fimmtudagur, ágúst 21

Skólasetning er í dag!

Í dag er skólasetning í FG. Krakkarnir náðu semsagt í stundartöfluna í morgun. Verð að viðurkenna að ég er svoldið "bittersweet" yfir þessu. Mig svona dauðlangar eiginlega að byrja aftur í haust í skólanum og hitta alla krakkana. En það verður ekkert smá skrýtið að vinna bara í allan vetur. Ekkert fjör, ekkert skróp,ekkert félagsstarf í NFFG, NOTHING! Alveg spes...
En samt........Þetta verður góð tilbreyting og maður verður farinn að dreyma um skóla þegar háskólin kemur. Samt verður þetta skrýtið..................sorglegt.

Svo er ég að fara á fund á eftir í söngskólanum, eitthvað varðandi stundartöfluna og svoleis. Það verður smá nám allavega í vetur, eitthvað sem heldur manni við. En fyrst og fremst þarf ég að fá vinnu, það er númer eitt. Þá er ég áhyggjulaus það sem eftir er ársins.

Jæja, best að snúa þessu upp í eitthvað skemmtilegt. Ekki nennir neinn að lesa eitthva depressing hérna á bloggsíðunni minni, enda var hún ekki til þess heldur.
Hmmmmm..................... Um hvað á ég að skrifa???

Í kvöld ætla ég að rifja upp gömul kynni. Ég og Eygló vinkona ætlum að heilsa upp á Elfu vinkonu okkar í nýju íbúðinni hennar í HFJ. Tími til komin að fara láta sjá sig. Best að kaupa eitthvað sætt handa henni líka :) Ég hef ekki hitt Eygló, sem er besta vinkona mín, í langan tíma, og Elfu hef ég ekki séð í mánuði!!!Þetta er alveg OFF!!! Maður einhvern veginn finnur sér aldrei tíma til að hitta einn eða neinn, furðulegt......jú nema strákana í 101, we almost live together.

Einhvern tímann ætlum við Eygló að rifja upp gamlar minningar og skella okkur bara tvö saman til London. Við fórum sko þangað fyrir 4 árum síðan. Þá þekktumst við ekki einu sinni svo rosalega vel, en síðan þá höfum við verið bestu vinir. Ég held að ég hafi ekki skemmt mér svona vel með vini mínum. Þetta var án efa BLAST!!! En ég hef það á tilfinninguni að hún þurfi að komast í smá frí. Kannski að maður reyni að mana hana í helgarferð í desember.......þ.e.a.s ef maður á einhvern pening sko! Æi, það er alltaf gott að dreyma. Allvega gerum við eitthvað bara tvö saman áður en ég flyt út á næst ári.........Hmmmmm, hvað ætli ferð til London kosti????

Annars er voða lítið að frétta. Eiginlega ekkert. Same old, same old.
Hmmm, en það verður nóg að blogga um þegar við erum komnir út. Enda örugglega heilu sögunar sem við höfum að segja frá þá :)

Þangað til næst.

P.S. Nú er bara 5 dagar eftir Fjalar minn!





|