mánudagur, apríl 28

Andvaka

Ég var vakinn upp úr værum svefni af SMS:i frá Gulla vini mínum. Hann er nú staddur í Tælandi með Magneu vinkona okkar og vildi endilega senda mér kveðju frá frændfólki mínu þarna austan frá. Ég hló með mér þegar ég las skilaboðin hálf sofandi og brosti með hálfum að vita til þess að góður vinur minn hafði fyrir því að senda mér sms um hánótt, bara það eitt til að fá mig til að hlæja.
Nú eru liðnir tveir og hálfur tími og ég get ekki sofnað aftur. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að bölva í hljóði eða fagna, þar sem dagurinn byrjar snemma hjá mér eftir smá.......Ég fyrirgef honum þó þetta fljótt, þar sem mér þykir svo ógurlega vænt um hann Gulla minn.

Í andvöku minni fór ég fram að maula. Ég kveikti á hjákonu minni og ákvað að flakka veraldarvefinn. Merkilegt hvað mikið er hægt að skoða um allt og ekkert. Fyrir nokkrum árum síðan samanstóð internetið af fáeinum leitarvélum og klámsíðum. (jújú, klámið kemst alltaf fyrst af stað) Í dag er þetta eins og miljóna þjóðarbókhlaða saman komið á einum stað og allt inn í stofu hjá þér. Magnað fyrirbæri og útskýrir þetta ansi vel framtaksleysi fólks, þar sem það þarf varla að fara fram úr rúmi til að gera hinu ýmsu hluti, t.d eins og að elda og versla. Maður bara kveikir á tölvunni og arkar um netið! Good shit man!!!
Við erum nýkomnir heim úr tveggja vikna ferðalagi um Bandaríkin. Ferðin var góð og vel heppnuð. En mér finnst gott að vera kominn heim. Ég er soldið heimakær þessa dagana.....ég veit ekki afhverju...........

Nýr mánuður hefst eftir korter. Ég finn fyrir kvíða........hef litla tilfinningu fyrir sumrinu sem er að koma og árið allt búið að vera mér ein ráðgáta......Getur verið að ég sé að vera af hugsjúkum homma sem er að missa glóruna??? Kannski er þetta staðreyndin að klukkan er margt og komið fram undir morgun og ég er ekki að sofna......getur verið......

Ég kveð með þessum orðum og reyni að halda af stað vit ævintýra í draumalandi.......bara ef gæti bara sofnað........

|