Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

fimmtudagur, júní 29

Allt að gerast...

Já nóg um að vera! :)
Var sem sagt á standby í dag og beið og beið við símann eftir útkalli. Ekkert gerðist svo Dúskurinn dreif sig út í góða veðrið og heilsaði upp á sólina niður í bæ. Kom við hjá karlinum í vinnuna og hitti svo Þóru mína fluffu og Yasmine á Vegó. Notalegur dagur......
En svo erum við Þóra á leið saman til San Fran í næstu viku (í tvær nætur) og er tilhlökkunin komin í hámark, reyndar fengum við óvæntan glaðning einnig í dag, því greinilegt er að við förum einnig saman til Köben seinnipartinn á morgun :) Gleði, gleði, gleði!!!
Bauð svo eiginmanninum með til Friskó, en það er vonandi að hann losni úr vinnu.....Best að gera bara teiti úr þessu og hafa gaman af!

Svo er hægt að snúa sér að fréttum vikunar, en sá merkilegi atburður gerðist að ný lög tóku gildi hér á landi í fyrradag. Samkynhneigðir eiga nú rétt að skrá sig í sambúð, með öllum þeim lagalegum ákvæðum sem því fylgir eins og gagnkynhenigðir. Einnig má við bæta að nú sitja samkynhneigðir við sama borð og gagnkynhneigðir er varðar rétt þeirra á frumættleiðingum. Já batnandi þjóð er best að lifa! Ég fagna þessum merkis tíðindum og lít áfram í framtíðina með bros á vör. Ekkert er ómögulegt og draumarnir eru till þess að lifa eftir.

Ég segi skál í boðinu og dansa fram á rauða nótt í gegnum lífið :)
Cheers!

|

mánudagur, júní 26

Sól, sól skín á mig!

Ég náði þessum hressilega lit á líkama mínum í þessu stutta stoppi í Orlando í seinustu viku.
Í 30 stiga hita og miklum raka lá ég eins og skata ásamt Maríu, fellow fluffu og skólafélaga í sólinni og létum hana baka okkur fram og aftur. Öðru hverju hentum við okkur í laugina til að kæla okkur niður eða inn veitingastað til að seðja hungrið. Takmarkið var að fá sem mestan lit á sem stystum tíma, og þess vegna bar Dúskurinn á sig lög af sólarolíu án allra varnar! Hehehe, já þegar komð var upp á herbergi til að baða sig var hann eins og steiktur karfi á litinn, hálf rauður og ef vel var gáð mátti sjá smá bruna líka.....Ekkert mál fyrir Jón Pál! Skellt var upp andliti og drifið sig í flug....Furðulegt hvað það var samt smá kalt í vélinni á leið heim!

En nú bíður mín ný skrá og verður það gaman að sjá hvaða spennandi ævintýri bíða mín í næsta mánuði. Heimurinn liggur fyrir manni eins og íþróttavöllur og þó svo að undirritaður sé nú ekki beint góðir í íþróttum , þá er hann meira en tilbúinn að tækla hann!

Þangað til næst, adios!

|

þriðjudagur, júní 20

Þó líði ár og öld, er ást mín ætið ætluð þér!

Í gær var merkis dagur í lífi okkar karla.
Við næðum þeim áfanga að ná stóru 7 árunum, en 19 júní, kvennadaginn eru liðin 7 ár síðan við hófum saman okkar ferð.
Já, það er ekki að spyrja að því að tíminn líður óhemju hratt og minningarnar hrannast upp. Nú er bara að spýta í lófana og halda sama striki og bæta sig og þroskast.

Elsku Nalli minn!
Til hamingju með 7 árin okkar. Þú veist um alla vinnu sem liggur á bakvið þetta ævintýri. Ég myndi ekki vilja gera hana með neinum nema þér. Hlakka til að halda áfram saman í óvissuna og takk fyrir að elska mig í öll þessi ár. Þú átt mig og ég á þig....

Ég elska þig,

Ingó

|

föstudagur, júní 16

Fluffuflensa!

Já, þetta ætlar engan enda að taka!
Er búinn að húka hér heima í flensu og ógeði síðan ég kom heim frá Minneapolis. Nóttin í nótt var nánast óbærileg og dreif ég mig því til doktors í morgun. Niðurstaðan var sú að ég væri með slæma flensu og stíflaðar nefholur. Kominn á pensilín og bíð því eftir að hitinn lækki og holurnar mínar tæmast........Hmmm......já eitthvað datt sjarminn af fluffunni, enda ekki við öðru að búast í veiki eins og þessari. Átti að vera á standby í dag en skráði mig veikan, læknirinn taldi það ekki æskilegt að drífa sig of snemma af stað í loftið. Vonandi að ég verði þokkalegur á þjóðhátíðardaginn!

En það má nánast segja að þetta sé lukka í ólukku, þar sem veðrið er ekki að gera sig um þessar mundir. Rok og rigning, ój! Já, maður er allavega ekki að missa af neinu að loka sig inni......Jæja tími fyrir inntöku lyfja og matartími.
Hósta ykkur seinna, hóst-hóst!

|

föstudagur, júní 9

Frelsi, fríðindi og framandi staðir

Merkilegt þegar maður er búinn að eyða þó nokkrum tíma í hita og sól erlendis hvað klakinn hérna heima gerir manni mikinn grikk. Kom frá San Francisco fyrr í vikunni, alveg yndisleg ferð , með yndislegu fólki í yndislegu veðri en missti nánast kjálkann þegar ég steig út úr vélinni. Þvílíkt og annað eins skítaveðrið! Það á ekki lítið á mann að leggja.....En Dúskurinn stoppar ekki lengi hér á landi því um helgina eru það Bandaríkin sem bíða manns enn einu sinni :) Já þetta heimsflakk er sko alveg að gera sig og þó svo að maður sakni sinns betri helmings verður að viðurkennast að geðheilsan sé í toppástandi í öllu flakkinu! Frelsi og fríðindi og framandi staðir!
Bæti inn nokkrum myndum til að sýna gleðina:

|

fimmtudagur, júní 1

Fly on the wings of love, með heiminn í lítilli öskju!

Tíminn líður hratt eins og vanalega og þó sérstaklega þegar maður skemmtir sér. London ferðin langþráða var hin skemmtilegasta, eða réttara sagt, hreint frábær. Áttum góðan tíma í slökun og dekri, með bestu vinum okkar í allri sinni merkingu! Litla kósí íbúð strákana okkar var ekki smá sæt og gott að búa hjá þeim körlum. Þökkum kærlega fyrir okkur guys!
Drifum okkur svo á tónleika með hetjunum okkar og var það án efa upplifun sem hvorugir okkar vildum missa af! Stelpurnar okkar kláru rokkuðu í húsinu með miklum undirtektum áhorfenda og að sjálfsögðu þeirra number one fans - OKKUR! Eitt lítið tár læddist niður kinnarnar á undirrituðum þegar hann sá bestu vinkonu sína og stöllur stíga og svið fyrir framan mörg þúsund manns......Til hamingju stelpur með árangurinn, þið eruð flottastar! Elsku Alma, þú veist hvar þú ert í hjarta mínu, í innsta hring. Ég er svo stoltur af þér stelpa!
Eftir geggjað prógram hjá strákabandinu umtalaða drifum við okkur í eftirteiti til að fagna merkum áfanga íslenska stúlknabandsins, fjölskylda og vinir samankomnir að springa úr stolti.

En annars af Dúsknum að frétta, þá er hann kominn á fullt í háloftin. Átti eitt flug í seinustu viku og var að koma hem frá Stóra Eplinu í fyrradag. Verður að viðurkennast að það þarf að komast smá í gírinn í svona overnight flug. En stórborgin var sú sama og fann ég fyrir heimatilfinningu þegar ég ók um götur Manhattan. Eyddi svo mest öllum deginum í Miðgarði í 30° hita og sól. Já hið ljúfa líf!!!! :) Svo er verið að psycha sig upp fyrir næsta flug um helgina, en vesturströnd USA bíður mín, nánari tiltekið San Francisco. Tveggja nætur stopp, svo það verður góður tími til að slaka á eftir erfitt flug. Verst bara hvað ég mun sakna unnustans mikið..........
En flugið á vel við mig, enda ekki í öllum störfum þar sem maður fær frelsistilfinningu á þessum mælikvarða! :) Heimurinn opnast manni og minnkar ofan í litla öskju og þú færð betri yfirsýn yfir heiminn. Já eitthvað sem ég óska öllum í heiminum........En tough luck, I'm the lucky one!

Sjáumst öll í háloftunum!!!
Ciao!!!!

|