Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, apríl 28

Iðjuleysi er synd!

OK. Ég ætla nú ekki að hafa þetta langt í þetta skipti. Langaði bara að láta fólk vita hvað er að gerast um þessar mundir.
Nýjustu fréttir eru þessar: ENGAR!
Hmmmm.......ekki mikið social life hjá þessum sko, hehe! Fór þó út á djammið um helgina, sem var rosa gaman. Enda var tími til kominn að lyfta sér aðeins upp. Byrjaði á Rossopomodoro að snæða og fór svo á Hverfis. Mjög fínt!

Já, by the way! Fór í inntökupróf í LHÍ á mánudaginn. En það er önnur saga.

|

miðvikudagur, apríl 21

Í sól og sumaryl.......

Jamm og jæja!
Bara nánast komið sumar og veðrið fer ört batnandi :) Loksins!!! Ég rölti niður Laugarveginn í dag í þessari fínustu blíðu og hita. Það lá við að ég færi næstum að syngja af gleði, hihi.

Eftri seinasta blogg mitt var ég næstun farinn að skæla. Þetta var allt eitthvað svo fallegt og harmónískt að það hálfa var nóg. En án þessa að gera lítið úr hugsunum mínu þá er ég vanalega ekki svona væminn. Þetta var bara svona móment sko.......
Sumir voru þó ekki alveg eins ánægðir með speki mína eins og aðrir. Minn betri helmingur setti bara upp skeifu og kvartaði stíft yfir því hve ótillitssamur maðurinn hansa var með því að ekki nefna afrek hans neitt nánar. Ég spurði hann bara hvort hann ætlaði að grenja yfir þessu lengi og fór svo út og fékk mér ís :) Love is in the air!

En svona til að breiða yfir þetta allt að þá fannst mér ég ekkert þurfa að nefna það eitthvað frekar hvað ég er stoltur af mínum manni. Það skiptir engu máli hvað hann tekur sér fyri hendur eða gerir eða er. Ég verð alltaf stoltastur af honum. Hann er minn, ég á hann og því get ég ekki orðið stoltari. Það þarf nú enga smá hetju til að þola mig öll þessi ár :)

En nóg af þessari helvítis væmni alltaf!!!
Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Og það eina sem það þýðir fyrir mig er FRÍ.
Ég vona bara að það verði gott veður, þá kannski maður dragi karlinn sinn út í pylsu og ís :)´Í kvöld er svo tískusýnig hjá FG.......það verður spennó að sjá hvað krakkarnir eru búin að gera skemmtilegt. Kannski maður kíki á hommana tvo í 101........

Gleðilegt sumar krakkar!!!
Ciao!

|

sunnudagur, apríl 18

Sunnudagur........Oh gosh!

Úff púff!!! Ég hata sunnudaga. Þetta eru dagar sem gera það eitt að lengja biðina í vikuna sem er að koma!!! Ble! Svo situr maur hérna úldinn heima og er að reyna vera hress en það sem hangir yfir hausnum á manni er bara vinnuvikan framundan......
Jájá. OK. Ætlaði nú ekki fara að gera drama úr þessu, en varð bara að koma þessu út úr mér. Líður miklu betur núna :)
By the way. Það voru samt svo sem enginn komment á seinasta blogginu mínu (nema Mr. Bob). Er ég með ömurlegan smekk á karlmönnum eða hvað??? Hélt nú að minnsta kosti að hommarnir mínir tveir myndu kannski láta skoðanir sínar vaða.....

Veðrið í dag er þó gott. Loksins er sólin farin að láta sjá sig, enda tími til kominn. Var farinn að fá alveg nóg af öllu slabbi og regni. Það er kominn sumarfílingur í mig. Ég finn það á mér að þetta eigi eftir að verða athyglisvert sumar en ég get svo sem ekki sett fingurinn á það hvað það er nákvæmlega..............Þó er einhver órói yfir mér um þessar mundir, en þið sem þekkið mig vitið afhverju. Segjum sem svo að bíð eftir niðurstöðum er ekki skemmtilegur tími, þó sérstaklega þegar maður hefur beðið í mánuð.............
En nóg um það drama, ætla ekki einu sinni að fara út í það núna. Þarf að gera það bestu úr deginum í dag, annars suckar vikan.

Úúúúú!!! Næsta föstudag verður djamm aldarinnar. Óperugyðjan mín og IDOL-stjarnan er að dimmitera föstudaginn næsta og mig hlakkar ekkert smá til. Kannski vegna þess hvað ég man vel eftir minni dimmiteringu eða þá er ég líka kannski bara svo stoltur af vinkonu minni:) Sem reyndar minnir mig á eitt.......Mamma fór allt í einu að tala um það hvað ég er alltaf svo ánægður og stoltur af afrekum vina minna. Og hvað ég virðist alltaf gleðjast svo mikð fyrir þeirra hönd......
Hef nú kannski ekki pælt mikið í þessu fyrr en nú, en ég sem er oftast alltaf með hugann við eitt - MIG! En OK, það er líklegast rétt sem hún var að segja. Ég hef rosa gaman af góðum árangri ástvina minna, enda ekki nein önnur ástæða til. Þó sérstaklega þegar maður á vini eins og ég.
Nú bestu vinkonur mínar eru báðar á kafi í söng, frægð og frami sko! Ein er ótrúleg óperugyðja með þokka á við 10 og hin er poppdrottning (með þokka á við 10) í nýrri hljómsveit sem á eftir að slá rækilega í gegn! Nú svo eru það karlkynns vinirnir sem eru náttlega alltaf að grúska eitthvað......... Annar náttlega alltaf í blöðunum, eða sjónvarpi, eða auglýsingum eða......já segjum sem svo að hann er alltaf in the spotlight. Nú fyrir utan það hvað hann er góður hönnuður og ómissandi útstillingarstjóri hjá einu af stærsta fyrirtæki landsins (og með þokka á við 10). Hans betri helmingur er náttlega nýjasta hetja hópsins. En hann er nýlega búinn að fá góða launahækkun og stöðuhækkun með eina heila búð með!!! Talandi um "success"!!! Nú svo er bara að bíða þangað til hann eignast allt draslið , hihi! (svo er hann með þokka á við 10) Það er náttlega ekki skrítið að maður gleðjist yfir afrekum þessa vina sinna, afrekin koma bara á færibandi. Og einhvern veginn þarf maður að lifa þessa drauma út, þó ekki nema í gegnum vini sína. Ekki er það margt sem gerist hjá mér.....*sigh* En til að pakka inn dramanu, þá leyfi ég mér að segja þetta:
"Líkur sækir líkan heim - Takes one to know one"
Svo kannski er ég ekki svo aftarlega í afrekunum......Hvað segja vinir mínir???
Mitt hlutverk í lífinu er þó þetta; Að láta muna eftir mér. Að fólk geti sest niður og hugsað um mig sem eitthvað gott og jákvætt sem hafði góð áhrif á tilveru þeirra, þó ekki nema í smá tíma...........

WOW!!!! Alltof djúpar hugsanir núna sko.........Manni er nánast farið að svima! Best að koma sér tilbaka í sama gír, hrokann og grunnhyggjuna :) hehe! Það er svo þægilegt að vera snobbaður og shallow!!!
Jæja, ég ætla að vakna til lífsins og finna mér eitthvað að gera :)
Sólin skín og dagurinn is waiting to happen!!! See ya all around, og kommentið nú smá á þessa spekina mína, OK?

Guys I´m so proud of you!!!
Ciao!

|

fimmtudagur, apríl 15

Superstar!!!

Já haldiði ekki að það séu merkilegir tímar í sögu KB-banka í Kringlunni!!!
Nú er verið að taka upp atriði fyrir þátt í Spaugstofuna. Ég meina það, merkilegra fólk hefur nú ekki komið hingað til okkar í langan tíma :)
Allavega var drifið sig upp fyrir framan spegilinn og flikkað upp á fésið svona rétt ef ske kynni að maður yrði með á mynd. Enda ekki von miðað við fegurð manns. Muahahaha!
Anyways, var að lesa hérna blogg samstarfskona minnar. Hún Linda Lee er alltaf jafn fyndin og hnitmiðin og núna seinast var hún að blogga um hann Jóa Fel. Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á hana!
Ój bara!!! Maðurinn ætti náttlega bara að sleppa því að vera á skjánum sko. Svona fyrir utan það hvað hann er mikil subba í eldhúsinu, miðað við það.......hvernig er hann í rúminu???? OMG!
En eins og hún Ms. Lee var að spjalla um þá var þetta voðalega eitthvað spes þáttur. Þar sem gestir Jóa voru bara einhver vöðvatröll sem ekki töluðu. Nákvæmlega!!! Það var EKKERT talað á meðan þau voru í ræktinni, ekkert talað í gufunni og ekkert talað í matarboðinu. Mætti halda að samræður væru of flóknar fyrir þessa litlu heila......
Pæling.............

By the way. Nýja hottie:ið sem er kominn á listann!!!
Nammi namm!!! :)


Jake Gyllenhaal - leikari

|

miðvikudagur, apríl 14

Nýjir tímar og allt hitt.......

OK. Búinn að sofa eitthvað furðulega seinustu nætur. Sérstaklega í nótt. Átti erfitt með að festa almennilegan svefn, var einhvern veginn fastur á milli vöku og svefns í alla nótt.
Hmmmmm......Eitthvað hefur þetta með tunglin að gera sko!!!
Svo í fyrra nótt vakna ég við gemsann minn og nema hvað!!! Sjaldan sjást hvítir hrafnar en sjást þó. Haldiði ekki að minn fyrrverandi hafi ekki sent mér SMS, kl. hálf þrjú að nóttu til!!! Hann vildi nú ekkert merkilegra en það að athuga hvort væri ekki allt í lagi hjá mér. Sagðist hafa dreymt mig í vanda staddur og vildi barta tékka. Hef ekki heyrt í manninum í 4 ár og svo allt í einu sms um miðja nótt. Legg ekki meira á mig!
En allavega sagði ég honum að það væri ekkert sem amaði hjá mér, Same old people!

|

mánudagur, apríl 12

Páskafríið á enda....

Ó minn aumi! Páskafríið bara að verða búið og hefur það liðið alltof fljótt.
Samt verð ég að viðurkenna að mér finnst þetta bara fínt í bili. Það verður gott að komast aftur í hið every day life sko. Annars hef ég voða lítið að segja frá. Búinn að gera ekki neitt síðan fríið hófst. Var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að vera rosa duglegur við að hafa samband við gamla vini sem ég hef ekki hitt lengi, en það fór í vaskinn eins og það á svo oft til að gera.
Nú sit ég allavega hér og er að reyna finna eitthvað hnitmiðið og fyndið til að skrifa...........It isn´t going very well!
Svo bæ i bili!

|

föstudagur, apríl 9

"Ég fæ páskaegg!"

O jæja! Það er komið páskafrí og ekki seinna vænna. Þvílíkt líf að fá að sofa út og gera bókstaflega ekki neitt. Fór t.d. út í gær og hitti dívurnar mínar tvær og við fengum okkur að snæða í hádeginu. Slóum þessu upp í kæruleysi þar sem við vorum öll komin í frí og fengum okkur bjór og hvítvín með því. Svona á lífið að vera!!!
Mmmmmm..........ég gæti gert þetta alla daga :)
Svo í gærkveldi fórum við karlar loks í langþráða heimsókn til sálufélaga okkar og vorum þar uns sólin kom upp morgunin eftir. Ekki oft sem maður gerir eitthvað svona, en alveg bráðnauðsynlegt inn á milli.
Jæja, ætla að halda áfram að lufsast. Vildi bara tékka inn og láta vita af mér.
Ciao!!!



"Sálufélagarnir fjórir sem slitnar ekki slefið á milli. Besta gengið í bænum!"

|