Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

þriðjudagur, desember 23

Jólin, jólin allsstaðar......

Mmmmmmmmm...................OK, búinn að skrifa jólakortin og koma þeim í póst, búinn að pakka inn gjöfunum, búinn að taka til, búinn að sortera í fataskápnum, búinn að skreyta, á eftir að ryksuga og skúra og svo má ekki gleyma að þrífa bílinn líka fyrir jól. Og klukkan er að verða 2............ég finn hvernig ég er að sofna hérna. Afhverju getur sólarhringurinn ekki verið um 30 tímar í stað 24 tíma??? Oj, en bara einn vinnudagur eftir og þá geta jólin farið að skríða inn. En þá verður sko bara notið þess að vera til, étið og sofið og gert ekki neitt. Mmmmmmmmm, mig er farið að hlakka til strax.
Ehhhhh........er farinn að dotta hérna í stólnum, tími fyrir suma að fara í háttinn.
Skjáumst um hátíðirnar!!!

|

laugardagur, desember 20

Hærra og hærra!

Já nema hvað! Haldiði ekki að ég hafi bara dáið og farið til himnaríkis í gær. Frostrósir, okkar íslensku dívur fylgdu mér til himnaríkis og ég grét alla leið. Ég meina það. Díses, ég hef sjaldan farið á eins magnaða tónleika eins og þessa í gærkveldi. Þvílík snilld, þeir voru hátíðlegir og skemmtilegir, allt eins og vel innpökkuð jólagjöf. Að sjálfsögðu sátum við í bestu sætunum. Í fimmtu röð alveg fyrir miðju og gátum nánast fundið fyrir andardrætti dívanna :) Úff, það fer um mig hrollur við tilhugsunina.
Það vantaði bara suma með okkur og erum við sætu strákar alveg viss um að þeir (sætustu) hefðu fílað sig í botn og fellt nokkur tár með okkur lufsunum.

Svo í dag er búið að vera búðarherferð dauðans, alveg frá 11 til 7. Maður tekur þetta náttlega bara með trompi. Klárað allt sem var eftir......ja eða svona næstum. Jólaskrímslið (tréð) er komið upp með mikilli fyrirhöfn, enda búumst við við að gestir þurfa að sitja úti þessi jól vegna plássleysis. Hmmmmmm, ekki að grínast sko. Það þarf nefnilega stjörnukíkir til að sjá jólatréstoppinn sem mamma keypti í fríhöfninni í sumar. Hehe, þetta er farið að líkjast "Christmas Vacation".
Jæja, er hættur núna, er á leið út með henni IDOL.is, við ætlum að fara út og fá okkur að snæða saman og kannski dreypa á smá julevin með.
Skál fyrir okkur!

|

föstudagur, desember 19

"so hurry down the chimney tonight......"

Mmmmmm........jólin eru að koma........
OK. Here´s the deal! Jólapakka vesenið er búið! Allir pakkar komnir......ja eða svona næstum allir, hehe.
Jólaskrautið er komið upp, á bara eftir að skúra og svo er maður að komast í góðan fíling sko :) Nú er bara að pakka öllu saman inn og skrifa á jólakortin, sem er gott mál sko.....

Og í kvöld ætlum við heimilisfólkið á Frostrósir, hlakka voða til, bara við og dívurnar!!!
Kannski að maður drullist loks í the ultimate julefíling í kvöld. En samt verð ég bara að segja að ég er eitthvað voða chillaður á þessu öllu, allt í einu finnst mér eins og allt er bara búið og ég á eiginlega ekkert eftir að gera nema bara bíða. Sem er MJÖG gott.

Oh well......... Jólin eru að koma!!!!

|

mánudagur, desember 15

Ó ljúfa þreyta!

Jæja gott fólk. Sit hérna fyrir framan tölvuna og er að velta því fyrir mér hvað ég á að skrifa um. Uppgötvaði það allt í einu hvað líf mitt er í raun og veru voðalega atburðar lítið. Hmmmmm, vildi stundum óska þess að ég væri einhver uppskálduð kvikmyndapersóna sem alltaf er að lenda í ævintýrum. OK, kannski svoldið overboard, en samt sko. Oh well, ætli það sé ekki bara jólablúsinn að tala núna.
En mér tókst þó að kaupa eina jólagjöf í morgun sem er í í alvöru talað mikil framför. Ég meina að það var náttlega ekkert að gerast í jólamálum hjá mér. Var sko alveg að reyna að koma mér undan þessu innkaupa buissness. Ój!!! Svo eru það þrifinn, hmmmmmm..........já, best að hætta þessu væli of fara að hrista á sér rassgatið. Þetta gengur náttlega ekki lengur. Bara upp með hælana, Cosmo og tusku og maður er til í allt.

Ching-ching! Skál allir!

|

fimmtudagur, desember 11

Ég vann!!!

Jibbííííí!!!!!
Ég vann rauðvínspottinn í dag í vinnunni. Talan mín kom upp og ég fékk stóra vinningin. Sem sagt ég fékk 6 stk rauðvínsflöskur. Sem er MJÖG gott. Loksins að maður fari að græða eitthva á þessu, hehe. En í dag hef ég það á tilfinningunni að verði mjög áhugaverður dagur. Get eiginlega ekki útskýrt það en..........OK, ég veit afhverju......en það er leyndó í bili, híhí! Segi ykkur það seinna. Allavega miðað við hvernig dagurin byrjaði þá vona ég að hann haldi áfram að vera jafn.......góður :)
Spennan eykst!!!

Mmmmmm........let it snow, let it snow, let it snow......

|

miðvikudagur, desember 10

Dagur dagana

Hmmmmm...........Sit hérna in work að drepast úr leiðindum. Rosalega líður tíminn eithva hægt þessa dagana. Törnin í bankanum er búin í bili þannig að er ekkert nema fyrir okkur að sitja og telja tímann. Sem er í lagi stundum.............
En helst myndi ég vilja bara vera heima og taka til. Ég er náttlega búinn að leggja stofuna mína í rúst með saumaskap, það er eins og það hafi orðið kjarnorkusprenging þarna inni. Ekkert jólalegt. Mér tókst náttlega ekki að klára það í gær, beilaði bara og fór út að kveðja góðan vin. Jói sænski er að flytja aftur út, meiri kjáninn hann Jói. *snökkt*
Kom svo heim í gær alltof seint þannig að það var bara farið í rúmið.
En í dag koma Eddi Peddi og Guðný til að búa til piparkökuhús, það verður voða kósí.......Ég þarf bara að drullast til að byrja taka til og skreyta!

Þvílík leti í gangi sko. Hef ekki einu sinni komið mér í það að kaupa neinar jólagjafir. Iss piss maður, þetta gengur ekki lengur.

|

laugardagur, desember 6

Oh crap!!!!

Oh my God!!!!
Dreif mig í Smáralind í dag. Ætlaði sko aldeilis að fá inspiration að jólagjöfum, en nei!!!
Þetta er náttlega bara algjört sjálfsmorð þarna inni. Minnir mig svoldið á svínastíu.......hmmmmmmmmmm.
Anyways, þá komst ég allavega yfir allt sem ég ætlaði mér. Sem sagt að finna hugmyndir, verð og staðsetningu á gjöfunum sem ég ætla að kaupa í ár :) Þannig að ég er nokkuð sáttur.
En í miðju ösinu þá leyndust leyni-hommarnir í Svörtum Fötum að árita nýju skífuna sína. Hehehe!!! Fyndið hvernig menn geta lifað á aðdáun fólks á aldrinum 4-10 ára........eða eitthva álíka.
Well......guess I´m just jealous................Yeah right!
En jólin eru þó að koma, því getur maður ekki neitað. Verð að viðurkenna að ég er kominn í smá fíling fyrir allt fárið. Verst bara að snjórinn hélt sér ekki aðeins lengur. Mmmmmm, let´s just pray and hope.

Það er laugardagskvöld, maðurinn minn er að vinna og ég er að reyna vera voða húsmóðurleg að sauma mérr vesti fyrir næstkomandi jólhlaðborð, eða réttara sagt "Offituveislu" . Er nefnilega að fara á eina svoleis með bankanum um næstu helgi. En til þess að það verði af þá verð ég að líta vel út.........sko, betur en venjulega. Get náttlega ekki bara farið í gömlum druslum á samkuntu eins og þessa. ( Jómbi, you get my drift) Sem sagt, ákveðið var að henda saman einni flík svona á no time. No sweat!!! Maður er náttlega svo fjölhæfur að það hálfa væri nóg.......eða hitt þá heldur...hmmmmmm.

Já........ég meina það sko. En einhver ókyrrð er í mér. Langar svoldið að kíkja út og gera eitthvað. Stelpurnar voru að reyna að draga mig til þess að horfa saman á "Miss World". Halló?????? Ég að horfa á Miss world. Jakk!!!! Nei takk. Held að ég reyni að halda niðri í mér matnum með því að ekki sjá kvennmannsrassa, brjóst og..........segi ekki meir.
Svo ég afþakkaði pent. Kannski ég ég kíki á gömlu hommana í 101. Maður getur alltaf farið í smá sjálfsáðdáun hjá þeim og leyft dívunni að brjótast út. Hehehe! We´re fab!!!
Eða þá að ég haldi bara áfram mínu striki og saumi...........Oh my God, how old am I?????
Ætla að spæla þetta aðeins. Allavega hendi ég helv......vestinu saman áður en ég geri eitthva annað. Samt eru góðar myndir í imbanum tonight.......hmmmmmmmmmmmmm.......Þetta þarf að spekulera :)

Jæja, allar mínar stjörnur!!! Until we meet again!
Ta-Ta!!!!

|

þriðjudagur, desember 2

Djíses!!!!!

OK!!!!
Sorry allir! Skildi bara bloggið eftir í einhverju rugli.....Hmmmmm, ekki líkt mér sko, en samt. Hvað var ég allavega að baula???
Æ, jú, alveg rétt, þetta var um helvítis kerlinguna sem ég lenti í í Blómaval um daginn!
Hmmmphh!
Já þessi helvítis ...............jamm segi ekki meira sko. En viljiði´í alvöru heyra söguna (þögn er sama og samþykki)

SKO!
Ég dreif mig um daginn með pabba og mömmu í blómaval. Við ætluðum aðeins að kíkja á jólaskrautið og kaupa okkur eitthvað fallegt fyrir aðventuna. Nema hvað, við enduðum náttlega í Blómaval, þar sem alltaf er hægt að finn eitthva flott sko.
Allavega var ég eitthva að browsa og kom auga á þessi rosalega flottu kerti. Hmmmmmmmmmm.............
Þessi saga er ekki að hljóma eins vel núna svona eftir á..........Better skip it!
Þetta var hvort eð er ekki svo merkilegt, bara eitthva helvítis væl, býttar ekki!

Úff maður! Kominn heim úr geðveiki dauðans. Vill einhver skjóta mig í hausinn sko! Þetta er náttlega ekki í lagi sko, þessi mánaðarmót. Þetta er án efa verstu mánaðarmót bankamanna ever.......svona fyrir utan kannski júli/ágúst. Hmmmm.....já þau eru verst. Anyways!!!
Hvað er málið með fólk eiginlega???
Kemur með haug af reikningum, kannski svona 12 greiðsluseðla og 7 gíróseðla til að borga. OK. En að koma með þetta óopnað og opna þetta í allra fyrsta skipti fyrir framan gjaldkeran er náttlega ekki í lagi. Svo er byrjað að sortera hvaða reikninga á að borga. Halló!!!!!!
Mér finnst fólki ekki koma það við hvaða reikninga ég borga. Og að standa fyrir framan 30 manns að sortera reikningana sína og ekki einu sinni vita hvað þarf að borga og hvað maður á til fyrir..........*hnuss* Hneyksli!!!!!!

Hehe!!! Einn að meika það sko. híhí!
Jæja ætla að fara drulla mér fyrir framan imbann. Amazing Race er byrjað.

Smell you later!!!!

|