USA, annaðhvort, eða var það bæði.....man ekki. Þannig að það er kjörið að hafa reunion og photoshow fyrir alla þá. Býst líka við að strákarnir sætu í 101 verða búnir að sakna okkar sætustu í HFJ og Ellu þokkalega mikið, enda ekki skrýtið, eins skemmtileg og við erum, muhahahaha!!!
Annars datt mér bara í huga að Fjalar kæmi bara með okkur Nalla til Cyprus. Þar sem karlinn hans er að yfirgefa hann til Spain og Ella in Africa. Er alveg viss um að hann er til í það :) Hehe!

Það er að koma matur og ég er orðinn svangur. Trúi þið því??? Ég er alltaf svangur!!! Thank God I´m not FAT!
Ætla að hætta þessu í bili, og reyna að koma einhverju í verki. Staflarnir af töskum til að bóka og fleira bíður eftir mér :)

Keep on singing people! Fill the world with music.
Dúskur says: Over and out!

|

þriðjudagur, ágúst 19

Another day of work and labour!!!

Jamm og jæja! Kominn í vinnuna, einu sinni enn. Yfir mér hvílir einhver hálfgerð værð, veit ekki alveg. Eins og ég sé voðalega afslappaður. Í raun ætti ég að vera að klifra upp veggi, ekki kominn með vinnu, er að fara út eftir 2 vikur og......Samt sem áður er ég voða easy. Skil þetta ekki............

Sæti knúsinn minn er heima veikur. Og er það eitthvað sem er stórfurðulegt. Hann veikist aldrei, þykist bara fá bólgu í miltað eða æxli í heila. Nú svo gerist aldrei neitt og hann er bara stálhraustur. Híhí! En núna er hann í alvöru veikur, þannig að ég kúrði hann bara niður breiddi yfir hann báðar sængurnar, skipaði honum að mæla sig, gaf honum sólhatt og verkjatöflu og sagði honum að fara að sofa. Svo kem ég heim á eftir og hjúkra honum. Mush, mush!!! Hann er svo mikill ræfill þegar hann er veikur, ojoj, og vill sko alveg láta vorkenna sér. Enda er tími til kominn þar sem undirskrifaður, maðurinn hans er alltaf síhóstandi, með verki hér og þar, látandi vorkenna sér :)
Iss piss!

By the way! Fjalar minn!!! Fallega kommentið mitt er að finna aðeins neðar á síðunni. Hún er í kafla sem nefnist "Er pest að ganga eða er ég aumingi" Þetta sæta litla komment er voða fyndið, alveg eins og mér einum er lagið, hehehe! Nú og finnst að það er bara..............1 vika eftir að "Judgement Day", þá er best að skjóta smá kommenti inn í viðbót.
"Ég veit að þig langaði svo rosalega að taka þátt í IDOL. En ég heyrði að á næsta á ári verði gert IDOL-Senior, fyrir 30 ára og eldri. En þar verður þemað einmitt: Ingimar Eydal og hljómsveit. Viltu að ég skrái þig?" Hehe!!!
I crack myself up!!!!

En svona í alvöru talað, þá er aldur algjörlega aftsæður. Maður er eins gamall og manni líður, ekki satt? Besides, við Jómbi værum ekki að hanga með einhverjum ellismellum ef þeir væru ekki ungir í anda :) So you see, age is irrelevant! Annars hélt ég að ég myndi falla í yfirlið eða pissa á mig úr hlátri um daginn. Skrapp á kaffihús með Thelmu og Ölmu.´Haldiðið ekki að blessaðins þjónninn hafi ekki beðið mig um skilríki og spurði um leið hvort ég væri orðinn 18 ára! Ha!!!!! Halló, ég er 21 árs!!! En ég meina, eftir svona 10 ár verður þetta voða gaman, þannig að ég ætla bara að líta á þetta sem eitthvað gott :)

Ój, það er farið að leggjast yfir mig einhver þreyta. Allt í einu, hmmmm. Svo er ég voða svangur líka. Mmmm, mig langar í eitthvað voða óhollt að borða í kvöld. Ætla að reyna mana mömmu til að hafa eitthvað svoleis, híhí!
Langar helst að deyja í kvöld yfir imbanum. Það er alveg að gera sig. En raun ætti ég að fara að byrja á möppunni sem ég þarf að klára til að senda út. Ég er hrikalegur. Alveg á eftir áætlun, þetta gengur ekki! Fer á fullt þegar ég kem heim aftur.

Var að skoða myndir frá Gay-Pride. Díses!!! Er spurning um að láta mann vita þegar tekið er mynd af manni??? Ég meina það sko!!! Sá eini sem heppnast vel er Nalli, en hann er náttlega ekki með á myndinni. Lucky boy!
Var að tala við mömmu, það verður eitthvað junk í matinn, sem er GOTT! Ætla að dekra karlinn minn svoldið.

Er búinn að að vera að reyna ná í Thelmu, en hún svarar ekki. Þór sagði mér það að hún er bara full allan tímann. Æi það er gott að hún sé að skemmta sér, enda tími til kominn, að losna aðeins úr dramanu hérna heima. En ég verð að viðurkenna að ég sakna hennar svoldið mikið. Hef ekki heyrt í henni síðan á föstud. Og það er langur tími á okkar mælikvarða þar sem við heyrumst örugglega 10 sinnum á dag og vinnum svo saman um helgar. Enda var ég alveg að deyja án hennar á menningarnótt á Tapas! En þetta hófst. Ég vona bara að hún kaupi eitthvað sætt handa mér í London, híhí!!!

Pæliði í einu krakkar. Hugsið ykkur ef þið ættuð marga triljónir í eigu. Og gætuð keypt nákvæmlega ALLT sem ykkur langar í. Myndi ekki öll okkar viðmiðun og gildi gjörsamlega fara í kássu??? Allt peningagildi verður að engu og hlutir......SPES! Ég meina, ég væri svosem alveg til í að eiga nokkrar millur en samt.......OK!!! Ég væri til í að vera miljónamæringur!!! Alveg Bill Gates týpan sko. hehe :)

Alveg að koma matur. Kannski ég vakni eitthvað þá. Annars ætla ég að fara slutta þessu núna, en ekki með eins snubbóttum endi eins og í gær.

Jæja people!!!
Haldiði heilsunni og ekki leggjast í þunglyndi!!
Blæblæ!!!

|

mánudagur, ágúst 18

Feeling black and blue.............

Og hvað???
Hvernig var svo helgin? Svaka menning í gangi? Hmmmm......Ó nei!!! Undirritaður var náttlega bara að vinna, en þið sem hafið verið að fyrlgjast með vissuð þetta fyrir.
Þó var þetta ekki eins slæmt eins og búast mátti við..........

Semsagt, var að vinna á föstudaginn, ekkert spes, fremur leiðinlegt. Komst þá að því að ég vil eiginlega ekki halda þessu áfram mikið lengur. Þegar maður er orðinn eins og bolabítur í framan, súr og svekktur og algjörlega snauður á húmor, þá er eitthvað að. Greyið kúnnarnir voru næstum farnir að skæla útaf hroka og leiðindum í mér..........(OK, smá ýkjur sko). Staffið var í kvíðakasti útaf deginum sem átti eftir að koma. Klukkan 11 morgunin eftir mæti ég hress en samt ekki svo kátur í vinnuna. Það er menningardagur og ég á erfiða nótt framundan. BLE, get ég kvartað meira sko?????? En til að gera langa sögu stutta, fór þetta allt vel samt. Minns vann í 16 tíma straight og fékk að horfa á flugeldasýninguna. Hvað meir er hægt að óska sér, híhí! Þrátt fyrir allar fyrri yfirlýsingar var þetta ágætis dagur, kvöld og nótt. Hver veit nema eg eigi eftir að fíla menningarnóttina..........

Svo er það náttlega það sem er þess virði að blogga um! Í gær fórum við karlarnir (me, my man and the cute ones in 101) á söngeikinn "Ain´t Misbehaeven". Þvílík snilld. Úff maður!!! Erum við að tala um söng á heimsmælikvarða. Þið sem ekki vitið um hvað ég er að tala þá er þetta hin frægi söngleikur sem settur var upp í tilefni Hinsegin daga s.l. Don´t u remember, the one with Andrea Gylfa!!! Anyways!!! Við sátum á fremsta bekk með herleigheitin upp í fésinu (já bókstaflega). Talandi um að sumir voru gapandi af aðdáun, ekki útaf söngnum sko (that´s another story). Ég hef bara ekki heyrt svona snilldar söng í langan tíma, enda ekki skrítið þar sem 4/5 var blökkufólk, and can they sing!!! Haleluja!!!! Praise the lord!!!! Andrea Gylfa kom líka á óvart, en við pissuðum nánast á okkur úr hlátri þegar gellan stökk upp á svið íklædd glimmer-kjól með hárkollu dauðans. Já, söngleikur sem er þess virði að sjá, ef ekki hér, þá somewhere else. Ég hneigi mig og beygi fyrir þessu urvals söngvurum.

Jæja, 16 dagar þangað til við förum út!!! Hehe! Varð að skjóta þessu inn.
En hvað er að gerast í heiminum í dag? Hmm, ekki mikið, þetta var sirka it! I know people, it´s all me, me, me! En eru þessar bloggsíður ekki til þess? Til þess vera á einhverju egótrippi? Kannski er ég eitthvað að misskilja.

En svo er næsta vika, vika Fjalars. Enda ekki skrýtið þar sem hann er að verða..........hm, já já, kannski ekki vnsælt að segja það hér á netinu, hehe :) Allavega, þá er stóri dagurinn að koma og finnst mér þetta nokkuð fyndið verð ég að segja. Sérstaklega þar sem stráksi er búinn að vera í smá afneitum seinustu daga. En svona er lífið, við þroskumst og eldumst. At least some of us! Muahahahaha!!!!

Mmmmmmm. Það er ekki gott hljóð í starfsmannahaldi. Líkurnar á áframhaldandi starfi í vetur eru litlar.........depressing, ekki satt!

Jæja, dagurinn bara búinn og ég þarf að fara drífa mig í næstu vinnu. Alltaf nóg að gera sko :)
Allvega er ég búinn að vera rosa duglegur í dag. Ákvað að ekki láta ekki fréttirnar frá strfsmannahaldi á mig fá. Ekki nein ástæða til að salka yfir því. Svo ég dreif mig bara til og fór að sækja um önnur störf í staðinn. Er búinn að vera á fullu að skrifa umsóknir og senda inn hér og þar og allsstaðar. En mikið geta atvinnu umsóknir verið væmnar og gervilegar. Ég er svona ég er hinseign, blablabla! Úff, ég gæti gubbað. En hvað á maður að gera??? Maður er náttlega að selja sig, right!



|

fimmtudagur, ágúst 14

Æjæjæj!!!!

Sit hérna í kvíðakasti, nagandi á mér neglurnar. Var að hringja í starfsmannahald í bankanum til að athuga með áframmhaldandi vinnu í vetur. Líkurnar eru ekki miklar. Og það er EKKI gott! Var vonast til þess að fá að halda áfram hérna, það er svo gott vinna hérna. Mmmmmmm, við verðum að sjá til :/
En til þess að hafa vaðið fyrir neðan mitti, þá sótti ég um tvö störf í dag á netinu. Hver veit nema eitthvað gerist í því. Við vonum það besta..........
Það er bara alltaf svo erfitt þegar maður er að skipta um vinnu, kynnast fólki upp á nýtt og já......ble!!!!!
Let´s not talk about it now. Ég verð bara leiðinlegur við tilhugsunina. Og ég er ekki skemmtilegur þegar ég er leiðinlegur......hmmmm.....was that right???

En um hvað á ég að tala??? Hmmmmmmmmmm........
Hvað er að frétta af mér, ha? Voða lítið.
Thelma er að fara út á morgun, þannig að ég verð víst að kveðja hana. Gengur ekki annað. Við vorum að pæla í að hitta Ölmu vinkonu á eftir, fá okkur kannski einn kaffibolla eða tvo. Ég væri nú samt alveg til í að spise smá......mmmm hvað ég er svangur.

Nýji diskurinn hennar Celine kemur út 13. október. Þessi diskur verður á frönsku og nefnist: "1 fille & 4 types" - Ein stelpa og 4 týpur......hmmmmm. Hún verður örugglega góð eins og vanalega. Celine bregst ekki.

Er búinn að vera tékka á Heathrow flugvelli. Alltaf gaman að skoða aðstöðu flugvalla í útlöndum, hehe. Ég á svo ekkert líf!!! :) Þetta er ekkert smá stór flugvöllur maður. En það er gott að getað planað svoldið og verið viss um hvert maður á að fara og svoleis þegar við komum út. Annars gæti maður jú bara týnst.

Alveg ekkert að gera sko!!! Leiðinlegt.is, díses.
21 dagar þangað til við förum. Alveg að deyja sko. Gaman saman!!!!
Ég ætti kannski að segja ykkur betur frá ferðinni :)

Sko.
Við fljúgum út til London og stoppum þar í 3 klst. Svo tökum við vél til Kýpur en þar verðum við í tvær heilar vikur!!!!! Mmmmmm, sól og hiti, jíbbííí!!!
Í seinustu vikunni okkar förum við svo í 3 daga siglingu til Egyptalands. Þetta verður nett nice sko! Svo á leiðinni heim stoppum við London aftur í 7 klst. Þannig eitthvað hlýtur maður nú að geta verslað, I hope :)
Allavega á ég eftir að njóta þess þokkalega.
Besta við er það að ég þarf ekki að borga eyri!!! Ferðina til Kýpur fékk í stúdentsgjöf frá mömmu og pabba en siglingin fæ ég frá Knúsa mínum. Snilld!!!

Jæja, ég er OFF. Ætla fara að sortera peninga eða eitthvað. Þarf víst að vinna líka.
Heyrumst og sjáumst.
Dúskur segir bless!







|

miðvikudagur, ágúst 13

Mikið líður vikan hægt!

Jæja gott fólk. Enn einn dagur í tilverunni.
Mér dauðleiðist hérna í vinnunni. Eins og í gær þá er nákvæmlega ekkert að gera hérna. Nema hvað að í dag finn ég einhvern veginn meira fyrir því. Furðulegt........

Ég er að pæla í að skella mér á eitt tölvikaupalán hérna hjá bankanum. "Nota bene" - Aðeins þeir sem eru félagar í Námunni, eiga aðild að þessu láni. Þannig að, ef einhver sem er ekki í viðskiptum við minn banka og langar í svona lán, komið til mín og ég skal skrá ykkur!!!!
Major söluátak í gangi, hihi!!!! :)

En svona í alvöru. Mér dauðleiðist, þetta er ekkert grín :( Mér finnst eins og það sé hálf eilíf þangað til við förum út. Svo er ég að vinna um helgina og á menningarnótt. En eins og flestum er kunnugt þá er þetta versti dagur ársins fyrir þjóna og aðra sem vinna á skemmtistöðum.
Fyllerí! - Fyllerí! - Fyllerí! Ótrúlegt hvað íslendingar geta gert hátið eins og þessa að einhverju cheap og sóðalegu.
Allar menningarnætur hef ég verið að að vinna, nema í fyrra. Þannig að ég og maðurinn minn drifum okkur niður í bæ að kíkja á herleigheitin. Og þvílíkt og annað eins. Ef þetta átti að vera menning þá er ég klósettseta!!! Crap dauðans! Það var náttlega stappað í bænum en ekki sá ég menningu neinstaðar. Blindfullir unglingar, öskrandi krakka gerpi og rusl út um allt! Ef þetta er menning Íslands þá eigum við í verulegum vandamálum að stríða. Nú ef þú ert svo óheppinn að skríða inn á skemmtistað, biddu þá til Guðs um að þú komist óskemmdur út aftur. Annars kenni ég mest í brjósti um vesalings barþjónanna og glasabörnin sem þurfa að vinna á þessu kvöldi. Ég verð allavega að vinna þetta árið og er mér nokkuð sama, þar sem ég veit að ég er ekki að missa af neinu. (að frátaldri flugeldasýningunni, sem fer versnandi eftir hverju árinu)
Vissulega er þetta framtak þó gott fyrir borgina, en það er þó spurning um að reyna virkja menningaráhuga íslendinga meira en bara á þessari tiltekni nótt.*hnuss*

Nýjasta nýtt krakkar:
Mamma fór á einhvern fund um daginn með ömmu minni. Þetta var fundur um hvernig átti að græða auðveldlega peninga. "Goldquest" heitir þetta og gengur út á það að kaupa sér gullpening úr 24K gulli fyrir 70þús kr!!!!!
Þvíllík geðveiki! OK. En plottið er þetta:
Gullpeningin kaupir maður fyrir þennan 70þús. kall með mynd að einhverjum frægum, t,d Dali Lahma. Svo kemur öll vinnan. Ef þér tekst að fá undir þig (nei Fjalar, ekki þannig undir þig) X marga, þá græðir þú einhvern massa pening og blablabla. ÚFFF!!!! Ég trúi ekki á svona fyrir fimmeyring og ef þú vilt losna út þá ábyrgist Goldquest að borga þér tilbaka það sem þú keyptir peningin þinn á..........
Svo geturðu náttlega selt hann á uppboði eins óg á Ebay
Fólk er víst að græða 2000 USD á mánuði.......eða var það vika?????
Anyways, lygi.is sko! Öllu heldur LYGI.com!!!

Jæja þá......Kominn úr mat! Alveg ágætis fæði í dag - Fiskibuff!

Hvað finnst ykkur um nýju lögin sem verið er að spá í að taka í gildi? Þessi um að banna reykingar allsstaðar, bæði á kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtistöðum. Ég meina HALLÓ!!!! OK, að það sé að gera átak um skaða reykinga, en að banna þetta alveg. Ekki spurning að fleiri í þjóðfélaginu mættu vera reyklausir og við vitum öll að reykingar er hættulegar, ekki síst þeim sem ekki reykja og þurfa að vera innan um fólk sem reykir. En það er ekki hægt bara að loka augum og eyrum fyrir því að fólk REYKIR ennþá!!! Ef ekki dagsdaglega þá oft svona við sérstök tilefni. Hvað verður um viðskiptalíf á Íslandi? Eða réttara sagt viðskipti skemmtistaða í RVK. Það er bara staðreynd að 90% fólks sem er að fara að djamma reykir allavega eitthvað. Það er líka staðreynd að fólk sem reykir almennt tekur sígarettuna fram yfir það að fara á kaffihús eða skemmtistaði (allavega kaffihús) sem eru reyklaus, ja allavega svona flestir. Þannig að viðskipti skemmtistaða í RVK muna verða fyrir áhrifum, ekki spurning! Svo er hægt að deila um það hvort það sé þess virði eða ekki, hvað finnst ykkur?

Og hvað svo??? Ekkert fleira að tala um??? Hmmmmm.............
Ég er voða aðgerðarlaus og reyndar svoldið eirðarlaus líka og það liggur við að ég sé mállaus. Ég þarf að hafa eitthvað meira fyrir stafni en bara vinnuna í haust. Hmmm, er spurning um að fara í ræktina??? Fjalar ætlar að reyna draga elskuna mína með sér í haust. Mér líst vel á það, hann er einmitt maðurinn til að draga hann í eitthvað svoleis. Við Jómbi heklum bara á meðan, enda þurfum við ekki hafa neinar áhyggjur, hehe! (yeh right!!!)
Annars datt mér í hug að byrja að dansa í vetur. Það er langt síðan ég hef verið að læra dans, spurnig er bara hvað ég á að læra...........En ég verð allavega á fullu í söngskólanum, best að taka sig á í tónfræðinni, ég sucka nóg eins og er. Ég hef ekki beint verið duglegur við að passa röddina mína í sumar, enda á ég eftir að gjalda fyrir það skal ég segja ykkur! Svo væri ég alveg til í að fara á myndlistarnámskeið líka, helst leirámskeið eða ljósmyndun, það væri cool og myndi koma sér vel fyrir námið mitt. Ég verð kannski ekki eins aðgerðarlaus í vetur eins og ég bjóst við. Er nú þegar búinn að skrá mig á eitt námskeið - Fjármálanámskeið , hér er verið að kenna á fjármál heimilina. Gert plan til að stofna sitt eigið fyrirtæki, fjármálaplan fyrir framtíðina og fullt að usefull stuff!!!! Þetta er svo ekki ég, en samt. Ég vinn í banka og mig langar actually að fræðast aðeins meira um fjármál og hvað þarf að hafa í hyggju í nánustu framtíð. Er ég ekki sniðugur??? hihi!
Enda ef ég ætla að verða frægur fatahönnuður þá er best að hafa hlutina á hreinu, ekki satt?

Thelma vinkona er að fara til London á föstud. Trúi ekki að hún ætli að yfirgefa mig og skilja mig einan eftir í vinnunni. BLE!!! En það er allt í lagi, hún verður hvort eð er að deyja úr hita þegar hún kemur þangað anyways!!! 37°, það er náttlega bara brjálæði!!! Enda þekkjandi hana verður hún inni í búðum til að kæla sig niður, hehe. Til hvers haldiði að hún sé að hækka heimildina á vísanu?

Ella frænka er núna komin til Afríku. Mikið hlítur hún að vera skemmta sér. "In Africa with all the black ladies and her MOTHER!" Haha, já þær klárast örugglega fljótt kvíðatöflurnar hennar frænku! En hún lofaði að koma með eitthvað flott frá landi gospela, eitthvað voða African , kannski bara einn þræl.....hmmmmmm.

Jæja, best að fara slutta þessu. Enda er maður kominn með munnræpu dauðans eða réttara sagt skrifræpu, fólk er örugglega farið að geispa um þetta leyti. :) Já nákv.!!! Þið lesendur góðir.

En endilega ekki hika við að skrifa í gestabókina mína, enda er ég ekkert smá búinn að hafa fyrir því að setja hana inn. Híhí!!! Það mætti halda að ég héldi að ég ætti stóran aðdáendahóp...........I suck!

Þangað til næst krakkar!!!
Blæblæ!!!

P.S. Allar skoðanir sem fram koma á þessari síðu eru á minni eigin ábyrgð. Þetta þýðir ekki endilega að hér sé að alhæfa eitt eða neitt, heldur einungis verið að viðra nokkrar spurningar. Þannig að ekki skrifa neikvæð komment í gestabókina mína, þau verða hvort eð er þurkuð út. Hugsum fallegar hugsanir!!!

|

þriðjudagur, ágúst 12

Ætlaði bara að láta ykkur vita gott fólk að ég er kominn með gestabók. Hún er neðst á síðunni, en þar er einnig teljari líka og myndaalbúm (sem ekki virkar ennþá).
Feel free to write in it!!!!!
See ya!!!

|

Er pest að ganga, eða er ég aumingi?

Jæja alles!!!
Þá er maður komin í buisness! Bloggið mitt er komið af stað og ég er kominn sem link hjá Fjalari. Sjálfur er ég ekki að fatta hvernig ég á að koma því inn á mína eigin síðu.......I guess I have to call somebody!
Karlinum mínum fannst bloggið mitt rosa flott, en það er svosem ekki að marka, honum finnst alltaf allt flott sem ég geri, híhí!!! Þessi elska......... Nú er bara að reyna að koma honum af stað að blogga eitthvað, hann þykist nú vera svo góður penni. En svona í alvöru, þá finnst mér þetta blogg dæmi alveg ágætt. Sérstaklega þar sem við skötuhjúin erum að fara til útlanda - Cyprus, deux point!!! Dúllsurnar í 101 blogguðu á fullu í Barce og þar af leiðandi fékk maður fullt af feedback frá ferðinni þeirra. Þannig að ég skellti mér bara á eitt blogg fyrir liðið. Enda "rebaja" á blogspot, hehe!

Og hvað svo??? Hvað get ég sagt ykkur.........
OK. Annað hvort er einhver pest að ganga eða þá er ég ólettur. Morgunógleði og magaverkir eru að hrjá mig þessa dagana. Mmmmmmm, já pottþétt ólettur!!! Enda er Namibíu-maginn farinn að láta sjá sig. Iss maður..........En ég er ekki að fara fá magaflensu, 7-9-13, ég fæ aldrei magaflensu! Ég drullaði mér samt upp úr rúminu í morgun og hlunkaðist í vinnuna. Sit svo hérna fyrir framan tölvuskjáinn og er að reyna dreifa tímanum. Mikið líður hann hægt. Það er sama sem EKKERT að gera hérna í bankanum. Eyði deginum í það að chatta á MSN, skrifa bréf til Sverige, blogga og auðvitað að sortera peninga, en eins og fáir vita þá er það verk nokkuð skemmtilegt :) Ljótir seðlar fara í einn bunka og fínir í annan. Annars er maður alveg búin að missa alla tilfinningu fyrir peningagildi. Í augun mínum eru þetta alltsaman bara pappírs sneplar sem ég handfjalla dag eftir dag - "Millions upon millions upon millions!" Hehe, jájá I know, you´re all saying: Shut up!!! En endilega,ef eitthvað af mínum vinum (fyrir utan Theru) getur chattað við mig á MSN til að láta daginn minn líða hraðar, þá let me know, I´m all ears!

Í gærkveldi sátum við hjónakarlarnir að horfa á mynd á stöð 2. "The Laramie Project" - sannsöguleg mynd um hrottalegan atburð sem átti sér stað í smábæ Wyoming í USA 1998. Ungum samkynhneigðum manni var misþyrmt illilega og að lokum myrtur. Man einhver eftir þessu morði??? Well, myndin er góð. Hún fær mann til að stoppa og hugsa um lífið og tilveruna. Ekki bara sem samkynhneigður, heldur líka sem manneskja. Hversu mikið hatur og illska er til í heiminum og hvað maður stýrist af henni. En myndin fær mann einnig til að hugsa um allt hitt, allt hið góða, trúna, vonina og að meirihluti fólks í heiminum trúir á mannréttindi, frelsi og frið. Tilvera samkynhneigða, blökkumanna eða annars fólks sem talið er öðruvísi er alltaf batna. Málefni fólksins sem ekki sást er orðið sýnilegt og allt mjakast hægt en örugglega í rétta átt. Ég held bara að spurningin sé að ekki örvænta og alltaf trúa á það að allt verði á endanum gott. Svona eins og í ævintýrunum, hihi!
Vá maður, minns bara orðin svaka heimspekilegur, hehe. I´m so great, muahahaha!

Jæja, nú er ég búin að takast á við daginn, magakveisuna og alheimsvandann. Hva meir??? Hmmmmm........
OK. Nú eru bara 23 dagar þangað til við förum út, hihi!!! Er fólk kannski orðið þreytt á þessu væli í mér, well tough luck!!! Þegar maður hefur ekki farið í 3 ár til útlanda þá er það ósköp eðlilegt að manni hlakki nú til. Það verður sko bloggað reglulega frá Cyprus og Angient Egypt reglulega, bara svona til að minna ykkur hin á hvað við höfum það gott þarna úti, í hita og sól, strendur, góður matur og pýramídar!!! Sjáið til, hún Tína Babúska ætlar að lána okkur kjánunum kjölturakkannn sinn á meðan við sleikjum sólina. Hahaha!!! En hver veit nema við kaupum eiithvað sætt handa ykkur lesendum góðum, svona "souvernier". Hver og einn tekur það til sín sem þetta á við. *blikk*
Annars dauðlangar mig einn svona kjölturakka. Þetta er í raun bráðnauðsynlegt, fyrir utan það hvað maður lítur pro út. Ég meina lookið er allt!
En þegar ég kem heim þá verð ég orðin súkkulaði brúnn all over! OK, sorry suðusúkkulaðu brúnn þá, má víst ekki móðga þá sem lýsa upp myrkar nætur hérna á klakanum - You know who you are!!!

Var einmitt að lesa bloggið hans Fjalars, hann er víst sá eini sem eitthvað hefur að segja, þið hin eruð ekki að standa ykkur (Nalli, Jómbi) Og by the way Fjalar, já ég mun halda áfram að skjóta inn aldurskommentum svona af og til. Ég meina, what are friends for? :) Og hér kemur ein: Langar þig í botox eða ferð til Kanaríeyja í afmælisgjöf? Hef heyrt að Hrafnista er með hópferð þangað - Á ellimannaafslætti!!! Muahahahahahahahaha!!!!! Æi nú er ég bara leiðinlegur.is.
Ég er örugglega ekki alltof vinsæll núna, þar sem 3/5 af vinahópnum eru komnir hálfa leið í gröfina. But I do love ya all!!!!

Kom heim í gær eftir vinnu og sökkti mér í líf vina minna - The Sims! Þetta er pottþétt besti leikur sem hefur verið fundinn upp. Ég algjörlega lifi fyrir þessi kríli. Svo er maðurinn minn auðvitað búinn að gefa mér ALLA viðbótarpakkana, þannig að ég á allt safnið, sem er MJÖG gott! Akkurat núna er ég búinn að búa til þetta sæta par sem er nýtekið saman. Hann heitir Armande og vinnur sem áhættuleikari. Hún, Katrine er upprennandi söngkona í anda Christinu Aguilera. Þetta er allt að koma til og rómatíkin að blómstra. "Couldn´t you just die"?
OK, OK. Þetta er farið að hljóma sad, en samt. Hugsið ykkur, þetta er svaka fjör. Svo, getur maður búið til hommapar líka, SPES!

Jæja ég er OFF. Enda komið gott í bili.
Best að fara telja peninga eða eitthva :Þ
See ya all soon!

|

mánudagur, ágúst 11

Híhí!!!!
Var að senda SMS á liðið umnýju bloggsíðuna. Ég er náttlega búin að vera að tuða um síðurnar þeirra í marga mánuði og var sjálfur ekki komin með neitt. Hehe. Meðvirkni dauðans, ekki satt!!!

Hehe, jæja, við sjáum bara til hvað þeim finnst um þetta..........
Nú er ég allavega viðræðu hæfur :)

Híhí!!! This is going to be fun!!!!!

|

Gay Pride rúlar!!!!

Hello everybody!!!
Eruð þið að grínast??? Gay Pride dagurinn í ár var bara skemmtilegastur! :)
Þrátt fyrir rigningu og leiðindi þá gat dagurinn ekki verið betri og átti hann eftir að batna um kvöldið sko...........Reyndar var helgin alveg perfect sko.
OK! Svona var hún:

Ég átti jú að vera vinna um helgina, en fékk mér frí á laugardeginum útaf degi ársins - Gay pride! En svo kom náttlega í ljós að enginn vildi fá mig í vinnuna á föstudeginum heldur þannig að ég fékk bara frí þá líka :) Svo við túrtildúfurnar hringdum bara í dívuna og drógum hana með okkur í bíó!!! (sætu strákarnir í 101 voru eitthvað þreyttir, voru að vinna og svoleis) Anyways!!!! It was a trip worth paying!!!!!

Díses!!! Myndin var náttlega algjör snilld sko. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún fjallaði áður en ég fór á hana, but I got blown away! Algjört ævintýri - og svo leikararnir.............................
Johnny Depp er án efa flottastur í þessari mynd!!!!!! Augun!!!!!!! Þótt það sé ekki nein önnur ástæða en sú að sjá hann þá er það alveg nóg til að borga 800 kall sko!!!! Ó yes!
Myndin var allavega góð! Og kompaníið fínt líka, þótt frændsystkinin voru farin að láta öllum illum látum þarna niðurfrá, hihi! Eftir myndina enduðum við gamlingjarnir inn á Spotlight, en þar átti að vera eitthvað "boys night out". "Jakk!!!" Er verið að grínast!!! Sko, við fórum þarna inn og þvílíkt og annað eins. Ég er fyrstur til að viðurkenna að ég er snobb, en vá! Það er líka spurnig um að hafa einhvern standard. Og ef þetta er forsmekkur á hommum Íslands þá vorkenni ég þeim ungu mönnum sem eru að koma út úr skápnum núna. Ég ætla eiginlega ekki að fara nánar út í þetta, þeir sem vita um hvað ég er að tala - "U know"!
Anyways!!! Þá fórum við heim, "repulsed", að horfa á Morðgátu, með Angelu Lansbury. Sagði ég Morðgáta??? Já mikið rétt. Þeir sem ekki þekkja þessa skemmtulegu þætti hafa misst af miklu. Þið hinir sem vita hver okkar elskulega Jessica Fletcher er: "May your life be filled with mistery". Nú þið hin sem vitið hver hún er og finnst hún leiðinleg: "Screw you"!!!!
(strákarnir í 101 hlæja sig máttlausa núna, hehe)

Svo var komið að því!!!! Gay Pride 2003.
Ég og minn fórum á fætur um hádegi og tókum okkur til. Við drifum okkur niður í bæ, þar sem herleigheitinn áttu að byrja. Þar hittum við dúllurnar í 101 og "Róberto" og joinuðum þeim í göngunni. Eins og alltaf var hún frábær að vana. Svo var komið að skemmtiatriðum dagsins og voru þau..............já........fjölbreytileg!!! :) "Do´es Moulin Roge ring a bell anyone"? (hmmmm)
Í rigningu og meiri rigningu stóðum við þarna, mörg hundruð manns að fagna þessum merkisdegi. Ef þessi dagur er ekki besti dagur ársins, þá veit ég ekki hvað.

Nú svo um kvöldið þá var náttlega ekkert annað en NASA!!!!
Og þvílík snilld!!! Við sætustu strákarnir í bænum drifum okkur fljótlega eftir miðnætti niður á Austurvöll að djamma. Og það var sko djammað!!!! Við eigum sko eftir að lifa á þessu kvöldi alveg langt framm á næsta ár!!! Þetta var algjört æði sko. Það var dansað og það var sko DANSAÐ. Ég hef ekki séð manninn minn svona sveittan síðan já.......seinast með mér upp í rúmi, hehe !!!! (sorry elskan)
Og ég held ekki að ég hafi séð strákana í 101 í svona ham. Fjalar AÐ missa sig í Vouge, nú og Jómbi dillandi rassinum undir Beyonce, hihi!!!! Þvílík snilld. We were all devine!!! This was a night to remember.

Ég vil þakka ykkur boys fyrir alveg frábæran dag og frábært kvöld. Let´s do this again, we don´t need Gay Pride to have fun!!!
Nú og svo má ekki gleyma sætasta og bestasta knúsa sem til er. Sem var svo góður að passa mig þarna um kvöldið, hihi. I love you!!!

P.S. Bless Ella - Díva, hafðu það gott í Afríku, bring us að "midgit-slave" honey!!!

Dúskur segir bless!

|

föstudagur, ágúst 8

OK!!! Gay Pride nálgast!!!

Jæja! Sit hérna í vinnunni og hef það náðugt. Það er lítið að gera og ég hef eiginlega ekki gert annað en að kjafta við Thelmu vinkonu á MSN. Drama dauðans í gangi :)
Iss maður, stelpur, alltaf sama problemið!!!!
Anyways! Helgin er að koma og ég er ekki að vinna neitt :( Fremur súrt að missa svona mikinn pening, en OK. I´ll get by. Enda er ég þokkalega kominn með leið á þessu blessaðins starfi. Spurning er að reyna að fá sér nýja aukavinnu, eiithvað öðruvísi..........

Ég er að vona að kvöldið verði áhugavert og FUN. Kisinn minn sæti vill endilega fara í bíó og ég er til. Held meira að segja að við ætluðum eitthvað að hafa samband við "the gang". Úúúúúú......þetta hljómar næstum eins og Friends........nema hva.......Friends eru víst ekki fjóirir hommar og ein BI. hmmmmmmm!

Ég var alveg búinn að plana að sauma mér einhvern bol fyrir annaðkvöld, en eins og mín er von og vísa þá gleymdi ég því......eða réttara sagt, nennti því ekki. Saumavélin var komin upp og alles en greyið safnar bara ryki núna. Iss maður!!! Ég verð þá bara ekki í neinu :) Hehe, karlinn minn myndi náttlega bara drepa mig.

Úff, enn og aftur er ég kominn með ferðafiðring (vá,major mál að segja þetta orð), ég er hreinlega að drepast úr spenning. Þetta verður geggjað, algjört æði sko. Ég og minn maður út í löndum, tveir einir, rómó.....hmmmmm :) Ég verð bara allur ástfanginn við tilhugsuninna, hihi!

Jæja, best að drífa sig í kaffi. Vöffluilmurinn er að farinn að ná til mín. Skrifa aftur eftir helgi og segi ykkur betur frá ævintýrum helgarinnar.
See ya all soon!
Dúskur

|

fimmtudagur, ágúst 7

Dagurinn í dag er leiðinlegur!!!

Hmmmmm.....OK!
Var eitthva að reyna að skrifa áðan en það virðist sem ég hef líklegast ýtt á einhverja takka til að rugla öllu saman........
Ég er ennþá ekki að fatta þetta blogg dæmi!!!!!
ÚFF!!!!! Mig langar að breyta lookinu og fá inn linka á vini mína.....díses!!!! Hversu erfitt er þetta. Mér líður eins og einhverjum kongó gaur í miðri Afríku sem ekki hefur séð tölvu eða eitthvað annað sem gengur fyrir rafmagni síðan ég fæddist.
Þetta þarf að laga!!!

Var einmitt að lesa bloggið hans Fjalars. Hann er víst eitthva kominn með komplex yfir aldrinum þessi elska.......Hihi!!! Ekki skrítið, þar sem menn á þessum aldri þurfa að fara að hugsa sinn gang. (Guð sé lof að hann lesi þetta ekki - He would kill me)

Ég er í einhverjum blús akkurat núna. Sit hérna í bankanum að MYGLA. Kúnnarnir fara í taugarnar á mér og mér finnst fólk vera að eyða peningunum sínum í vitleysu. Ég meina sko!!! Hvað er það að ekki geta nema borgað 20þús kall inn á VISA reikninginn sinn þegar hann stendur á 240þús!!! Halló!!! Og hvað er það sem fólk er að versla á kortið? CRAP!!!! Matsölustaður þarna, skemmtistaður hérna........díses!!!! Hvað er fólk að pæla? Don´t get me wrong sko, ég er enginn nískupúki. En ég reyni þó að eyða í hófi og í sambæri við innkomuna hjá mér........Æi hvað er maður svosem að stressa sig á þessu. It´s not my life they´re screwing, just theirs!

Jæja, kominn úr kaffi. Voða gott að sitja yfir tebollanum og góðu hrökkbrauði og lesa blaðið. Ekki það að ég lesi það svo ítarlega. Kíki mest á sjánvarpsdagskrána, stjörnuspána og slúðrið um fræga fóllið. Minn áhugi á alheimsvandanum er ekki svo ýkja stór. Þetta er allt það sama. Stríð, verkfall, mikill hiti......sama crap day after day. Nú svo má maður ekki fara neitt lengur nema verða sprengdur í loft upp! Ég meina það......

Núna er bara tæplega mánuður þangað til ég og elskan mín förum til útlanda. Ég get varla beðið. Sit eiginlega allan liðlangan daginn að browsa netið, skoða fríhafnir, flugfélög og sightseeings. Lifi í einhverjum draumaheimi þessa dagana. Dreymi um sól og hita, strendur og letilíf dauðans! Ahhhh, getur það orðið betra. Kannski ætti maður bara að setjast að þarna úti???? Æi nei, það má margt ljótt segja um Ísland, en maður verður víst alltaf að koma aftur, ekki satt? Enda þótt að maður sé alveg að tapa geðheilsunni þá eru vinir manns alltaf tilbúnir til að tuska mann til og koma smá líf í mann.

Næsta helgi verður sko blast! I hope....... Gay Pride!!!! Þetta verður örugglega gleði dagur. Gangan um dagin, og svo skemmtiatriðin.......svo má náttlega ekki gleyma ballinu á NASA um kvöldið! Ég og minn kall höfum ALDREI komið inn fyrir dyr á Nasa. Do u believe it!!! Alveg spes sko. En ef maður hugsar út í það þá er það svosem ekkert skrítið. Við og rúmið okkar erum orðin nánast samgróin........(er þetta rétt skrifað???) It´s just the three of us, a happy threesome; me, my man and the bed!
En ég hef það á tilfinningunni að þetta verður fjör. Sætu lufsurnar í 101 ætla að halda okkur selskap, and knowing them; It´s going to be a party!!! Flotta dívan í HFJ verður að sjálfsögðu með líka. Hihi!

Jæja, hvað meira get ég skrifað um?????
My life isn´t that interesting, not at the moment anyways.....
Æi, læt þetta duga í bili. Stekk bar inn hingað aftur ef ég man eftir einhverju áhugaverðu.

See ya all soon!!!
Duskur

|