Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, janúar 24

Ár og aldir!

Jæja........greinilegt að Dúskurinn er búinn að vera fremur latur við skrif hérna, enda rúmlega mánuður síðan ég henti inn færslu hérna.
Biðst innilegrar afsökunar á því, en margt átt hug minn milli jól og áramót. Nýja árið byrjaði líka með hvelli, svo það hefur farið tími í að koma sér fyrir, þannig lagað séð.
Fluffan er sem sagt komin í hálfgert orlof í fyrsta mánuði ársins, en þar sem maður er ekki komin með fastráðningu hjá flugfélaginu, þá verður maður víst fyrir því að missa af lestinni þann tíma sem gúrkutíð er í flugheiminum. Jájá, maður verður víst að taka það með jafnaðargeði eins og öllu öðru.....
Annars hef ég reynt að hafa nóg fyrir stafni og efst á listanum er að sauma eitt stykki brúðarkjól fyrir hana Þóru mína, sem gengur niður altarið um miðjan febrúar mánuð! :)
Er á góðu róli með hann og sýnist mér að þetta ætli að takast í rétta tíð. Svo gott að byrja að hanna aftur og leyfa huganum aðeins að vinna.....

Bara smá færsla til að láta ykkur vita af mér lifandi. Lofa skrifa soon!

|