Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

sunnudagur, apríl 23

Heilagir páskar og flutningur loks búið!

Já langþráða páskafríið fór nú frekar mikið í vaskinn. Eins og flestum er kunnugt vorum við karlar í miklum framkvæmdum yfir hátíðina og út þessa viku. Flutningarnir hófust loks og við tók mikil þrif á íbúðinni. Henni verður skilað á morgum, loksins! Þó svo að hún þjónaði okkur vel og gott var að búa þarna, er kominn tími til að snúa sér að alvöru lífsins og fara að huga að framtíðinni. Sumarið er komið og ekki vottar fyrir merkjum þeirra árstíðar. Í dag voru íslendingar það blessaðir að fá þessi lifandi skelfing af haglélum og ekki var regnið langt á eftir......Furðulegt með þetta veður hér á landi. Aldrei hægt að treysta á það....

Ný vinnuvika framundan. Ekki beinlínis mikil tilhlökkun, enda höfundur farin að leiða hugann á önnur mið. Já, tími til kominn fyrir breytingar enn á ný, enda mikilvægt til að halda sér við efnið.......

|

fimmtudagur, apríl 13

Hún skrifaði morð.....

Já tíminn líður og það á ljóshraða. Það eru komnir páskar (eða gott sem) og það styttist óðflugum í að ég fari að hendast upp í háloftin! Ekki er nú seinna en vænna........En í millitíðinni er margt á döfinni. Má nefna að við karlar erum á leið í flutning aftur heim til mömmu og pabba. Tekin var sú ákvörðun að hætta að eyða peningum heimilisins í leigu sem engan veginn gaf í aðra hönd og fara að spara fyrir íbúð. Já......stundum þarf skynsemin að ráða ríkjum! Svo páskarnir fara mikið í pakkelsi og þess háttar. Svo gerði Dúskurinn þessa kjara kaup í gærdag og pantaði eitt stykki flugfar til Lundúna með betri helmingnum :) Tökum langa helgi á þetta í lok maí, svona rétt til að stytta hversdagsleikann. Til þess má geta að okkur er boðið á tónleika Westlife á Wembley af Hetjunum, en við homsurnar erum orðnir nokkuð góðir áðdáendur stelpnana. Svo var líka tilvalið að þetta gerðist á þessum tíma þar sem okkar ástkæru vinir eru nýfluttir í stórborgina miklu og bíða spenntir eftir að fá okkur til sín í menninguna! Þetta verður sem sagt frábær helgi í mikilli gleði og glamúr og endurhlöðun á batteríunum fyrir sumarið og turbulance háloftana :)

En nú bíður mín hlýtt rúm og DVD þangað til ég man ekki hvað ég heiti. Jessica Fletcher er tilbúinn í áhorf, enda gerir hún ekki annað en að skrifa morð!

|

laugardagur, apríl 1

Ég geng undir nafninu Dúskur!

Það rann upp fyrir mér allt í einu hvað fáranlegustu hlutir festast við mann eins og t.d gælunöfn.
Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir 7 árum síðan, tók hann upp á því að kalla mig Dúskur. Alveg frá fyrsta degi hefur hann notast við þetta furðulega nafn, meira að segja kynnti hann mig fyrir tengdmömmu minni sem Dúskur. Hmmm.......ef hugsað er úti í þýðingu orðsins, þá er dúskur eitthvað sem má finna á enda jólasveinahúfa. Enska orðið yfir dúsk er "pompon" og er oft notað yfir glimmerdruslunum sem amerískar "cheerleaders" veifa með á íþróttaleikjum. Á sænsku heitur dúskur tofs........Já verður að viðurkennast er rýnt er í merkingu orðsins tapast sjarminn ögn. En Dúskur skal það vera og þótti mér fljótt vænt um þetta gælunafn.

En er ekki soldið langt gengið þegar aðrir en sá er fann upp á þessari vitleysu kallar mann Dúsk einnig??? Á bloggsíðu þessari má finna komment frá vinum mínu útum allan heim sem skrifa athugasemdir sínar á færslum mínum. Oftar en einu sinni (oftar en 10 sinnum) kemur það fyrir að lesendur mínir kalla mig Dúsk. Á MSN kalla þeir er ég á í samræðum við mig Dúsk. Meira að segja eiga fluffurnar mínar það til að kalla mig Dúsk "face to face". OK, Dúskur skal það vera, svo ég svara alltaf góðlátlega er kallað er á mig með þessu orði. Yfirmaður minn fékk lítinn styttu engil að gjöf frá mér og ákvað hún að kalla hann Engla Dúsk í höfuðið á mér!!! Nú til að toppa þessa endalausu vitleysu barst okkur körlum boðskort í skírn. Framan á umslagið stóða skýrum stöfum: Hr. Jón Múli Franklínsson og Dúskurinn
Má bæta við að boðskortið var póstlagt!!!

Já, annaðhvort er maðurinn minn snillingur að koma upp trend, eða ég er svona mikill dúskur, eða þá hefur fólk bara gleymt mínu raunverulega nafni! :)
En hvað sem að því líður mun ég líklegast alltaf svara er kallað er á mig Dúskur.................

|