föstudagur, ágúst 22

Seinasta vinnuhelgin áður en ég fer út!

Góðan dag allir! Kominn í vinnuna og það er eitthvað svaka fár í gangi hérna. Stelpurnar voru að fatta að hægt væri að prenta á umslög úr prentaranum. Algjör uppgötvun! Svoldið sætt þó. Í dag er föstudagur, fyrir ykkur sem ekki vissuð og þetta er seinasta helgin sem ég verð að vinna á Tapas áður en ég fer út, vonandi seinasta helgin yfirhöfuð! Við sjáum þó til.........

Ég fór á fund í gær hjá söngskólanum. Var að setja niður tímana mína í bóklegu fögunum og svoleis. Það verður slatti að gera í haust. Ég mun nefnilega taka 1. stig og 2.stig í tónfræði samtímis. Svo er ég kominn í efri stig samsöngs og hljóðfræð og nótnalestur þarf einhversstaðar að koma inn líka. En sem betur fer tek ég ekki tónlistasögu fyrr en eftir áramót. Nú er bara að taka sig á og rubba þessu af! Þetta verður fjör.......I hope!

Ég og Eygló kíktum til Elfu í gær. Voðalega flott íbúð sem hún er með. 86fm, opin og flott, mjög kósí með góðu parketti á gólfinu. Verð að viðurkenna að ég var hálf öfundsjúkur :) Hverfið sem hún býr í er líka svo nice. Nú er bara að bíða eftir innflutningspartíi sem á að vera í lok september, eða svo segi ég, hihi!

Það styttist alltaf óðum í að við karlar förum út! Úff, úff, þetta er að skella á :)
Nalli er að ná sér eftir veikindin, allavega er hann farinn að sofa á næturna. Ég vona bara að ég fái þetta ekki líka. Fór eitthvað að hósta í gær þannig að fór að hafa áhyggjur. Það er sko alls ekki tími fyrir nein veikindi akkurat núna!!!

Annars dreymdi ég mest furðulegasta draum í nótt. Við vorum náttlega á leiðinni út. Svaka gaman. En þegar við vorum komnir á hótelið þá uppgötvuðum við það að við vorum ekki með neina peninga á okkur. Kortin okkar voru tóm og allt var í rugli. Seinna meir komumst við að því að hótelið sem við bjuggum á var eitthvað þvílíkt "dump"! Þetta var þvílíkur hryllingur!!! Enda vaknaði ég upp við það að ég væri búinn að fara út og ferðin hefði verið ömurleg. Það var ekki gaman.......

Það virðist allt vera í gangi hjá Thelmu. VISA-reikningurinn hennar hækkar alltaf fyrir hverjum deginum sem líður, hihi! Það er nú munur að getað fylgst með þessu héðan frá :) Enda, sagði ég henni að hún ætti bara að eyða smá pening. Ti þess fer maður til London! En svo hringir hún reglulega í mig til þess að biðja mig um að tékka fyrir sig hvað hún er komin langt á VISA og og hvernig debetið stendur. Þannig að ég er hálfgerður þjónustufulltrúinn hennar. Voða gaman!!! En hún kemur heim á sunnudaginn, og skóli svo á mánudaginn.

Ojojoj!!! Er kominn í draumaheiminn eins og er. Sit núna í vélinni á leið út......
Ætla að halda því áfram, ég kannski kíki inn á eftir og skrifa svoldið meira.

See ya all soon!
Dúskur segir: Hejdå!!!

|