Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

þriðjudagur, maí 16

London baby!

Jamm og jæja.
Gamla vinnan að baki og við blasir mér háloftin. Uniformið komið í hús, búið að klippa mig og lita, gjaldeyrin í veskinu og London næsti áfangastaður. Já loks langþráð frí, til að njóta dagsins í dag og éta gott. Góðir vinir að deila minningum með og betri helmingurinn við hlið sér :) Já útlöndin setja alltaf lit á tilveruna og þó sérstaklega núna, þar sem spennandi sumar er framundan og ævintýrin við næsta horn. Aldrei að vita hvað framtíðin hefur upp á að bjóða, enda er það hluti af frábærri sögu, að ekki vita hvað gerist næst.......!

En nú er það rúmið sem bíður, ferðalag á morgun og nautn út í ystu æsar!

|

sunnudagur, maí 14

Congratulations og allt það!

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.....söng einhver fyrir nokkrum árum síðan. Já það er nákvæmlega það sem á sér stað núna. Dagar og nætur líða og óðfluga nálgast sumarið. Við íslendingar höfum verið svo heppnir að fá að njóta blessun sólarinnar og hita hennar seinustu viku, og er það ekki of langt gengið að segja að fólk er snögglega farið að fækka fötum. Þetta hefur þó í för með sér mikinn létti yfir skapinu og skammdegisþunglyndinu sem heyrir til fortíðar! Það er bara að vona að almáttugur sjá sér fært um að leyfa okkur að njóta sumarblíðunar ögn lengur, ef ekki nema allavega út sumarið.

Ég tók mig til eftir margna vikna leti í ræktun á líkama og sál að fara gera eitthvað í mínum málum. Þrusaðist í EAS hér í bæ og og keypti, ekki eitt stykki heldur tvö stykki fæðubótarpakka, allt til að koma mér í form. Ég hugsaðu mér að sumarið yrði tíminn til að rækta allt sem rækta þarf, enda ekki betri tími en það á góðviðrisdögum. Vikan sem nú er að líða hefur því farið í miklar hreyfingar og heilsusamlegt líferni, en þar má nefna innbyrgt heilu kílóin af einhverju sulli sem á að massa mann upp....Ég er ekki frá því að einhverjar breytingar hafa orðið á kauða og það í jákvæðri merkingu :) Að viðhalda útliti sínu og seðja hégómann hlýtur að vera gott......???

Pestin lagðist þó yfir heimilið og lágu hér 3 sjúklingar í bóli sínu mest alla vikuna. Undirritaður var þó hraustur til heilsunar og reyndi að halda sig sem mest að heiman til að ekki smitast, eins og honum einum sæmir. 7-9-13, enn á fótum! Lýsis flaskan var kláruð og kreatínið dælt í sig á súper hraða. Sama hvað það tæki ætlaði ég ekki veikur út til útlanda! Talandi um útlönd, London bara handan við hornið og seinasti dagur í núverandi vinnu einnig. Já.....mikil tilhlökkun!
En svo færist hugur minn að henni Sýlvíu Nótt, en hún fór til Aþenu með fríðu föruneyti snemma í vikunni, en þar er hún núþegar búinn að gera allt vitlaust, að sjálfsögðu allt eftir hennar nefi. Ég get ekki annað en sett upp glott og hlegið með sjálfum mér af upptækjum stelpunar, enda talar hún til drottningarinnar í mér með öllum glam stælum. Svo það er ekkert annað hægt að segja nema: Congrats and fuck you!

|

föstudagur, maí 5

Þankar á ferð og flugi

Var hugsað til þess hve mikilvægt það er að eiga góða að. Í hversdagsleikanum og raunveruleikanum er oft erfitt að sjá hvað er rétt og rangt í lífinu og einföldustu hlutir verða oft mesta basl að ráða við. Svo koma tímar sem eru hreinlega yndislegir og hjartað tekur kipp af æsingi og tilhlökkun. Ævintýri bíður handan við hornið og á endanum er það staðreyndin að geta deilt því, bæði gleði og sorg með þeim er manni stendur næst. Já......ætli það sé ekki það sem mestu skiptir máli að geta deilt reynslu sinni og minningum með einhverjum öðrum en sjálfum sér og get horft tilbaka og brosað......

Í gær kláraði ég seinasta dag af þrem á upprifjunarnámskeiði Icelandair. Skráin er komin út og flug bíður mín í enda mánaðarins. Einbeitinginn kannski ekki í besta stabdi en það sem gerði þetta svo frábærlega gaman var að geta verið með góðum vinum sem setja bros á varir mínar við minnst litla. Hluti af fluffunum mínu voru með mér á þessari upprifjun og klárlega skemmtum við okkur vel saman. En einmitt vegna þess fóru þessar pælingar í gang í hausnum á mér í dag og ég sit með bros á vör hugsandi tilbaka á seinustu daga....

Já, nýr dagur og Dúskurinn búinn að vera soldið latur við að blogga.
Flutningurinn tók frekar mikinn tíma af manni til að geta áorkað eitthvað meira en það sem krafist var af manni, en guð sé lof að sá kafli er búinn og hægt er að snú sér að öðrum meira áhugaverðum hlutum, í næstu viku bíður okkar London og svo óvissan....já það er gaman að vera til!!!!

|