Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

sunnudagur, október 31

Mig langar í nammi og DVD!

Mmmmm, sunnudagur. Stundum vildi ég óska þess að allir dagar væru sunnudagar. Þá gerir maður nákvæmlega ekkert, dúllar sér bara og hefur það næs. Kannski nær maður að koma hlutum í verk sem maður venjulega hefur ekki tíma fyrir. Dagurinn í dag var allavega rosa góður og núna rétt áðan saug ég tittlinginn á manninum mínum! Djók!!!! Smá einkahúmor hjá mér og mínum, hahahahahahahaha!!!
Anyways, það var dagurinn rosa góður. Vaknaði í dag, rétt fyrir hádegi til að drífa mig í ræktina. Það er svo gott að fara að æfa á sunnudögum, þegar maður hefur ekkert annað þarfari að gera og maður er afslappaður og fínn. Eftir gott púl dreif ég mig í bæinn með gömlu hjónunum og við fengum okkur pylsu á gamla mátann :)
Minn ekta maður var að vinna svo ég nennti ekki að vera heima einn......

Jæja, nenni ekki að pikka meira niður í kvöld. Eins og fyrirsögnin segir, langar mig í nammi og DVD. Skrifa aftur um leið og eitthvað bitastætt kemur upp, muahahahaha!

Ciao bella!

|

föstudagur, október 29

Alvöru helgi og engin vinna!

Jahúúúúúúúú!!! Það er sko komin helgi og ég er í ekta fríi :)
Tók ákvörðun að EKKI vinna á morgun, vegna anna hjá mér. Og svo náttlega fyrir utan það að ég á það skilið! Það verður sko miklu áverkað á morgun. Meðal annars á að skella sér í ræktina, væntanlega að laga nokkur föt því annað kvöld er ég að skella mér út að borða með familíunni og fyrirtækinu. Villibráðarhlaðborð á Perlunni :) Nammi namm!!!

Þar sem mér tókst ekki að finna upp á neinum nýjum hottie, þá valdi ég minn "all time favorite" Mér er alveg sama hvað hver segir. Hann er víst hottie og með þessu fallegur augu líka :) Varsegoda!!!

|

miðvikudagur, október 27

Ingó lazzó og planið farið að skýrast!

Jamm, brrrrrrrrr......Sem sagt búinn að liggja hérna heima í dag og í gær alveg að krókna úr kulda. Einhver pest að ganga, því ég ætlaði varla að komast úr rúminu vegna skjálfta og svo ógleðinnar sem ég var með líka. Ój bara! En til að líta á björtu hliðarnar þá var það nú samt gott að fá að liggja upp í rúmi og heyra vindinn hvína fyrir utan og kúra sig niður með tvær sængur og fullt af loðdýrum og hugsa fallegar hugsanir :) Ætla maður reyni nú ekki að drífa sig í vinnu á morgun, enda þýðir ekki að vera ALGJÖR aumingi, þó svo að maður þurfi nú stundum að slaka á og leyfa veikindum að ná hátindi og svo ná þessu úr sér.

En einhver óróleiki er búinn að vera yfir mér seinustu daga, enda ekki af ástæðulausu :) Já, ennþá ætla ég ekki að skíra mál mitt alveg strax, en það fer að styttast í það að ég segi frá.....eða bara ekki, fer eftir hvernig útkoman verður. En vonandi bjartir tímar framundan, bæði fyrir mig og minn, þó sérstaklega mig :) Ég held þó að þetta fari allt vel að lokum, enda ekki annað hægt á tímum eins og þessum. Þarf bara að finna plan B ef þetta tekst ekki.......
Mér var reyndar tilkynnt það á mánudaginn að ég gæti ekki fengið áframhaldandi vinnu í Kringlunni, miðað við það að ég sé að fara í skóla eftir áramót. Tók þessu öllu með jafnaðargeði (you´ll soon find out why), og ákvað að bara brosa og segja: Já, þá nær það ekki lengra! En svo fór ég að hugsa.....Hvað ef allt springur í loft upp framan í fésið á mér og ég stend eins og asni með enga vinnu, enga peninga og ekkert plan!!! Garrrrrgggggg!!! Þoli ekki þegar maður fer út í þennan gír að fara að hafa óþarfa áhyggjur, sem eru einu sinni ekki komnar á hreint strax. Jæja, suss, suss, þetta fer alltsaman vel........

Allavega hringdu þeir frá Flugskólanum í gær, allt er komið í gang þar. Verið er að leita að kennara handa mér og gömlu gögnunum mínum síðan ég var að læra seinast. Þannig að vonandi get ég bara byrjað þaðan frá sem ég hætti :) Svo þetta er í raun og veru að gerast!
Skóli 2005.is!

Jæja kids! Það er að koma matur. Hann bíður okkar á American Style og við þurfum víst að sækja hann.
See ya all later!


|

laugardagur, október 23

Þegar prestinum varð á í messuni, söng söfnuðurinn bara hærra!

Já, hvað getur maður svo sem sagt....
Aftur kominn í KB. Úff, sagan endurtekur sig og er ég að uppgötva hvað það er fátt í raun og veru sem gerist í mínu lífi, hehe. Allavega það sem kemst inn á veraldarvefinn. En með þessum ágætis drama mómentum inn á milli, þá tekst mér allavega að koma saman í eitt stykki léttri gamansögu. Ætli líf mitt sé ekki svona létt fjölskyldu gamanmynd :)

Plönin nýju sem ég talaði um hérna um daginn eru öll í bígerð. Og ég get ennþá ekki sagt ykkur almennilega frá þeim. No worries, it will come!
Alveg að sofna í klofið á mér núna sko..........

I´m off!!!

P.S Allir að kíkja á nýja hottíið! :)

|

þriðjudagur, október 19

Þegar ég vaknaði var bara kominn vetur!

Já og viti menn. Haldiði ekki að það hafi bara farið að snjóa!!! Hmmm, já eitthvað ákvað almáttugur að sumarið væri búið að vera alltof lengi. En mér finnst það eiginlega bara fínt. Það breytist allt þegar veturinn kemur í garð og umhverfið fölnar og litirnir hverfa og við tekur hvítur og grár kuldaleiki. Mmmmm, það er eitthvað svo ferskt við nýbyrjaðan vetur, eitthvað svo kósí.......

Jæja, enn ein vikan byrjuð. Og mikið líður tíminn skringilega. Annarsvegar alltof hægt, en þegar á heildina er litið of hratt. Ætli það fari ekki eftir hvernig skapið er, hvort "feung suið" sé á réttum stað eða ekki, hehe. En eins og ég hef svo oft skrifað um eru plön og skipuleggingar í gangi hjá kauða þessum sem skrifar. Þau breytast ört en eru þó alltaf uppi. Handan við hornið bíður mín skólinn og allt himinloftið til þess að takast á við. Ég veit ekki alveg hvort ræður ríkjum í huga mínum; Kvíði eða tilhlökkun. Ætli það sé ekki sitt lítið af hverju :) En það þýðir svo sem ekki að vera velta sér of mikið upp úr því, bara að demba sér í laugina og láta hlutina gerast - For real!

En alltaf þegar maður á síst von á gerast furðulegir hlutir. Oft mjög skemmtilegir hlutir. Og önnur plön og aðrir draumar fara að taka á sig form. Ætli það eigi ekki að vera svoleiðis. Að sitji maður og bíður, þá gerist ekki neitt. En fari maður að taka völdin í sínar eigin hendur, fer snjóboltinn að rúlla og hann stækkar óðum :) Ég læt ykkur vita seinna meir um hvað ég er að röfla, enda vil ég ekki vera með miklar yfirlýsingar strax, þar sem yfirlýsingar geta oft sprungið í fésið á manni, hehe! Svo er ég að reyna að hemja mig að ekki fara fram úr mér í þetta skipti. Það gæti gert það að verkum að ég stæði bara einn eftir sár, og bitur og umfram allt vonsvikinn. Svoleiðis hluti þarf maður að reyna varast, þó svo að það sé alltaf gott að láta sig dreyma :) En segjum sem svo að augabrúnirnar eru farnar að lyftast aðeins af jákvæðni og smá jákvæðni veitir manni sko ekki af! Nú er bara að treysta á æðri mætti og sjálfan sig, og spila rétt úr því sem maður hefur. Hver veit nema maður takist loksins að færast einu skrefi í viðbót nær því takmarki sem maður er að reyna ná :) Allir að krossa fingur fyrir Ingó!
Jæja, geisp-geisp! Nýji imbinn bíður mín og svo eitt stykki DVD. Þarf ég að útrkýra þetta frekar???

Þegar Guð lokar hurðinni, opnar hann alltaf glugga einhversstaðar.....


|

laugardagur, október 16

Langur laugardagur og sunnudagur með leti.

Sem sagt, komin helgi og maður bara kominn í leti fílinginn. Eftir bara frekar hektískan dag ákvað ég eftir mikla umhugsun að fara í ræktina. Þó svo að maður brjóta öll önnur loforð, þá er enginn ástæða til þess að svíkjast undan heilsuræktinni. Ég dreif mig út í gærkveldi til að hitt góðan vin, enda var langt um liðið síðan við áttun notalega stund saman. Takk minn kæri, þetta var æði. Reynum að endurtaka þetta sem fyrst, enda mikið sem við getum rætt um og diskuterað :)
Eftir overload af sígarettum og einu vínglasi, dreif ég mig heim, því í morgun þurfti ég að hlussast á fætur til að kíkja smá í vinnuna....ætla ekki út í þá sálma! Let´s just say, it was no fun.

Sit núna hérna í mínu ex-heimili, eftir góðan mat að reyna að skella inn smá speki að mínu mati. Ég vona að hann Freddie hafi vakið lukku hjá einhverjum, allavega gerði hann það á mínu heimili :) Ég er orðinn pakksaddur og langar helst heim upp í rúm að kúra. Hver veit nema maður reyni að freista lukkunar og finni sér einhverja ræmu á leigu til að horfa á. Enda ekki mikið í imbanum þegar maður er bara með RUV.
Á morgun verður samt ekki gert neitt! Ó nei, ég held að málið sé að halda sig sem mest inni, of mikil sól, ef sól skal kalla, gæti skaðað mann FOREVER! Hmmmm......Drama!!! Nei en svona í alvöru, þá eru sunnudagar dagar leti og........leti :) Æi já......ætlaði að skella mér í ræktina líka.......hmmmm já alveg rétt, þetta með loforðin, hehe! OK, ræktin skal það vera, svo legið í leti, hahahaha!

Jæja, best að fara hætta þessu. Svona þegar ég les yfir þetta, þá er þetta ekki svo fyndið, þó svo að ég vilji meina að ég sé fyndinn......þetta var ekki fyndið :(

Með smá chic og smá quiche kveðjum.
Ciao bella!


|

fimmtudagur, október 14

Smá treat fyrir helgina!

Ætlaði bara að skella inn þessu litla konfekti fyrir ykkur perrana til að hafa yfir helgina :)
Þessi drengur er BARA HOT! Kíkið til hægri og reynið að segja að hann sé ekki getnó....Hann verður til sýnis alla vikuna!
Verði ykkur að góðu!!!


|

miðvikudagur, október 13

Ég er ekki sáttur!!!

Jamm, sit þá hérna aftur. Góni á tómann tölvuskjáinn og er að velta fyrir mér hvað ég er að gera hérna??? Í dag er einn af þessum dögum sem maður vill helst ekki vera til. Kannski ekki beint þunglyndi, frekar leiði..... Er allavega alltaf að komast meir og meir að því það sem ég er að gera í dag vil ég ekki gera mikið lengur. Eins og bloggið mitt heitir (Nýjir tímar, ný ráð), þá virðist það ekki passa alveg við líf mitt í dag, eða seinustu mánuði öllu heldur. Nýju tímarnir komu ekki og þar af leiðandi ekki nýju ráðin heldur.....Raunin er sú að ég vil ekki starfa við það sem ég geri lengur, reyndar þoli ég ekki það sem ég geri lengur! En eins og ég sagði við einn góðan vin minn, þá er ábyrgðartilfinningin of mikil. Oftast fylgir maður hausnum frekar en hjartanu og draumar og þrár eiga það til að gleymast, eða lenda aftast í röðinni. Don´t get me wrong. Ég er ekki að kvarta, bara meira að velta þessu öllu saman fyrir mér......OK, I´m so complaining!!! En það má á dögum eins og þessum.

En framundan eru bjartir tímar. Eða það er það sem ég er að minna mig á alla daga, bara svona til að halda geði sko. Ég komst inn í Flugskólann og námið hefst strax 3.jan eftir áramót. Og eins og ég segi alltaf er nýtt ár ný byrjun og vonandi eitthvað spennandi sem bíður handan við hornið :) En mér finnst eins og tíminn líði of hægt. Get ekki beðið eftir að ég komist úr þessari prísund hérna og get farið að einbeita mér að einhverju sem skiptir, einhverju sem allavega fær mig til þess að koma mér á fætur á morgnana. Þó svo að ég verð að vinna með þessu þá allavega fæ ég að gera eitthvað meira en að sitjaog hanga hérna alla daga....

|

sunnudagur, október 10

Drungi og grámi, allt á einum stað!

Jæja komnir heim úr alveg yndislegri ferð. Það var ekkert smá gaman að koma aftur á æskuslóðir, bæði fyrir mig og Nalla :) Við áttum svaka góða fimmdagaferð þarna úti í Sverige. Enda hvað getur maður beðið meira um en að hafa fjölskylduna sína sem maður elskar með sér í útlöndum. Pabbi og mamma nutu sín vel og við Nalli líka :)

En svo er maður kominn heim. Heim í drungann og grámann.....Það liggur við að maður leggst í þunglyndi, ég get svo svarið það! Okkar bíður EKKI svo skemmtileg vinnuvika, og erum við að peppa okkur upp í neikvæðninni gagnvart því........En margt er að fara að gerast á þessum bæ, þó sérstaklega í minni hlöðu og er ég að fara að takast á við það og demba mér í djúpu laugina! Tími til kominn að maður fari að láta hluti ganga áfram í stað þess að sitja bara í stað.
Ekkert er verra en aðgerðarleysi, munið það!!!

En svona til að bæta upp fyrir týnda viku, þá ætla ég að uppfæra hottíið mitt þessa viku, sem hefði átt að koma inn fyrir helgi. Sorry guys! En núna er hann kominn og ég verð nú bara að segja það mér finnst ég hafa valið vel. Hann Marshall greyið var ekki í miklu uppáhaldi hjá gestum mínun í vikunni þar áður. Vonandi stendur þessu gæi sig eitthvað betur :)
En hvað get ég sagt......Það er eitthvað við menn í skrítnum búningum og FALLEG augu. En þessi drengur er snillingur í því sem hann gerir, þ.e að bæði leika og vera sætur.
Bon appetite!

|

laugardagur, október 2

Hejdå!

Jæja, maður er náttlega bara á leiðinn í útlægð eina ferðina enn. Á morgun drífum við fjölskyldan okkur til Köben og Sverige og ætlum að hafa það nice í heila fimm daga! Þvílíkur lúxus, tala ekki um að komast í burtu frá KB-helvítinu svona í viku eða svo!!! En ég held að við karlar séum ekki alveg að fatta þetta ennþá. Þó sérstaklega þar sem við förum ekki út fyrr en kl 3 eftir hádegi á morgun....SPES!

Dagurinn í dag var allavega hektik eins og búast mátti við. Mánaðarmót, ekki vinsæll tími bankamanna! En eftir mikla mæðu slapp ég loksins út og dreif mig í siðmeinninguna. En ég var boðinn í útgáfu/promo partí hjá hinum einu sönnu Nylon! En eins og fæstir vita er ein af mínum bestu vinkonum í þessari stúlknasveit :) Mikið var um manninn og góðar veitingar í boði og í þessu ekkert smá flotta stúdíói, Sýrland of course! Vá! Mar var bara næstum smá abbó að ekki fá að kítla mikrófóninn smá þarna í þessu hátæknilega húsi, hehe! En við karlar drifum okkur fljótlega heim, allt til þess að ná að sjá IDOL. Hehe!!! Snilld.is.

Megin ástæðan fyrir því að ég geri svona seint stopp hingað er jú sú að ég átti eftir að uppfæra "hottie vikunar". Ég er lengi búinn að var velta því fyrir mér hver gæti komið næst til greina og var ég í raun kominn með einn á listann. En skjótt breytist veður og vindur með (ha???), og án þess að ég vissi af var ég kominn með nýjan gæja í huga. OK, ég hef ekki verið mikill áðdáandi þessa manns, og satt best að segja hefur mér svo sem ekki fundið svo mikið til hans komið, þ.e útlitslega séð. En svo um daginn sat ég horfði á þessa mynd og sá ég nýja hlið á þessum dreng. Well, myndin var ekkert skemmtileg, en kauði bara að standa sig með ágætum og kroppurinn hans með :) Og verður að viðurkennast að kroppur er hann (þótt tattúinn mættu vera færri), ekki svo langt frá því að hann sé soldið getnó. Kannski er það bara ímyndin sem gerir það að verkum, u know, the bad boy type, hehehe!!! Allir að kíkja til hægri!

Jæja vinir, bara OFF í bili. Minns er orðinn þreyttur......Hver veit nema maður komist í tengingu þarna úti, kannski á einhverju góðu coffee housen mit nettengen :) Allavega þangað til næst. See ya all soon. What´s up dog?
Ciao!!!

|