Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, maí 18

Tilhlökkun og gleði, með smá sorg í hjarta

Klukkan næstum orðin 12 og ég ennþá á fótum. Var að enda við að horfa á vinkonu mína hana Opruh, enda getur maður ekki misst af góðum þætti með henni. Í kvöld var hún að fjalla um okkar ástkæru "Aðþrengdu eiginkonur" og mikið sprellað. Nallinn minn kominn upp í rúm og ég á leiðinni.
Í gær var ég í flugi til London og gekk það bara svona rosalega vel. Pökkuð vél og nóg að gera. Ætli þetta starf eigi ekki bara ágætlega við mig, eða allavega held ég það. Þó á ég erfitt með að trúa að ég muni nokkurn tíman geta vanist því að vakna klukkan 4 að morgni til. Hmmm, já hvað gerir maður ekki fyrir ævintýri lífs síns, hehe. Komst þó heim ómeiddur þó svo að ég væri á leið að sofna í klofið á mér. Svo á föstudaginn er þjálfun í 767 og snyrting í næstu viku og svo próf. Þá er þetta búið loksins og eftir bíður vinna. Tilhlökkun í gangi sko!

En á morgun er seinasti dagurinn minn í KB. Verður að viðurkennast að það er slatti af sorg í hjartanu núna. Þó svo að ég bið spenntur og fullur tilhlökkunar fyrir flugið þá finnst mér það frekar miður að þurfa skilja við allt þetta góða fólk sem ég er að vinna með. Einnig skil ég eftir frábært verkefni sem ég og hún Ágústa mín komum af stað og hefur það þróast og dafnað mikið síðast liðið hálf ár. Og nú er ég á förum og skil "litla barnið" mitt eftir *snökkt*
Já nýjir tímar, ný ráð sagði einhver og nú sumar tímar með sólskins ráðum! Allt er þetta hluti af áætluninni og enn meiri reynsla í bankann :) Já, en samt er ég smá dapur.............

Kakan bíður á bekknum tilbúin og nýbökuð. Á morgun lýkur einum kafla, frábærum kafla og næsti tekur bráðlega við. Þegar maður hefur fundið góða bók er erfitt að leggja hana frá sér, en til hvers að lesa bara þessa sömu þegar fleiri bíða upp í hillu?

Samt er ég smá dapur.................

|

þriðjudagur, maí 10

Hvað varð um helv... veðrið?!!!

Já vá maður! Var einhver að tala um sumar??? Hmmm, já eithvað hefur það farið fram hjá mér. Vakna við þvílíkar drunur og lít up. Nallinn minn bara kominn á fætur og stendur með sígarettuna í munnvikinu út á svölum og segir að það sé farið að snjóa. Ég sný mér við og breiði yfir hausinn. Ójjjj!!!!
Eitthvað var ég lengi að taka mig til fyrir vinnu í dag, síþreytan farin að segja til sín.....þetta fer að taka enda bráðlega. Sátum öll saman í gær við fluffurnar og og reyndum að halda augunum opnum. Hehe, við látum eins og 10 ára!!! En það hvarflaði allt í einu af mér að ég sé actually að fara að fljúga eftir tæpan mánuð........Já furðulegt en satt.......Hverng var þetta??? Háttvísi umfram allt! Nú er verið að taka lokasprettinn á þetta öllu saman, fara yfir hina tegundina af vélum og svo grooma sig smá og svo PRÓF! Úff púff. Ákveðið var í gær að setja saman smá study group! Lots of discussions and lots of candy!!! Gaman saman :)

En dagurinn í dag??? Hmmmm já KB dagar þessa dagana líða hægt. Það er eins og þegar maður veit að endirinn er handan við hornið þá stöðvast tíminn til muna! En nóg er til af verkefnum að klára og svo þarf ég að sjá til þess að hlutir verða i orden þegar ég er gone. Mar getur nú ekki skilið eftir "litla barnið sitt" í reiðuleysi. Jájá, nóg að gera.....Þarf þó að koma við hjá Icelandair til að ná í skyrtur, töskur og dót. Já smá accories með fluffu uniforminu :)
Talandi um uniform, eða föt öllu heldur. Viljiði pæla!!! Dúskurinn er hættur að passa í helminginn af fötunum í fataskápnum hans. Já feit fluffa.is! Ekki að gera sig. Get þó huggað mig við það að ekki erum við að tala um offitu, heldur frekar stækkun á líkamanum. Jájá, Ingó massi sko, hehe!

Jæja, vinna, vinna, vinna.......

|

þriðjudagur, maí 3

Ár og aldir síðan seinasta blogg

Já ég ætla sko ekki að leggja meira á ykkur!
Minns bara búinn að vera í letiskapi varðandi bloggið og ekki komið neinu niður í háa herrans tíð. En það er rólegt í vinnunni í dag svo það er tímabært að skella inn smá klausu.
En um hvað á ég að rita??? Ekki neitt svo merkilegt að segja frá. Sumarið er komið og sólin farin að skína. Gott að finna fyrir hlýjunni og birtunni.
Það fer að líða að því að ég kveð KB samsteypuna, bara rúmar 2 vikur þangað til. Ég finn strax fyrir söknuði, enda ekki slæmur hópur sem ég starfa með :) En maður á alltaf að endurnýja sig og prófa nýja hluti, ekki satt?

Við fluffurnar erum orðin frekar þreytt. Sum okkar erum búin að vera í 100% vinnu alla daga og hin í prófum. Þó svo að við skemmtum okkur alveg frábærlega saman og höfum gaman af því sem við erum að læra þá þreytan farin að segja til sín. Enda ekki skrítið!
En það fer að koma að því að við förum í uniformin og upp í háloftin. Gaman saman!!!
Þó verð ég að viðurkenna að smá kvíði er kominn í mig. Bæði slæmur og góður......

En sumarið býður upp á mikla möguleika og lots af ævintýrum........

|