Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

laugardagur, mars 24

Home sweet home!

Miklar fréttir!
Við karlar erum hér með orðnir formlega fasteigna eigendur! :) Festum kaup á gullfallegri íbúð í Hafnarfirði og fáum afhent í byrjun júni. Óhætt er að segja að mikil tillökkun er komin í okkur og vart hægt að bíða eftir að flutningar ganga í garð! Við munum svo bjóða öllum þeim okkur er kært í heimsókn í nýju holuna í sumar!


Annars er lítið annað að gerast í lífi hommana í HFJ. Sá yngri flýgur í háloftunum á meðan hinn eldri stjórnar og stýrir í búðinni. Já, ætli maður sé ekki farinn að nálgast nokkurn veginn sátt við sig og sína og tilveruna sem maður er búinn að búa sér til. Bjartir tímar eru framundan og ekki annað hægt en að brosa og njóta góðs af.


|

laugardagur, mars 3

Fullur sjúklingur eða fylltur kjúklingur???

Já merkilegt þegar maður nær sér í flensu þá verður maður veikur fyrir allan peninginn! Það hlaut nú að koma að því að undirritaður skildi verða fyrir því óláni eins og aðrir og leggjast í rúmið. Þvílík ógeðis pest, með tæplega 40°hita, beinverki og hálssærindi.
Þetta gat nú ekki komið á óheppilegri tíma þar sem við áttum að vera í matarboði í kvöld og pabbi og mamma erlendis og við með húsið fyrir okkur sjálfa......Það er bara að vonast að ég nái þessu úr mér áður en ég fer í flug eftir helgi....hef eiginlega ekki tíma fyrir þetta........
En dagurinn hjá mér líður þannig að ég dæli í mig verkjatöflum til að halda hitanum niðri, svitaböð og hóstaköst........mér finnst það ætti að banna flensur með lögum....maður er svo óaðlaðandi svona veikur!
Já.........ég ætla að leggja þetta fyrir laganefnd í vikunni!

|