Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

þriðjudagur, júní 29

Cheers mate!!!

"God save our gracious queen, long live our noble queen, god save our queen!"

Mar er náttlega bara orðinn nánast breskur sko. Kominn heim og er kannski ekki alveg kominn í rétta fílinginn sko. Er ennþá á breskum tíma þó að það sé vika síðan við komum heim. Ferðin var sem sagt æði, minnst sagt sko. Við erum sko pottþétt á leið til London aftur mjög fljótlega.
En núna tekur við vinnutörn til að greiða upp alltsaman, enda veitir ekki af sko. Hmmmmmmmmm.......sumir misstu sig aðeins í eyðslu, en ekkert til að skæla yfir svosem, hehe!

En framundan eru tímar breytinga og ljósra tíma.......
Ætla samt ekki að fara að tjá mig alveg um það hérna á veraldarvefnum alveg strax, stundum er betra á láta sumt kyrrt liggja, allavega í bili :)

En hvelfing dauðans er eins og áður......Mánaðarmótin hanga yfir hausnum á okkur starfsfólkinu, sem sagt ekki skemmtilegar tímar framundan í þeim bransa, en hvað getur maður gert. It brings food on your table right????
Ég fór allt í einu í einhverjar geðveikar framtíðar hugleiðingar um daginn.......Hmmmmmmmm, er ekki alveg viss um hvort ég eigi að viðra það eitthvað nánar heldur, en OK. Allt í einu kom ég að sjálfum mér að spekulera og efast um hvað ég ætti að taki mér fyrir hendur í framtíðinni........ Nám, starf, nám, starf.......já hvað er það sem mig langar að gera???
É´g komst þó að því að hugsjónin er sú að mig langar að brasa við eitthvað sem gefur aðeins í aðra hönd, þ.e. peninga. Enginn að tala um vera rosa ríkur, en allavega að geta keypt sér sveppi í matinn (þar semn sveppir eru svo rosalega dýrir).
Svo stóra spurningin er........listir og menning, eða eitthvað meira tæknilegt??? Starf sem gefur góðar tekjur, en aðeins ef maður er á réttum tíma á réttum stað, eða starf sem er meira öruggt, regluleg innkoma, góðar tekjur, virðingarfyllt starf, byggt á þekkingu og hæfileikum.......hmmmmmmm.

Bæði námin hef ég hafið að einhverju leiti, bæði námin var ég góður í, bæði námin hef ég áhuga á, eða svo virðist. Fyndið hvað allt getur gjörbreyst allt í einu. Maður telur sig vera öruggur á einu en svo snýst allt, hehe! Nú þarf ég bara að fara á tékk á möguleikun og koma mér af stað. Nú ef allt klikkar þá get ég alltaf leikið í klámmynd allavega.....Now there´s a thing I´m good at, muhahahahaha!!!

Blyme me!!! Look at the time.
Cheers mates!

|

laugardagur, júní 12

Dagur tiltekta og þrifa

Jæja, KB býður Ingó velkominn enn og aftur í útibú Kringlunnar. Þar sem Ingó á ekkert líf, erþað honum fyrir bestu að vera hér ALLTAF!

Oh well, kominn aftur í hvelfinguna. Kannski ekki eins slæmt og það hljómar. En það styttist óðum í ferðina okkar umtöluðu. Ég er einmitt að reyna að koma í veg fyrir það að ég verð stórskuldugur upp fyrir haus þegar ég kem aftur. Svo öll aukavinna er vel þegin. En það er komin helgi og spurning um að lifta sér aðeins upp. Kannski að maður skelli sér í bíó í kvöld, þarf bara að tékka á honum gamla mínu og sjá hvort hann er til. Oh my, haldiði ekki að við karlar höfum sofnað 10 í gærkveldi??? Við ætluðum rétt svo að henda okkur upp í rúm en steinsofnuðum. Some things are not right!

|

fimmtudagur, júní 10

8 dagar eftir, ég endurtek, 8 dagar eftir!!!

Djíses!!! Bara rúmlega vika þangað til við förum út :) Gleði, gleði, gleði! Svo er bara stutt vinnuvika í næstu viku, frí á fimmtudag. Sem er gott. En dagurinn í dag ha??? Hmmmmm.......

Í gær var farið að keypt enn eitt tækið á heimilið í Lóuásnum. Og ekki var það af verri gerðinni heldur. Grill á stærð við hest, en eins og heimafólki er kunnugt þá vantaði eitt stykki grill á heimilið þar sem það gamla var orðið svoldið veðrað. Það tók okkur feðga heilann klukkutíma að koma flikkinu saman, en það verður að segjast eða þetta er hið flottasta grill, tala ekki um að það passar vel við nýja sólpallinn :) Svo var náttlega skellt steik á settið til þess að prufukeyra það. En það flaug í huga undirritaðar að seinna meir erfir hann alltsaman eftir gömlu hjónin, hehe.

En tonight verður glens og gaman. Minns ætlar að kíkja aðeins út og fá sér smá bita með vinkonum mínum. Nammi namm! Soldið að hætti Sex and the City :) Smá matur, smá vín og fullt af slúðri.
Jæja, blogga kannski meira á eftir.
Until then,
Ciao!!!

|

miðvikudagur, júní 9

Who me????

Já, það er svo furðulegt hvað tíminn líður. Nú eru bara 9 dagar þangað til ég og minn ekta maður förum til borg gleði og glamour! Gvöð, ég hlakka BARA til. Þvílík snilld sko. Allt er klappað og klárt, hótelið bókað, flugfarið bókað, meira segja búið að velja sæti í vélinni og alles. Haldiði að það sé lúxus!!! Mar þarf bara að mæta niður á Leifstöð með farangurinn, segja hæ og þá er allt komið. Svo er bara hægt að byrja eyða peningum :)
Mmm, þetta verður voða ljúft. Just me and my man, together alone in a big city having it nice and romantic, hihi!

Oh my. Hún Bob, vinnufélagi minn var að blogga um mig í gær, hehe. Við komumst að því að ég væri helst líkur henni Naomi Campell, fyrirsætu. Ekki get ég nú neitað fyrir það og var þetta hið mesta skemmtiefni. Svo skemmtilegt að hún ákvað að blogga um þetta :) En ef við pælim út í þetta, þá er ég samt soldið líkur henni Naomi. Hvað finnst ykkur???



Oh, well! Bankinn er tómur og Kringlan líka :( Semsagt ekkert að gera í hvelfingu dauðans. Hafiði séð veðrið úti??? Christ!!! Svona dagar eiga náttlega að vera lögleiddir sem frídagar. Talandi um frídaga og gott veður. Mér var tjáð það í gær í að í London væri 29°hiti og sól. Þvílík snilld!!! Tilhugsunin um það að geta verið léttklæddur, rambandi á milli búða, verslað og farið á pöbba......mmmmmmmm, I´m in heaven! Og svo má ekki gleyma rómantískum kvöldstundum úti að borða :) Gaman saman!!!

Jæja, best að fara að þykjast gera eitthvað gagnlegt hérna. Á svona dögum er maður hryllilega latur sko. Well, sun is shining and everybody is happy!!!
Ciao!!!

|

þriðjudagur, júní 8

Hugsanir.......

Já.......Það er ótrúlegt hvernig hlutir þróast. Og margt sem við töldum að væri sjálfsagt er það svo ekki. We have our ups, we have our downs, og fyrir suma er það meira bara svona downs.
Stundum er erfitt að setja saman púslið ef maður finnur ekki réttu bitana. Og stundum verður það of erfitt að leita að þeim réttu. En mín trú er sú að maður reynir svo lengi sem manni langar. Og þegar manni langar ekki lengur þá er tími fyrir til að draga sig í hlé. Everything is alowed in love and war, well it sucks anyway!!!

Er ekki bara málið að in the end þá þarf maður að fylgja hjartanu og vera samkvæmur sjálfum sér. Hætta blekkja sjálfan sig og þó sérstaklega aðra. Lygar gera engum gott........Stundum festumst við í hlutverkum sem okkur er ekki endilega ætlað. Á endanum er það einstaklingssálin sem þarf að bjarga. Í eðli okkar er maðurinn þannig gerður að hann þráir festu og öryggi. Hið óþekkta hræðir hann. Kannski einmitt þess vegna eigum við það til að festa okkur niður í hluti sem ekki endilega eru að gera sig......hið þekkta er betra en hið óþekkta, ekki satt?

En til þess að horfa á björtu hliðarnar þá veit maður að lífið er óútreiknanlegt. Ég held að það sé ekki erfiðu tímarnir sem móta hver við erum, heldur hvernig við tökum á þeim og hvað við gerum úr hinum góðu. Málið er að bara halda áfram og fylgja sinni eigin sannfæringum, það getur enginn sagt manni hvað er manni sjálfum fyrir bestu nema þú sjálfur. Koma tímar, koma ráð!

Elsku vinir. Mér þykir ákaflega leitt að heyra það sem er í vændum. Og þó ég óska annarra útkomu þá veit ég ákvörðun sem tekin er þjónar hag ykkar beggja. Ég gef ykkur (báðum) stuðning minn allan í einu og öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur. Fram undan eru flóknir tímar. Leitið til okkar vina ykkar, við erum eins og 10-11, opin allan sólarhringinn.
Be brave, be strong, be fabilous!!!
Love ya both

|

laugardagur, júní 5

Hvaða, hvaða, kvef!!!

Úff, púff! Jæja kominn enn eina ferðina í hvelfingu dauðans. Á laugardegi er gaman að vinna. OK, það er svosem ekki svo slæmt svona over all, en í dag er ég veikur. Hélt í fyrstu að það væri ofnæmið sem var að bögga mig en ég er kominn á aðra skoðun núna. Þetta er bara einhver helv...pest sem er að hrjá mig. Og týpiskt ég að næla mér í hana. BLE!!! Er búinn að vera drepast í hálsinum, beinverki og nú seinast held ég að ég sé kominn með hita......ó þó....... Well, money makes the world go around and I need the bloody money. Mar er náttlega á leiðinni í ferðalag.

O dear. Sáu þið Freinds í gær? *snökkt* Ég er svo mikil grenjuskjóða að ég felldi tár yfir hamborgaranum mínum fyrir framan imbann. What a sight! A homo crying over a soapopera and a hamburger.......Maður getur ekki annað en pælt í því hvað það er erfitt eftir 10 ára samstarf að allt í einu að hætta.....mmmmm

Mums, mums......jæjaa, best að hætta þessu rugli, ég er farinn að detta út hérna. Fer að fara í mat og fá mér einhverja næringu. Gaman saman!!!

Smell ya all later

|