miðvikudagur, ágúst 13

Mikið líður vikan hægt!

Jæja gott fólk. Enn einn dagur í tilverunni.
Mér dauðleiðist hérna í vinnunni. Eins og í gær þá er nákvæmlega ekkert að gera hérna. Nema hvað að í dag finn ég einhvern veginn meira fyrir því. Furðulegt........

Ég er að pæla í að skella mér á eitt tölvikaupalán hérna hjá bankanum. "Nota bene" - Aðeins þeir sem eru félagar í Námunni, eiga aðild að þessu láni. Þannig að, ef einhver sem er ekki í viðskiptum við minn banka og langar í svona lán, komið til mín og ég skal skrá ykkur!!!!
Major söluátak í gangi, hihi!!!! :)

En svona í alvöru. Mér dauðleiðist, þetta er ekkert grín :( Mér finnst eins og það sé hálf eilíf þangað til við förum út. Svo er ég að vinna um helgina og á menningarnótt. En eins og flestum er kunnugt þá er þetta versti dagur ársins fyrir þjóna og aðra sem vinna á skemmtistöðum.
Fyllerí! - Fyllerí! - Fyllerí! Ótrúlegt hvað íslendingar geta gert hátið eins og þessa að einhverju cheap og sóðalegu.
Allar menningarnætur hef ég verið að að vinna, nema í fyrra. Þannig að ég og maðurinn minn drifum okkur niður í bæ að kíkja á herleigheitin. Og þvílíkt og annað eins. Ef þetta átti að vera menning þá er ég klósettseta!!! Crap dauðans! Það var náttlega stappað í bænum en ekki sá ég menningu neinstaðar. Blindfullir unglingar, öskrandi krakka gerpi og rusl út um allt! Ef þetta er menning Íslands þá eigum við í verulegum vandamálum að stríða. Nú ef þú ert svo óheppinn að skríða inn á skemmtistað, biddu þá til Guðs um að þú komist óskemmdur út aftur. Annars kenni ég mest í brjósti um vesalings barþjónanna og glasabörnin sem þurfa að vinna á þessu kvöldi. Ég verð allavega að vinna þetta árið og er mér nokkuð sama, þar sem ég veit að ég er ekki að missa af neinu. (að frátaldri flugeldasýningunni, sem fer versnandi eftir hverju árinu)
Vissulega er þetta framtak þó gott fyrir borgina, en það er þó spurning um að reyna virkja menningaráhuga íslendinga meira en bara á þessari tiltekni nótt.*hnuss*

Nýjasta nýtt krakkar:
Mamma fór á einhvern fund um daginn með ömmu minni. Þetta var fundur um hvernig átti að græða auðveldlega peninga. "Goldquest" heitir þetta og gengur út á það að kaupa sér gullpening úr 24K gulli fyrir 70þús kr!!!!!
Þvíllík geðveiki! OK. En plottið er þetta:
Gullpeningin kaupir maður fyrir þennan 70þús. kall með mynd að einhverjum frægum, t,d Dali Lahma. Svo kemur öll vinnan. Ef þér tekst að fá undir þig (nei Fjalar, ekki þannig undir þig) X marga, þá græðir þú einhvern massa pening og blablabla. ÚFFF!!!! Ég trúi ekki á svona fyrir fimmeyring og ef þú vilt losna út þá ábyrgist Goldquest að borga þér tilbaka það sem þú keyptir peningin þinn á..........
Svo geturðu náttlega selt hann á uppboði eins óg á Ebay
Fólk er víst að græða 2000 USD á mánuði.......eða var það vika?????
Anyways, lygi.is sko! Öllu heldur LYGI.com!!!

Jæja þá......Kominn úr mat! Alveg ágætis fæði í dag - Fiskibuff!

Hvað finnst ykkur um nýju lögin sem verið er að spá í að taka í gildi? Þessi um að banna reykingar allsstaðar, bæði á kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtistöðum. Ég meina HALLÓ!!!! OK, að það sé að gera átak um skaða reykinga, en að banna þetta alveg. Ekki spurning að fleiri í þjóðfélaginu mættu vera reyklausir og við vitum öll að reykingar er hættulegar, ekki síst þeim sem ekki reykja og þurfa að vera innan um fólk sem reykir. En það er ekki hægt bara að loka augum og eyrum fyrir því að fólk REYKIR ennþá!!! Ef ekki dagsdaglega þá oft svona við sérstök tilefni. Hvað verður um viðskiptalíf á Íslandi? Eða réttara sagt viðskipti skemmtistaða í RVK. Það er bara staðreynd að 90% fólks sem er að fara að djamma reykir allavega eitthvað. Það er líka staðreynd að fólk sem reykir almennt tekur sígarettuna fram yfir það að fara á kaffihús eða skemmtistaði (allavega kaffihús) sem eru reyklaus, ja allavega svona flestir. Þannig að viðskipti skemmtistaða í RVK muna verða fyrir áhrifum, ekki spurning! Svo er hægt að deila um það hvort það sé þess virði eða ekki, hvað finnst ykkur?

Og hvað svo??? Ekkert fleira að tala um??? Hmmmmm.............
Ég er voða aðgerðarlaus og reyndar svoldið eirðarlaus líka og það liggur við að ég sé mállaus. Ég þarf að hafa eitthvað meira fyrir stafni en bara vinnuna í haust. Hmmm, er spurning um að fara í ræktina??? Fjalar ætlar að reyna draga elskuna mína með sér í haust. Mér líst vel á það, hann er einmitt maðurinn til að draga hann í eitthvað svoleis. Við Jómbi heklum bara á meðan, enda þurfum við ekki hafa neinar áhyggjur, hehe! (yeh right!!!)
Annars datt mér í hug að byrja að dansa í vetur. Það er langt síðan ég hef verið að læra dans, spurnig er bara hvað ég á að læra...........En ég verð allavega á fullu í söngskólanum, best að taka sig á í tónfræðinni, ég sucka nóg eins og er. Ég hef ekki beint verið duglegur við að passa röddina mína í sumar, enda á ég eftir að gjalda fyrir það skal ég segja ykkur! Svo væri ég alveg til í að fara á myndlistarnámskeið líka, helst leirámskeið eða ljósmyndun, það væri cool og myndi koma sér vel fyrir námið mitt. Ég verð kannski ekki eins aðgerðarlaus í vetur eins og ég bjóst við. Er nú þegar búinn að skrá mig á eitt námskeið - Fjármálanámskeið , hér er verið að kenna á fjármál heimilina. Gert plan til að stofna sitt eigið fyrirtæki, fjármálaplan fyrir framtíðina og fullt að usefull stuff!!!! Þetta er svo ekki ég, en samt. Ég vinn í banka og mig langar actually að fræðast aðeins meira um fjármál og hvað þarf að hafa í hyggju í nánustu framtíð. Er ég ekki sniðugur??? hihi!
Enda ef ég ætla að verða frægur fatahönnuður þá er best að hafa hlutina á hreinu, ekki satt?

Thelma vinkona er að fara til London á föstud. Trúi ekki að hún ætli að yfirgefa mig og skilja mig einan eftir í vinnunni. BLE!!! En það er allt í lagi, hún verður hvort eð er að deyja úr hita þegar hún kemur þangað anyways!!! 37°, það er náttlega bara brjálæði!!! Enda þekkjandi hana verður hún inni í búðum til að kæla sig niður, hehe. Til hvers haldiði að hún sé að hækka heimildina á vísanu?

Ella frænka er núna komin til Afríku. Mikið hlítur hún að vera skemmta sér. "In Africa with all the black ladies and her MOTHER!" Haha, já þær klárast örugglega fljótt kvíðatöflurnar hennar frænku! En hún lofaði að koma með eitthvað flott frá landi gospela, eitthvað voða African , kannski bara einn þræl.....hmmmmmm.

Jæja, best að fara slutta þessu. Enda er maður kominn með munnræpu dauðans eða réttara sagt skrifræpu, fólk er örugglega farið að geispa um þetta leyti. :) Já nákv.!!! Þið lesendur góðir.

En endilega ekki hika við að skrifa í gestabókina mína, enda er ég ekkert smá búinn að hafa fyrir því að setja hana inn. Híhí!!! Það mætti halda að ég héldi að ég ætti stóran aðdáendahóp...........I suck!

Þangað til næst krakkar!!!
Blæblæ!!!

P.S. Allar skoðanir sem fram koma á þessari síðu eru á minni eigin ábyrgð. Þetta þýðir ekki endilega að hér sé að alhæfa eitt eða neitt, heldur einungis verið að viðra nokkrar spurningar. Þannig að ekki skrifa neikvæð komment í gestabókina mína, þau verða hvort eð er þurkuð út. Hugsum fallegar hugsanir!!!

|