föstudagur, janúar 25

Rækta mig alla daga!

Úti er snjór og skítkalt!
Það hefur kyngt niður hér seinustu daga og liggur við að maður fari í vöðlur til að komast út. Í fréttum er sagt frá hvernig björgunsveitin hefur þurft að aðstoða fólk sem fest hefur bíla sína hér og þar og flugfélögin hafa þurft að fresta flugum sínum. Já, ekki er það annarlegt ástandið hér heim, en mér finnst það alltaf jafn merkilegt hversu undrandi við verðum þegar það loks snjóar hér á landi!

Ég er búinn að vera einstaklega latur við að blogga upp á síðkastið.........Annars vegar ákvað ég að taka mér frí frá öllu amstri hversdagsleikans og njóta þess að vera í launalausu "orlofi" í byrjun þessa árs. Það hefur gengið vel eftir og ég nánast sakna þess varla að vera að vinna fyrir laununum mínu. Dagar mínir einkennast af að vakna og borða, fara í ræktina og koma svo heim aftur og elda kvöldmat. Ef ég væri húsmóðir fyrir um 50 árum síðan væri ég líklega að prjóna líka! Hinsvegar hafði ég ekkert um neitt að skrifa, jólin komu og fóru og þar við sat það. En ég gat nú ekki lengi setið á mér í aðgerðarleysi og leti og ákvað að finna mér eitthvað fyrir stafni næsta mánuðinn og þangað til ég hendist í háloftin.
Þar sem ég eyði mest öllum mínum tíma í heilsuræktinni og fimleikasalnum, var stefnan tekin á að afla sér réttinda í einkaþjálfun! Ef allt gengur eftir verð ég orðin löggiltur alþjóðlegur einkaþjálfar í enda mars. Aldrei að vita hvort maður reyni ekki að fá starf við slíkt einnig......

Ég vonast til þess að þessi færsla sé sú fyrsta af mörgum sem koma skal. Maður þarf að fara að efla pennann í sér og láta ljós sitt skína á ný á veraldarvefnum!
Þangað til bið ég að heilsa ykkur.......

Adios!!!

|