Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

fimmtudagur, febrúar 22

Viskubrunnur eða viskustykki???

Ég hef lært það á förnum vegi að lífið er víst það sem við gerum úr því.
Er búinn að eiga í löngu samtali við vinkonu mína eins og svo oft áður um lífið og tilveruna og það sem viðkemur okkur sem mest um þessar mundir.
Þær hafa verið ófáar stundirnar sem viskukornin hafa ollið út úr munni manns, í sömu andrá gæti maður verið að tala til sjálfs síns........

Afhverju er maður betri í því að veita öðrum góð ráð, en fer svo ekki eftir því sjálfur?

Mér er hugsað til þess hve mikið líf mitt hefur batnað til hins betra með því einungis að veita öðrum ráð. Á þann hátt hefur mér tekist að koma sjálfum mér á óvart og oft þurft að horfast í augu við hið óumflýjanlega og kannski mín eigin vandamál. Já, hver er sinnar gæfu smiður, en hvað ef maður þarf að vera annarra manna smiður til að geta haft áhrif á sína eigin?

Mér er hugsað til þeirra visku sem mér hefur hlotnast. Að hver og einn ber ábyrgð á sínum eigin gjörðum og eigin tilfinningum. Og að það er ekki í manns eigin verkahring að breyta eða stýra öðrum. Ef hver og einn gæti séð sjálfan sig aðeins í betra ljósi og væri ekki svona upptekinn við að einblína á aðra, værum við kannski kominn aðeins lengra í lífsþróuninni.......
Já, okkar eigin viska kemur oft að okkur að aftan og læðist að manni.....ekki skrýtið þótt við séum lengi að læra og tökum ekki eftir þyrninum í okkar eigin auga!

|

sunnudagur, febrúar 4

Frábær helgi: harrsperrur og glamúr!

Jamm og jæja......
Helgin er á enda og ég sit dasaður upp í rúmi. Oft á tíðum uppgötvar maður hvað lífið er yndislegt og verður að segjast seinustu dagar eru búnir að vera þannig.
Tók mig til og hentist í mína fyrstu fimleikaæfingu í 7 ár! Strákarnir mínir frá mínum íþróttaárum voru lengi búnir að vera suða í mér að koma aftur, enda voru þeir byrjaðir í s.k öldungarhóp. Hmmmmmm.....já eitthvað vafðist þetta um fyrir mér og fann ég aldrei kjarkinn til að byrja. Til þess má geta að topárangri í fimleikum er náð á aldrinum 10 til 18 ára. Eftir það ertu orðinn öldungur. Ég er 25 ára, svo væntanlega hlýtur það að gera mig dauðann miðað við þessar tölur......hmmmmmm???
En ég gerðist svo frægur að draga hana Kittý mína fluffu með mér, sem var upplagt þar sem við bæði vorum búin að þrá hreyfingu á þessu stigi með adrenalínkikki :)
Í tvo tíma púluðum við, þrek ofan á þrek, sem síðan endaði með klassískum fimleikaæfingum. Þó svo að fimleikaöldungurinn hafi ekki farið í handahlaup eða heljastökk í dágóðan tíma, tók það ekki langan tíma að rifja þessi læti upp á ný. En 25 lífár virðast ekki mikil, but believe you me, skrokkurinn lætur Dúskinn sko finna fyrir þeim öllum....all at once!!! Harrsperrur er klárlega understatement of the year!

Svo var það afmælið! Yndislegur dagur með yndislegu fólki. Hvað meira getur maður óskað sér? Fékk fallegar gjafir, með fallegum orðum og tilfinningum á bakvið þær allar :) Kom mér sérstaklega óvart hvað ég fékk líka margar kveðjur allstaðar úr heiminum í tilefni dagsins!!!
Hvað væri lífið án vina manns og getur maður nokkurn tímann átt nóg af vinum???

Svo til að toppa helgina miklu skeltum við karlar okkur ásamt fríðu fólki á árshátíð flugsamsteypunar. Hún var hin glæsilegasta, allir í sínu fínasta pússi með góða skapið í fyrirrúmi! Skemmtiatriðin voru góð, maturinn ljúfengur og selskapið enn betra.
Já, góð helgi í góðu lífi.....What more can you ask for???

Takk fyrir mig elskurnar mínar fyrir auðga líf mitt á þann hátt sem þið eru best í!
Elska ykkur öll :)

|

föstudagur, febrúar 2

Korter í 100 ára!

Já, svo í dag á maður afmæli.
Undir venjulegum kringumstæðum finnst mér þessi tilefni óttalega vitlaus. Að fagna einu árinu til viðbótar í átt að ellinni! En í dag er það öðruvísi. Vaknaði árinu eldri með bros á vör. Eiginmaðurinn kyssti mig á kinnin áður en hann fór til vinnu og ég kúrði mig niður undir sængina. Ég ætla að njóta dagsins og fagna, ekki viðbót við aldurinn, heldur viðbót við þroskann og vitneskjuna um lífið :)
Ég ætla að umkringja mig með ástvinum í kvöld og horfa glaður inn í framtíðina.

Skál fyrir mér!

|