Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

sunnudagur, janúar 29

Ef ég væri ríkur....

  • myndi ég ferðast um allan heiminn og sjá framandi lönd
  • myndi ég borða úti einu sinni í viku
  • myndi ég kaupa mér flott hús
  • myndi ég kaupa mér bæði jeppa og fólksbíl
  • myndi ég setja upp mitt eigið fatamerki
  • myndi ég lifa af listinni, hanna, syngja og vera til
  • myndi ég leggja stundir á nám út í hið óendanlega
  • myndi ég geta styrkt gott málefni og það almennilega
  • myndi ég gefa vinum og vandamönnum gjafir
  • myndi ég fá einkajálfara, matreiðslumann og næringarráðgjafa heim til mín til að gera mig bæði flottan og heilsusamlegan
  • myndi ég fara í lýtaraðgerð þegar mér hentaði, bara til að laga smá líkamsgalla
  • myndi ég kaupa mér frægð og frama
  • myndi ég kaupa mér ást og vináttu
  • myndi ég verða hrokafullur og eigingjarn
  • myndi ég tapa öllu mínum lífsgildum
  • myndi ég verða einmana
  • myndi ég týna sjálfum mér

guð sé lof að ég er ekki ríkur......

|

laugardagur, janúar 21

Brjálað að gera á laugardegi!

Klukkan að ganga 5 á laugardegi.......
Sit fyrir framan tölvuskjáinn með hárið út í allar áttir, útlítandi eins og úfin hæna! Var að koma úr ræktinni, geðveikt duglegur, sveittur og illa lyktandi. Inn í rúmi liggur betri helmingurinn dáleiddur af heimi leikjatölvunar, jólaksrautið liggur á sófaborðinu tilbúið að fara ofan í kassa. Ég finn fyrir leti um allan líkamann, leti í huganum, leti sem ekki er að hverfa. Heit sturta bíður mín, rakstur og hárblásun. Pæling að reyna að flikka upp á sig til að líta sæmilega út??? Til hliðar við mér stara 6 vinir úr bandarísku þáttaröðinni "Friends"......Djöfull eru þau öll falleg! Spurning um að gerast sjónvarpsstjarna? Myndi maður þá alltaf vera fallegur??? Botox í rassinn, strekkingd í andlitið og silikon í brjóstin......já beauty costs!!! Ætli sé ekki skárra að vera bara venjulegur, ordinary....engar kvaðir um að líta vel út.......

Ætla að rífa mig upp á rassgatinu......byrja að gera eitthvað af gagni. Samt nenni ég því ekki.....Leti.....djöf. getur hún verið leiðinleg!

|

sunnudagur, janúar 15

Ísland fyrir íslendinga

Á leiðinni heim í vikunni sem leið hlustaði ég á einn áhugaverðan útvarpsþátt þar sem hlustendur gátu hringt inn og sett fram skoðun sína á málefni dagsins. Í þetta skipti var vörpuð fram sú spurning hvar íslenska þjóðin tæki afstöðu í málefni erlendra innflytjenda.
Á Ísland að leyfa innflytjendum að setjast hér að og veita þeim vinnu og menntun, ef svo er skal vera takmark á fjölda? Ætti Ísland að banna komu innflytjenda, jafnvel flóttamanna vegna hve lítil íslenska þjóðin í raun og veru er? Ekki leið á löngu þangað til símtölin flæddu inn.....

Það vakti áhuga minn hve skiptar skoðanir fólk hafði á þessu og að rökin voru í raun og veru frekar þokukend. Sem dæmi má taka mannin búsettur í úti á landi sem gerði þáttasjórnendum og hlustendum það fyllilega ljóst að Ísland ætti að vera fyrir íslendinga! Íslenski kynstofnin væri núþegar svo lítill og með tilkomu innflytjenda væri hann að deyja út. Fleiri rök hafði maðurinn ekki. Áhugavert sjónarmið þarna...........
Einnig má nefna annað dæmi um manninn sen búsettur var í Reykjavík og lýsti yfir hrifningu sinni á tilkomu innflytjenda. Hann taldi það það vera skylda allra íslendinga að leyfa þeim sem minna mega sín og vilja setjast hér að, að fá möguleika á betra lífi. Einnig setti þetta svo mikinn lit á íslenskt þjóðfélag. Fleiri rök hafði þessu maður ekki heldur......

Er lengra leið á kvöldið fór ég að velta þessu fyrir mér og þó sérstaklega hugtakinu sem maðurinn fyrr um kvöldið hafði nefnt: Ísland fyrir íslendinga.
Hvernig skilgreinum við íslending? Hvað er það sem skilgreinir okkur í raun og veru sem íslendinga? Þó svo að maðurinn í útvarpinu dró mörkin við litarhaft og þjóðerni, þá fannst mér þetta áhugavert komment og velti þessu mikið fyrir mér. Gat verið að maðurinn hafði hitt naglan á höfuðið??? Það fékk mig til að hugsa: Var ég eftir alltsaman rasisti??? Eftir ítarlega sálarskoðun komst ég að því að svo væri ekki, þetta var bara íslendingurinn í mér að tala............

Á 21 öld, á tímum internets og tölva, sjónvarpa og síma, þá verður að viðurkennast að íslendingar og land þeirra er jafn alsíslenskt nágrannaþjóðir þeirra. Við keppumst um að versla okkur föt og tól og tæki sem framleitt er erlendis, sjónvarpsþættir og tónlist berst til okkar frá öllum heimshornum. Bílarnir og skyndibitamaturinn sem er svo í miklu uppáhaldi hjá okkur er meira og minna komið frá austurlöndum fjær og við erum tilbúin til að borga margar miljónir fyrir það. Já eitthvað fannst mér þetta stangast við skoðun útanbæjarmannsins og hló inn í mér við tilhugsunina. Hvað varð um slátrið og ýsuna? Afhverju göngum við ekki í íslenskri ull í stað bandaríska bómullarefna??? Afhverju horfum við frekar á erlent sjónvarpsefni en íslenskt??? Hmmmm....já eitthvað hefur ímynd íslendinga á sjálfum sér skolast til. Enda ekki skrýtið, íslenski stofnin er að deyja út.....

En þurfum við sem lítil þjóð ekki að draga mörkin einhversstaðar? Á ekki að leggja fram kröfur og skilyrði fyrir koma innflytjenda. Á Ísland að vera stoppustöð innflytjenda eða einungis tímabundið verndarhæli fyrir þá sem þjást út í heimi??? Já, ekki gat reykvíkingurinn í útvarpinu opnað huga minn allan fyrir skoðun sinni: Ísland, opið fyrir alla!
Eitthvað stoppaði mig af.....
Um kvöldið tók ég mig til fyrir háttinn, á móti mér blasti við mín eigin spegilmynd. Dökkbrún augun og brúnn hörundsliturinn.......var ég ekki örugglega íslendingur???

|

fimmtudagur, janúar 12

Og eftir sitja þankar gærdagsins...

Á fimmta degi vikunar dríf ég mig í vinnu eins og vanalega. Úti snjóar og ég hugsa með mér hversu friðsælt það getur verið, úti er grafarþögn, þétt snjókoman bælir allt hljóð. Í útvarpinu er morgunþáttur bylgjunar, já atburðir vikunar enn til umræðu......

Í gær tóku nemendafélög háskólana sig saman og lokuðu vefsíðum sínum part af degi. Þetta var gert í mótmælaskyni til að taka afstöðu gegn fréttamennsku DV. Sett var upp heimasíða, slóð þar sem þjóðin gat skráð niður nafn sitt á lista og mótmælt þessum vinnubrögðum. Hálftíma eftir að slóðin var gerð virk, skráði ég mig. Ég var númer 91 á þessum lista........seinustu tölur birtar í kvöld voru um 30.0000 manns!
Góð vinkona mín sendi mér slóð þar sem einn ágætis maður skrifaði niður þanka sína á síðu eins þessa sem þið skoðið nú. Dálkahöfundur var fyrrverandi starfsmaður, blaðamaður á hinu umtalaða DV og hann lýsti yfir áhyggjum sínum af vinum sínum er enn störfuðu hjá þessu blaði. Hann minnist til þess er hann sjálfur skrifaði greinar af þessu tagi, æsifréttamennsku, eins og hann kallar, hugsjón þar sem markmiðið var að ná fram sannleikanum, sama hvað.

"Hugmyndafræði sem gengur út á að finna sannleikan og gera honum hærra undir höfði en tilfinningum fólks".

Svona ritar maðurinn orðrétt. Hann gerir grein fyrir ótta sínum sem hann hafði haft, þar sem það hlaut að koma að því eitthvað svona lagað gerðist...... "Þarna var einfaldlega gengið eins langt og hægt var innan glermúrs siðareglna blaðsins."
Dálkurinn heldur áfram.........

Viðbrögð bárust á síðu þessa ágæta manns. Flest þeirra neikvæð, neikvæð í garð dagblaðsins, neikvæð í garð þessa manns og félaga hans, neikvæð í garð starfsfólks DV.
Reiði þjóðrinnar er skiljanleg........En eigum við að falla í sama hlutverk og gerendur í þessu máli? Hvar kemur það fram í okkar hlutverki að dæma? Einmitt sú gjörð var það sem kom manninunum er greinin fjallaði um, í gröfina. Er það mín skoðun að ekki skal það sama leggja yfir alla. Og það á við í þessu tilviki einnig....... Þótt sumir ganga í rauðu, þá þarf það ekki að vera þeirra uppáhalds litur, ekki satt?
Hví missum við oft sjónar af því er mestu máli skiptir þegar reiði okkar blossar upp? Hví beitum við kröftum okkar í það einungis að dæma og benda á aðra, þegar uppbygging og forvarnir ættu frekar að eiga sér stað? Hlúa að þeim sem særður urðu og líta tilbaka á hvað fór úrskeiðis.......
Maður lét lífi vegna ummæla. Því er ekki breytt. Fjölskyda hans situr eftir með sorg í hjarta......Réttlæti var ekki náð í þessu máli....

Í kvöld velti ég því fyrir mér hver á í sök í raun og veru. Allir benda á DV, ritsjórn og greinahöfund. Nú spyr ég: Er það ekki íslenska þjóðin sem er að hluta til sek í þessu máli? Eru það ekki við sem þyrstum í slúður, kaupum dagblöð og tímarit af þessu tagi og smjöttum svo af mistökum annarra?
"Já, svo lengi sem það er ekki mitt andlit sem sést á forsíðum fréttablaðana, þá get ég hlegið í laumi!" Ég einnig dæmdi.....
Margar hugsanir fóru í gegnum hug minn og ég átti erfitt með skilja það til fullnustu sem hafði átt sér stað fyrr í vikunni. Þó fann ég fyrir mikilli skömm. Ég skammaðist mín fyrir að hafa verið einn af þeim er tóku upp blaðið og jafnvel á einhverjum tímapunkti lesið það. Já mín hlutskipti í þessu máli voru þau að sýna samþykki mitt á greinaskriftum slúðurblaðana með lestri mínum. Sumir jafnvel keyptu þau.............

Maður lét lífið og þjóðin fyllist reiði og setur sig upp á pall. "Þessir blaðamenn skulu sko sýna ábyrgð! Mega þeir stikna í helv.!" Já svona heyrir maður útundan sér, svona er Ísland í dag. En ekki er þetta í fyrsta skipti sem blaðið DV gerir eitthvað svona slíkt. Ítrekað hefur þjóðin kvartað yfir vinnubrögðum er á sér stað! Ítrekað höfum við sýnt andúð okkar á þeim mannorðsbrotum er framin hafa verið! Ítrekað höfum við sem á móti þessu eru, snúið hausnum í hina áttina! Já það var ekki okkar að breyta rétt þá......... Maður lét lífið svo að samlandar gæti borið viti fyrir þeim sem ekki gátu það......börnin á DV voru ekki stöðvuð í tæka tíð.........

Ég einnig ritaði niður svar mitt við þessum þönkum hins áhyggjufulla blaðamanns. Þau voru eitthvað í þessa átt:

Ég vona að þú komir þessu á framfæri til vina þinna sem enn vinna hjá DV. Afsökunarbeiðni er oft góð byrjun. Restin kemur svo á sjálfum sér....Þó svo að ritsjóri og eigendur hafa það ekki í sér að taka ábyrgð fyrir gjörðum sínum, þá finnst mér að aðrir starfsmenn geta gert það fyrir hönd blaðsins. Það væri góð byrjun ef starfsmenn DV gætu komist út úr þessu með smá sómatilfinningu, þó svo að ritsjórar eða eigendur gera það ekki....Sýnið manninum og fjölskyldu hans þá virðingu að votta samúð ykkar og biðjast fyrigefningar á þeim atburðum er áttu sér stað.

Já.......Sýnum öll samúð og virðingu og biðjumst fyrigefningar, breytum rétt í þetta skipti!

|

miðvikudagur, janúar 11

Og hann mun koma að dæma lifendur og dauða...

Umræður dagsins voru frekar heitar. Á landi eins og Íslandi þar sem allir þekkja alla. Þar sem frægð og frami er jafn merkilegt og fá sér fisk í matinn. Þar sem hógværð er í hámarki jafnt og mikilmennska. Þar sem umhyggja fyrir nágrannanum hefur hingað til skipt miklu máli. Hér var framið hrottalegt morð!
Já, það er furðulegt hvað tímarnir breytast og mennirnir með...

Fyrir nokkru birtir DV grein og mynd af manni einum á forsíðu sinni, meintur barnaníðingur. Útkoma og sannanir fyrir þessu máli voru ekki gerðar opinberar og í huga almennings var maðurinn enn saklaus. Málið hafði ekki endað hjá hæstarétti og því má maður geta sig til um að þarna var um sögusagnir að ræða, eða allavega enn í bili.

"Einhentur kennari sagður nauðga ungum piltum".

Svo hljómaði fyrirsögnin.
Já, ekki fönguleg sjón á forsíðu blaðsins og hörð orð..........

Í gær birtist sú frétt að maður hafi tekið sitt eigið líf. Maðurinn var kennari.....einhentur......og meintur barnaníðingur........
Fram kemur að vegna fyrirnefndri grein er birtist í DV og ásökunum sem maðurinn taldi vera misskilningur, hafi mannorð hans verið svertað og líf hans lagt í rúst. Tilgangurinn til að lifa, greinilega ekki mikill.......Hann kvaddi þennan heim með sorg......
Aðrir fjölmiðlar sýna andúð sína á þessari s.k fréttamennsku. Þjóðinn fyllist óhug vegna gjörða DV. Reiði ríkir í þjóðfélaginu allir benda á þann fjölmiðil er á í hlut.....það sem mestu skiptir gleymist.........morð var framið.....maður er dáinn af völdum annarra og eftir sitja sár sem ekki gróa svo auðveldlega.......

Hversu langt má maður leyfa sér að dæma? Öll dæmum við hvort annað daglega. Við dæmum eftir klæðaburði, hárgreiðslu, bílunum sem við keyrum, pólitískum skoðunum....já við myndum okkur álit á fólki oftar en við gerum okkur grein fyrir og oft við fyrstu kynni. Sagt er að þú ert fljótari að mynda þér skoðun á einum manni við fyrstu kynni en að breyta henni seinna meir. Sem er allt í lagi........
Seeing is believing, svo er sagt.
En hvað ef maður hefur ekki séð, hvað ef maður veit ekki staðreyndir málsins. Hversu langt á maður að ganga í því að framfylgja skoðanamyndun sinni án þess að hafa í raun og veru kynnt sér gang mála???
Fjölmiðlar bera það fyrir sér að þeir gegna því mikilvæga hlutverki að upplýsa þjóðina um það sem er að gerast í samfélaginu. Fréttamennska kallar þeir það.

Hvar er þá munurinn á milli góðri fréttamennsku og slúðri? Hvar er munurinn á að upplýsa og svo að uppljóstra. Hvar er munurinn á milli lyga og það eitt að vera krydda sannleikann?
Við erum öll þakklát fyrir það upplýsinga flæði sem á sér stað í heiminum í dag. Okkur bæði til gagns og gamans, fáum við fréttir af málum nágrannalanda okkar. Við fáum sorgarfréttir stríða, náttúruhamfara og sjúkdómafaralda. Við fáum gleðifréttir um björgun manna, fæðingu barna og frelsi þjóða.

Dag eftir dag, erum við mötuð af fréttum. Við kveikjum á útvarpi, horfum á sjónvörp, lesum blöðin og jafnvel fáum fréttir frá vinum. Erum við í raun og veru ekki að láta okkur stjórnast af fréttaflutningi fjölmiðla? Hvar liggur okkar sjálfstæða hugsun? Skoðanir okkar myndast af umtali sem birt er fyrir okkur. Traust okkar liggur hjá þeim er leggja sig fram við að upplýsa okkur........DV bendir á siðareglur sem ritsjórn samdi er blaðið var starfrækt á ný. Þar koma fram reglur ritaðra orða og hvað er rétt og rangt þegar kemur að greinaskriftum. Nú spyr ég: Vernduðu siðareglur DV mannorð mannsins og líf eða vernduðu þær einungis greinahöfund???

Sagt er að maður er saklaus þangað til annað hefur verið sannað. Í þessu tilfelli var það ekki svo. Hörð orð dagblaðsins DV höfðu þau dramatísku áhrif að maður tók sitt eigið líf. Búið var að dæma í þessu máli. Maðurinn var gerður sekur og ekki er hann til staðar til að bera hönd fyrir höfði sér og vernda mannorð sitt. Aðstandendur sitja eftir í sárum, sorg sem ekki er eytt, dæmd af þjóðinni, missir ólýsanlegur!
Já.......öll leikum við siðapostula, en þurfum við endilega að rita niður orð okkar og gefa þau út???

|

þriðjudagur, janúar 10

Get over your slef!

Er búinn að eiga í svona rosalega skemmtilegum samtölum við mínar yndislegu fluffur. Þó svo að við eigum öll að vera á fullu að vinna, þá viðist mikill tími fara í hið umtalaða MSN. Þvílíka snilldin það forrit, þó sérstaklega fyrir svona chatterbox eins og okkur :)
Við byrjuðum á því að ræða mikilvægi kynlífs. Sem er ekki frásögu færandi, nema hvað, skiptar skoðanir á hversu mikilvægt kynlíf í raun og veru er....

Er kynlíf ofmetið, eða er það eitthvað sem við sem erum í föstu sambandi segjum bara til að líða betur??? Vinkonur mínar í Sex and the city, myndu segja að kynlíf væri mjög mikilvægt.....en nota bene þær voru allar single......
Að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta væri stigatengt. Að kynlíf væri í raun bæði ofmetið jafnt og vanmetið. Fyrir þá sem eru single, væri það líklegast ofmetið, þar sem flestir eru að reyna að komast yfir sem flesta og frammistaða fyrsta kvöldsins dæmir um það hvort maður fái kaffibolla morgunin eftir eða ekki.
Fyrir okkur hin sem erum hamingjusamlega á föstu og höfum verið í nokkur ár, er kynlífið kannski meira vanmetið. Við erum svo örugg og ánægð með það sem við höfum, samverustundirnar skipta okkur meira máli en góður leikur upp í rúmi og frammistaða makans er kannski meira háð tækni í eldhúsinu eða á ryksugunni frekar en hitt. Kynlífið á það því til að gleymast. En svo spyr ég: Er nokkuð tímann hægt að gleyma kynlífi???

Umræðan hélt svo áfram á yfir hið margumtalaða hugtak MEÐVIRKNI. Hvað er meðvirkni, hvar liggur línan á milli meðvirkni og koma til móts við aðra? Erum við ekki öll meðvirk að einhverju leiti? Ef ég læt undan einhverju sem ég er ekki að fíla bara til að gleðja maka minn, er ég þá meðvirkur??? Svo myndu sumir segja, aðrir skilgreina þetta sem málamiðlanir....
Uppgötvaði það að þetta einnig var stigatengt. Og mjög svipað eins og hið fyrra umræðuefni.
Skiptist á milli þeirra sem eru single og þeirra sem eru það ekki......eða hvað???

Höfðum huga á að hittast og dansa saman. Við fluffurnar erum orðin svo rosa sátt að vera saman að fundið var upp leið til að geta verið meira saman en við erum nú þegar. Dansi dans, pæling að hrista á sér spikið, lyfta sér upp og nýta hæfileika meðfluffna og hafa gaman af :)
Þurfum bara að finna tíma og sal og koma öllu í kring.....

Pólitík! Hún er á vörum allra, meira hjá sumum en öðrum.Sumir þykjast vera lítið pólitískir, og lítið inn í þessu. Aðrir á fullu með miklar skoðanir. Þó eru allir með skoðanir og vita sem minnst um hvað þeir eru að tala :) Já pólitík - tíkin sem oft er verri en framhjáhald mannsins hinumegin við götuna. En er ekki pólitíkin orðin að einhverju atlægi???
Einhver sagði við mig að sá hinn sami kjósi ekki flokka, heldu einungis mál og stefnur.
Hvað eru mál og stefnur án flokka og fólks. Hver gefur þessum stefnum rödd annar en flokkurinn??? Er í raun ekki nauðsynlegt að kjósa flokka til að koma stefnum og málefnum á framfæri? Eins og með meðvirknina, þá höfum við valið um að lifa í henni eða ekki. Á sama hátt Í pólitík höfum við kosningarrétt. Réttinn til að kjósa það málefni sem hreyfir við okkur. Ekki flokkinn sem er stærstur eða með mest fylgi. Ekki flokkinn sem foreldrar okkar kjósa. Heldur málefnin sem flokkar á hverju sinni standa fyrir.........Ljós varpaðist á kosningartækni ofangreindar manneskju og einnig konsingartækni lýðveldisins.
Kýs landinn eftir stefnum og málefnum eða kýs það eftir gömlum vana? Er þjóðinn ekki í raun og veru bara meðvirk???
Við getum öll vælt og veinað yfir "tíkinni", en á endanum er valið okkar. Sá uppsker eins og hann sáir, ekki satt?

Kannski er málið að finna hin gullna meðalveg. Lifa góðu kynlífi í hófi og finna muninn á málamiðlunum og undirgefni. Kjósa eftir því sem hreyfir við okkur og ekki eftir gömlum vana. Já, hætta þessari helv. meðvirkni og vera trúr sjálfum sér!

|

föstudagur, janúar 6

Meira gaman - Svarið spurningunum í kommenti!

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

|

þriðjudagur, janúar 3

Hversu vel þekkirðu mig?

http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060103091902-654625

|