Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, júlí 26

Seinkun, seinkun, seinkun!

Sit heima að bíða eftir "pick uppi" sem átti að vera eftir 30min.
En eins og ég bjóst við seinkaði því um klst, svo ég sit hérna tilbúinn, búinn að pakka og laga á mér fésið og bíð eftir að tíminn líði eitthvað....
Er sem sagt á leið til San Fran, reyndar bara eina nótt, en eftir það er skráin mín búin fyrir þennan mánuðinn.
Svo verður fróðlegt að sjá hvað næsti mánuður hefur upp á að bjóða...
Hver veit nema ég bloggi eitthvað áhugavert frá Ameríku, þangað til næst....

Ciao!

|

sunnudagur, júlí 16

Minntist einhver á sumarið???

Veðrið hér á landi ætlar ekki að vera okkur í hag. Það er komið um miðjan júlí og regnið heldur áfram að hellast yfir okkur. Íslendingar virðast vera orðnir þreyttir á ástandi sumarsins og farnir að leita á erlend mið. Sjálfur þakka ég Guði fyrir vinnuna mína og möguleikann að geta farið af landi inn á milli til að breyta um umhverfi og veðurfar. Þurfti ekki að fara lengra en til Danaveldis í gær til að sjá að veðurguðirnir eru öðrum löndum hliðhollir en ekki Íslandi! Annars finnst mér eins og sumarið hafi liðið óhemju fljótt. Ágústmánuður fer að stíga í garð og haustið handan við hornið. Skólinn fer að byrja og spurningar vakna um komandi vinnumál.....
Ég halla mér þó aftur og slaka á og leyfi hlutunum að gerast, því það er víst ekkert sem við fáum ráðið við því sem ætlað er. Hef þó hugsað mér að ná enn meiru úr sumrinu, svona rétt til að fyllast orku fyrir veturinn :)

Annars er ég með eina ósk: Ég vildi að ég gæti flogið!

|

þriðjudagur, júlí 11

Og það hægist á tímanum....

Jæja, tveir dagar síðan komið var heim frá Sunny San Fran, og verður það að segjast að miðað við núverandi veður hefðum við betur átt að vera úti. Vaknaði fullur huga í morgun, tilbúinn í ræktina. Steig fram úr, leit út og dróg fljótlega fyrir gluggan aftur. Ekki mikill ofurhugur í Dúsknum að skella sér út í rokið og rigninguna. En meltum þetta aðeins og sjáum svo til hvað setur er lengra líður á daginn :)

En San Fran ferðin okkar Þóru var ÆÐI! Þó svo að útlitið var ekki gott að komast í loftið á brottfarardegi, mikil seinkun, ákváðum við að gera bara gott úr þessu og hafa gaman af. Spáð var góðu veðri í borginni og ætlunin að slaka bara á og njóta lífsins. Ferðalangarnir tveir sem voru í för með okkur skemmtu sér konunglega, enda ekki annað hægt í útlöndum og hita og sól :)
Minn betri helmingur komst þó ekki með í ferðina vegna óviðráðanlegra ástæðna, og varð hann því að vera heima og passa heimilið.....
En til að gera langa sögu stutta, skelli ég nokkrum myndum til að gefa ykkur smjörþefinn af því sem átti sér stað um helgina! :)

|