Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

þriðjudagur, júlí 27

Ekki þessi helv.....augu!

Jæja, þessi blessaðins augu eru búin að standa hérna alltof lengi sko. En það hefur svosem ekki verið mikið að blogga um núna undanfarið.......
En nú styttist alltaf í það við færum okkur um sess og komum okkur fyrir í nýja hreiðinu okkar.
Ég dreif mig í IKEA með mömmu og hún splæsti fullt af flottu dóti handa okkur til að taka með í íbúðina :) Svo á reyndar eftir að kíkja í eina búð í viðbót.....hehe.
En eins og áður þá er mest lítið að gera hér í hvelfingunni.......En okkar bíður mest ógeðslegasta helgi ársins. En það er jú endurgreiðsla á skattinum og verslunarmannahelgin :(
Úff púff! Á meðan situr maður hér og nýtur þess að geta slakað á þangað til.
 
Mig langar í bíó! Og út að borða. Já mig langar helst út að borða. Eitthvað gott og nice með gott vínglas í hendi. Nammi! Væri ég til.............
Var svo áðan að panta mér flug til Agureyris! Maðurinn hélt náttlega að ég væri eitthvað klikk þegar ég bað um far á föstudegi og tilbaka aftur á laugardagsmorgun. Hehe, ég sagði honum að maður hefði nú ekki tíma að stoppa eitthvað. En ástæðan er jú að á laugardeginum er GAY-Pride. Og af henni ætla ég sko ekki missa! Ég var einmitt að spjalla við hana Ingibjörgu, eiganda NASA og hún sagði að það væri sko beðið eftir þessu kvöldi. Þetta væri sko skemmtilegasta kvöld ársins! En ég hvet eindregið þá sem vilja upplifa frábært kvöld með góðri stemmningu og góðri tónlist að mæta á NASA á GAY-Pride :) Og líka að sýna stuðning með því að koma og djóna okkur í göngunni niður Laugarveg :) Allir að sýna lit!!!

 
 

|

laugardagur, júlí 17

Augun mín og augun þín.......

Oh nýja auglýsingin um ofhraðan akstur með Röggu Gröndal er æði. Þ.e sko þess þar sem hún syngur Vísur Vatnsenda Rósu. Hún er náttlega algjör söngsnillingur hún Ragga :) Ég ætti kannski að kíkja á diskinn hennar í búðinni.....
 
Jæja, bara kominn föstudagur og helgin er framundan. Svaka stuð sko. Það styttist óðum í það við fáum íbúðina okkar afhenda. Bara tvær vikur og þá erum við komnir með okkar eigið place :) Kósí pjósí sko!!! En ég get ekki annað gert að en að finna fyrir smá kvíða fyrir þessu öllu........Don´t get me wrong, hlakka rosalega til. En mar er stundum smá lítill í sér, hehe :)
En nú fer að koma að því að maður kannski kíki í búðir og kaupi eitthvað sætt í nýja hreiðrið. Ég hef það á tlfinningu að mamma vilji gefa okkur eitthvað til að gera þetta meira homie :)
 
Úff púff, tíminn er ekki að ríða.....nei líða :) Og ég er að missa vitið úr aðgerðarleysi!!!
Haff paff!



|

miðvikudagur, júlí 14

Hress Fress!

Úja!!! Náttlega bara kominn í vinnu og byrjaður að blogga. Virðist sem ég geri það hvergi annarsstaðar en hér.....
Reif mig upp á fætur í morgun til þess að skella mér í ræktina. En þrátt fyrir smá leti þá kom ég mér af stað og púlaði alveg í heilan klukkutíma :)
Djöfull verður maður hress af þessu að vakna svona og hreyfa sig. Þó svo að vöðvarnir séu nú ekki beint farnir að taka sig þá er líkamlega líðan samt betri. Mar farinn að geta sofið værum svefni og vaknað hress á morgnana. Tala ekki um hvað maður er léttari í skapinu og meira vakandi yfir daginn. En þótt að markmiðið sé að verða eins og Brad litli Pitt og getað gengið niður Laugaveginn ber að ofan, þá verð ég að segja að betri heilsa verður að duga í bili. (langar að benda fólki á að þetta er bara fyrsta vikan í átaki)

En svo styttist óðum í það að við förum að flytja. Hlökkum báðir alveg rosalega til. Enda er tími til komin á þetta.
Svo er bara afmæli í vændum, bara í næstu viku, en þá verðu karlinn minn gamall, hihi. Þessi elska......
Jæja, ciao í bili!

|

laugardagur, júlí 10

Syndir holdsins!!!

Hmmmm. Laugardagur í dag og góða veðrið sem átti að vera er ekki.
En það gerir svo sem ekki mikið til, í Kringlunni er hvort eð er ekkert veður :( Já, nákvæmlega að vinna sko.......Gaman saman!
En við karlar erum bara einir heima þessa helgi. Voða kósý, og erum komnir í svona þægilegan homie feeling. Enda veitir ekki af að fara að æfa sig, þar sem við erum að flytja núna um mánaðarmótin. Kannski að maður lyftir sér upp aðeinsí kvöld og skelli sér í bíó, þó að maður sé að spara.

En ekki er mikið að slúðra um. Voða lítið sem gerist svona almennt sko, allavega sem er þess virði að slúðra um.....
Við Thelma erum allavega byrjuð í ræktinni, þó við séum ekki nema bara búin að fara einu sinni, þá er þetta alveg að gera sig. Næsta æfing er á mánudags morgunin, en þá verður sko tekið á :)
Það er svo skrýtið hvað maður verður miklu hressari við að taka svona á, enda rýkur allt endorfín upp í heila eins og skot :)
Hver veit nema undirritaður geti kannski farið að stunda smá fimleika aftur.......

Vá!!! Bara frumsýning á Hárinu í Austurbæ í gær. Mig langar náttlega geðveikt að sjá þetta. Þó sérstaklega þar sem maður er búinn að leika eitt af aðalhlutverkunum í uppfærslu FG á sínum tíma. Kannast einhver við Voffa??? Jamm og jæja.........Mikið líður tíminn hægt sko. Mollið er náttlega bara tómt :(
Æi, svo sem ágætt til að slaka aðeins á og gera ekki neitt.

Svo á bara gamli minn bara afmæli bráðum. En hann Fjalar okkar rétt nær að koma heim í gamanið :)Sem by the way er á Kýpur!!! Þið sem viljið fylgjast með ævintýrum hans þarna úti kíkið endilega á
bloggið hans. Við erum ekkert smá að öfunda hann. Sól og gott veður, strendur, góður matur......ooooooooo hvað er maður svo sem að hanga hérna???


Smá mynd til að sýna ykkur hvað við erum að missa af!

Cheers mates!

|

fimmtudagur, júlí 8

Svo þreyttur!

Sem sagt, bara kominn í vinnu (aftur) og er þetta ekki litla þreyttur. Við gleymdum okkur aðeins í gær ég og maðurinn minn. En við fórum og kvöddum hann Fjalar okkar, sem by the way fór í morgun til London áleiðis til Kýpur :)
Anyways, ætluðum sko ekki að vera lengi, en enduðum vel fram eftir miðnætti. Úff púff!!! Þreyta.is - lengir dagin til muna!

Nema hvað! Haldiði ekki að Dúskurinn hafi ekki keypt sér heilsuræktakort í gær? Iss piss. Maðurinn bara á leið að verða hunk´r rama. Já, eða allavega að vonast til þess. Málið er að reyna komast í form og auka þolið, sem er alltaf gott :)
Enda er tími til kominn. Þarf bara að ná mér út úr þessum hroka gegn heilsuræktastöðvum og fit fólki og þá er þetta í lagi:)
En ég held að eigi bara eftir að verða soldið manískur á þetta, eða það segir Nalli. Hehe, það yrði svosem mér líkt......
En með öllum kvíðanum, þá hlakka ég bara til :)

Nú og svo fréttir ársins! Við karlar erum búnir að fá íbúð!!!
Fáum hana afhenta núna um mánaðarmótin júlí/ágúst. Gaman saman!!!
Segi ykkur betur frá því seinna, en varð að lauma því inn núna.

So the master plan is today: Að reyna að lufsast í þessa bleble rækt og hreyfa á mér rassinn og kíkja á krakkana í KB á Hressó.
Ég verð sofnaður sko!!

Jæja, ætla að hætta í bili.
Cheers!

|

sunnudagur, júlí 4

Helgin er liðin og vikan rétt að byrja...

Gott kvöld alle sammen!
Bara rétt að kíkja inn og halda síðunni heitri. Sem sagt, helgin bara liðin og vikan rétt að byrja. Það verður svosem ágætt að komast á fyrri vakt þessa vikuna, þar sem ég er ennþá á vitlausum sólarhring síðan í sumarfríinu mínu. Kannski að maður fari að koma sér út úr þessu sleni loksins :)
Anyways, the weekend var samt góð. Voða relaxing og nice. Vann smá í KB á laugardeginu og eyddi svo seinni hluta kvöldsins með ekta manni mínum og hinum manninum í lífi mínu. Við hommarnir áttum notalega kvöldstund sem innihélt bæði súkkulaði og Betty!!! :)
Þegar leið lengra fram á morgun var hégóminn og þreytan farin að taka öll völd og ákveðið var að slútta teitinu.
Sunnudagur.....Já, dagur aðgerðaleysis og leti. Mmmm, voða gott að vakna seint og geri eitthvað voða tilgangslaust og lítið, hehe. Enda þarf maður að hlaða batteríin fyrir komandi vinnuviku, ekki satt???

Ég myndi skrifa eitthvað meira merkilegra og skemmtilegra ef ég hefði frá einhverju að, en þar sem ég er mjög hófvær og róleg manngerð, þá gerist mest lítið á mínum bæ :)

Cheers!


|