mánudagur, ágúst 18

Feeling black and blue.............

Og hvað???
Hvernig var svo helgin? Svaka menning í gangi? Hmmmm......Ó nei!!! Undirritaður var náttlega bara að vinna, en þið sem hafið verið að fyrlgjast með vissuð þetta fyrir.
Þó var þetta ekki eins slæmt eins og búast mátti við..........

Semsagt, var að vinna á föstudaginn, ekkert spes, fremur leiðinlegt. Komst þá að því að ég vil eiginlega ekki halda þessu áfram mikið lengur. Þegar maður er orðinn eins og bolabítur í framan, súr og svekktur og algjörlega snauður á húmor, þá er eitthvað að. Greyið kúnnarnir voru næstum farnir að skæla útaf hroka og leiðindum í mér..........(OK, smá ýkjur sko). Staffið var í kvíðakasti útaf deginum sem átti eftir að koma. Klukkan 11 morgunin eftir mæti ég hress en samt ekki svo kátur í vinnuna. Það er menningardagur og ég á erfiða nótt framundan. BLE, get ég kvartað meira sko?????? En til að gera langa sögu stutta, fór þetta allt vel samt. Minns vann í 16 tíma straight og fékk að horfa á flugeldasýninguna. Hvað meir er hægt að óska sér, híhí! Þrátt fyrir allar fyrri yfirlýsingar var þetta ágætis dagur, kvöld og nótt. Hver veit nema eg eigi eftir að fíla menningarnóttina..........

Svo er það náttlega það sem er þess virði að blogga um! Í gær fórum við karlarnir (me, my man and the cute ones in 101) á söngeikinn "Ain´t Misbehaeven". Þvílík snilld. Úff maður!!! Erum við að tala um söng á heimsmælikvarða. Þið sem ekki vitið um hvað ég er að tala þá er þetta hin frægi söngleikur sem settur var upp í tilefni Hinsegin daga s.l. Don´t u remember, the one with Andrea Gylfa!!! Anyways!!! Við sátum á fremsta bekk með herleigheitin upp í fésinu (já bókstaflega). Talandi um að sumir voru gapandi af aðdáun, ekki útaf söngnum sko (that´s another story). Ég hef bara ekki heyrt svona snilldar söng í langan tíma, enda ekki skrítið þar sem 4/5 var blökkufólk, and can they sing!!! Haleluja!!!! Praise the lord!!!! Andrea Gylfa kom líka á óvart, en við pissuðum nánast á okkur úr hlátri þegar gellan stökk upp á svið íklædd glimmer-kjól með hárkollu dauðans. Já, söngleikur sem er þess virði að sjá, ef ekki hér, þá somewhere else. Ég hneigi mig og beygi fyrir þessu urvals söngvurum.

Jæja, 16 dagar þangað til við förum út!!! Hehe! Varð að skjóta þessu inn.
En hvað er að gerast í heiminum í dag? Hmm, ekki mikið, þetta var sirka it! I know people, it´s all me, me, me! En eru þessar bloggsíður ekki til þess? Til þess vera á einhverju egótrippi? Kannski er ég eitthvað að misskilja.

En svo er næsta vika, vika Fjalars. Enda ekki skrýtið þar sem hann er að verða..........hm, já já, kannski ekki vnsælt að segja það hér á netinu, hehe :) Allavega, þá er stóri dagurinn að koma og finnst mér þetta nokkuð fyndið verð ég að segja. Sérstaklega þar sem stráksi er búinn að vera í smá afneitum seinustu daga. En svona er lífið, við þroskumst og eldumst. At least some of us! Muahahahaha!!!!

Mmmmmmm. Það er ekki gott hljóð í starfsmannahaldi. Líkurnar á áframhaldandi starfi í vetur eru litlar.........depressing, ekki satt!

Jæja, dagurinn bara búinn og ég þarf að fara drífa mig í næstu vinnu. Alltaf nóg að gera sko :)
Allvega er ég búinn að vera rosa duglegur í dag. Ákvað að ekki láta ekki fréttirnar frá strfsmannahaldi á mig fá. Ekki nein ástæða til að salka yfir því. Svo ég dreif mig bara til og fór að sækja um önnur störf í staðinn. Er búinn að vera á fullu að skrifa umsóknir og senda inn hér og þar og allsstaðar. En mikið geta atvinnu umsóknir verið væmnar og gervilegar. Ég er svona ég er hinseign, blablabla! Úff, ég gæti gubbað. En hvað á maður að gera??? Maður er náttlega að selja sig, right!



|