Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, janúar 28

Árin líða og ég verð alltaf fegurri fyrir hverju árinu sem líður!

Jeremías! Og það styttist bara í það að minns verði árinu eldri. Þó er þetta nú besti aldur sko, en ég get ekki gert annað en pælt í því hvað ég er orðinn fullorðinn í raun og veru. Nú getur maður ekki lengur verið í gelgjustælunum og dramanu og helt sig fullan af landa niðrí bæ. Nú gengur þetta ekki lengur að senda ástarmiða og flissa þegar maður er að reyna að komast á sjens. Nú er kynlíf ekki lengur feimnismál!!!

Já, það voru góðir tímar þegar allt var svo einfalt, eða réttara sagt öðruvísi einfalt anyways. En annars get ég ekki kvartað. Ég er myndarlegur hommi á besta aldri, með bestasta manninn við hlið mér og umkringdur góðum vinum, sem allir setja mikinn lit á tilveru okkar hjóna. Guð blessi ykkur elskurnar mínar *snökkt* (drama)
Svo lengi sem fólka snýr hausum eða gefur manni hýrt auga þá er maður safe :)
Þannig að ég ætla að gleðjast þessum merksidegi sem er í vændum, deginum þegar heimurinn fékk von, ég var fæddur!!!!

Skál fyrir húmor, fegurð og hégóma!!!!

P.S. Nú býst ég við að fólk heimti veitingar í tilefni dagsins um helgina, ekki satt? :)


"Góðir vinir á góðri stund"

|

sunnudagur, janúar 25

Muahahaha!!!!

OK. Var surfa netið smá og fann þetta brjálæðis fyndna link hérna.
Þið verðið að kíkja á þetta, maður liggur í krampa sko!
Þetta er líka ýkt fyndið!!!

|

föstudagur, janúar 23

Þvílík sæla!

Þið trúið ekki hvað ég gerði í gær!!!
Haldiði ekki að karl hafi bara ekki skellt sér á fimleika æfingu. Og engin smá æfing líka.
Þetta var náttlega bara 1 1/2 klst af þreki.
200 magaæfingar, 120 bakæfingar, 10 handstöðuarmbeygjur, alveg 30sek í stöðulyftu á rá, 1 min í dýnuhlaupi og fullt af teygjum.
Algjört æði sko. Svo er málið að fara aftur á mánudaginn og á morgun er það ganga og sund með Thelmu.
Sko ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um eitthvað átak, en ég ætla að reyna að fara að hreyfa mig eitthvað. Ef þetta gengur vel, þá kannski að maður splæsir á sig einu heilsuræktarkort í vor. En verð að viðurkenna að eina ástæðan fyrir öllu þessu dæmi er jú ferðin til Barce. Hégóminn alveg að springa sko!!!
En mat borða ég ennþá og það óhollan líka, best að byrja hægt og rólega ana ekki út í vitleysu :)
Spurning hvernig restini af hommunum gengur með workoutið?????????? Ég er þó allavega að reyna að byrja............Markmiðið er allaveg að vera kominn með sixpack og ágætis brjóstvöðva og kviðvöðvarnir orðnir sýnilegir aftur. Upphandleggirnir mættu svosem alveg stækka aðeins en látum það mæta rest.
Oh, gaman saman!!!!! Get ekki beðið eftir að halda þessu áfram.

Og svo er bara komin helgi. Þvílík gleði sko. Mmmmmmmm, I love weekends!!!
Hvað á maður svo að gera skemmtilegt? Hmmmmmmmmm........þetta þarf að pæla.



Var að pæla í að reyna verða eitthvað svipað eins og þessi sæti drengur.

|

þriðjudagur, janúar 20

Mig langar svo að eyða peningum!

Ég meina það sko! Það er komið yfir mig eitthvað eyðsluskap og mig langar helst að browsa búðirnar og kaupa mér eitthvað flott. FÖT! Það er málið. Mikið ósköp vantar mig allt i einu föt. Gallabuxur, skó, kannski skyrtu og jafnvel peysu. Og svo dauðvantar mig líka efni til að geta saumað eitthvað flott.
Hmmmmmmmmmmmmmmm............................... Það verður að bíða til betri tíma , I guess.
En ég get ekki beðið eftir að komast heim og skella mér í góða sturtu :)
Mmmmmmmmmmm, ég er mygla .................
Shower, shower, showe - I need a shower!

|

sunnudagur, janúar 18

"The Fab Five" eða klámiðnaður??????????????

OK!!!!! Spurning að gera eitthvað við líf sitt og verða eitthvað, allavega ríkur. Við "Fjórir fræknu" komumst að því að okkur langaði að gera eitthvað merkilegt við okkar líf og verða eitthvað, frægir á framabraut og loads af seðlum. En OK, gott mál, málið vara bara hvernig átti maður að koma því í verk........
Annarsvegar var það að verða frægir í gegnum sjónvarp og veita þjóðinni góð ráð eða já........Byrja framleiða klámmyndir!
Hmmmmmmmmmm..................Spurning sko??????????????????
Hvað finnst ykkur?
Anyways, þá er málið allavega að verða frægur á framabraut með peninga svo langt sem typpið......nei meina augað eygir, hehe :)

Annað sem var ákveðið var að skella okkur allir saman til Barce. En það hefur jú verið lengi í bígerð að drífa sig saman í gott sumarfrí........svona frátöldu góðu útilegunni hérna um árið sem endaði á óvenjulegan hátt :) Segi ekki meri!!!
Nú við "hommes le Fjord" vorum náttlega ekki með neitt spes á döfinni þetta sumar, svo maður bara goes with the flow. En "hommes le 101" vilja ólmir fá okkur með til úttlanda!
Voða spennó verð ég að viðurkenna, fara í menningarborg í góðu veðri og spóka sig um.

Jamm og jæja. C´est la vie!
Sunnudagskvöldið bíður mín og ég ætla að liggja í leti.
Ciao!

|

fimmtudagur, janúar 15

Næstum komin helgi.....

OK, var að fatta svoldið núna áðan sem ég ætla að reyna að prufa!!!!!!!!
Wait..........................







OK, loksins!!!!!!!!! :)
Nú er ég búinn að fatta hvernig á að setja inn mynd hérna á bloggið mitt. Verst er að myndirnar verða að vera á netinu til að þetta virki :(
OK, en anyways. Myndir á bloggið eru framfarir!!!!
T.d. þessi hérna fyrir ofan. Er nú bara sett inn til að heiðra gamla félaga. Biturleikinn tekur við og maður horfir tilbaka með eymdaraugum. Á tíma þegar líkami manns og úthald var eitthvað til að vera stoltur af. Hmmmmmmmmmm *snökkt*
En sjáiði þennan sætasta lengst til vinstri????? :)

Minn númer eitt fan (fyrir utan manninn minn) var að kommenta eitthvað hérna á síðuna mína, um að djóna honum og maka hans á IDOL kvöld heima í sófa. Hmmmmmmmmmmm, þetta þarf að pæla aðeins.....................

|

mánudagur, janúar 12

Saga drottins hringana

Oh my lord of the rings!!!
Ég á bara ekki orð sko. Þvílík og önnur eins ánægja sko :) Maður getur nú bara lifað á þessari reynslu allan fyrri hluta þessa árs. Og ekki var það nú verra að vera í lúxussal líka.
Þessi stórfenglega mynd fær mann náttlega bara að gapa. Ja, það eru varla til orð yfir því hvernig manni leið þegar maður sat þarna í tæplega 4 klst í ævintýrum aldarinnar.
Og auðvitað það sem toppaði sýninguna var góður félagsskapur okkar elsku sætu knúsa í 101. Hefðum sko ekki viljað deila þessari reynslu með neinum öðrum en ykkur.
We love you boys, thanks for the evening!!!

|

föstudagur, janúar 9

"Heathcliff, it´s me, Kathy - I´ve come home....."

Gotta love that song. Mush, mush. Sit hérna heima með meltingartruflanir aldarinnar. Einhver maga eitthvað að ganga.....
Svo ég ætla bara að taka því rólega í dag og chilla fyrir framan imbann. Mmmmmmmmmm voða nice sko.
Bara láta ykkur vita sko.

Ciao!

|

föstudagur, janúar 2

Nú árið er liðið........

Jamm og jæja! Og bara komið nýtt ár!!! Hehe, og hvað er maður búinn að strengja mörg heit núna...........Engin!!!!
Sem er mjög gott, þar sem mér tekst ekki aldrei að halda þau heiti. Hmmmmmmmm........En það er margt óvænt og nýtt sem bíður okkar á þessu ári, ég finn það.

Áramótin voru svosem góð. Okkar heittelsku vinir komu til okkar hingað í Firðinn og eyddu með okkur góðu kvöldi og nótt. Eins og alltaf er hægt að búast við miklu fjöri, kjánaskap, dónaskap og að sjálfssögðu vænum skammti af "devine gayness" þegar þeir eru annars vegar, hehe :)
Nei svona í alvöru, þá var þetta rosalega skemmtilegt kvöld og ég er með myndir til að sanna það!

En ég vaknaði náttlega inn í nýja árið með hausverk dauðans, andfýlu og stirt bak. I´m getting old! Sem sagt fyrsti dagur ársins fór nákvæmlega í ekki neitt. En þannig á maður náttlega að eyða svona dögum, ekki satt?
Sjónvarpsgláp og rúmliggja!!!
Svo í dag var drifið sig í vinnu, bara í smá stund, bara svona rétt til að kíkja og sýna gott viðmót. Á leið heim greip ég með mér eina góða mynd, svo var skellt sér upp í rúm, YES!
Tók reyndar þessa mynd bara útaf einni ástæðu; FÖTIN! Vissi það að þarna var eitthvað á ferð sem ég gæti nýtt mér........OK, kannski langaði mig líka svoldið að sjá hann líka :) You´ll be the judge of that!
Anyways, þá var myndin bara ágæt, en fötin voru BARA flott og svo líka aðalleikarinn :)

Hmmmmmmmmm......jæja ætlaði bara að láta ykkur vita af mér og leyfa ykkur að fylgjast með mínum rosalegu ævintýrum, muahahahahaha!

Sjáumst!!!!

|