þriðjudagur, ágúst 12

Er pest að ganga, eða er ég aumingi?

Jæja alles!!!
Þá er maður komin í buisness! Bloggið mitt er komið af stað og ég er kominn sem link hjá Fjalari. Sjálfur er ég ekki að fatta hvernig ég á að koma því inn á mína eigin síðu.......I guess I have to call somebody!
Karlinum mínum fannst bloggið mitt rosa flott, en það er svosem ekki að marka, honum finnst alltaf allt flott sem ég geri, híhí!!! Þessi elska......... Nú er bara að reyna að koma honum af stað að blogga eitthvað, hann þykist nú vera svo góður penni. En svona í alvöru, þá finnst mér þetta blogg dæmi alveg ágætt. Sérstaklega þar sem við skötuhjúin erum að fara til útlanda - Cyprus, deux point!!! Dúllsurnar í 101 blogguðu á fullu í Barce og þar af leiðandi fékk maður fullt af feedback frá ferðinni þeirra. Þannig að ég skellti mér bara á eitt blogg fyrir liðið. Enda "rebaja" á blogspot, hehe!

Og hvað svo??? Hvað get ég sagt ykkur.........
OK. Annað hvort er einhver pest að ganga eða þá er ég ólettur. Morgunógleði og magaverkir eru að hrjá mig þessa dagana. Mmmmmmm, já pottþétt ólettur!!! Enda er Namibíu-maginn farinn að láta sjá sig. Iss maður..........En ég er ekki að fara fá magaflensu, 7-9-13, ég fæ aldrei magaflensu! Ég drullaði mér samt upp úr rúminu í morgun og hlunkaðist í vinnuna. Sit svo hérna fyrir framan tölvuskjáinn og er að reyna dreifa tímanum. Mikið líður hann hægt. Það er sama sem EKKERT að gera hérna í bankanum. Eyði deginum í það að chatta á MSN, skrifa bréf til Sverige, blogga og auðvitað að sortera peninga, en eins og fáir vita þá er það verk nokkuð skemmtilegt :) Ljótir seðlar fara í einn bunka og fínir í annan. Annars er maður alveg búin að missa alla tilfinningu fyrir peningagildi. Í augun mínum eru þetta alltsaman bara pappírs sneplar sem ég handfjalla dag eftir dag - "Millions upon millions upon millions!" Hehe, jájá I know, you´re all saying: Shut up!!! En endilega,ef eitthvað af mínum vinum (fyrir utan Theru) getur chattað við mig á MSN til að láta daginn minn líða hraðar, þá let me know, I´m all ears!

Í gærkveldi sátum við hjónakarlarnir að horfa á mynd á stöð 2. "The Laramie Project" - sannsöguleg mynd um hrottalegan atburð sem átti sér stað í smábæ Wyoming í USA 1998. Ungum samkynhneigðum manni var misþyrmt illilega og að lokum myrtur. Man einhver eftir þessu morði??? Well, myndin er góð. Hún fær mann til að stoppa og hugsa um lífið og tilveruna. Ekki bara sem samkynhneigður, heldur líka sem manneskja. Hversu mikið hatur og illska er til í heiminum og hvað maður stýrist af henni. En myndin fær mann einnig til að hugsa um allt hitt, allt hið góða, trúna, vonina og að meirihluti fólks í heiminum trúir á mannréttindi, frelsi og frið. Tilvera samkynhneigða, blökkumanna eða annars fólks sem talið er öðruvísi er alltaf batna. Málefni fólksins sem ekki sást er orðið sýnilegt og allt mjakast hægt en örugglega í rétta átt. Ég held bara að spurningin sé að ekki örvænta og alltaf trúa á það að allt verði á endanum gott. Svona eins og í ævintýrunum, hihi!
Vá maður, minns bara orðin svaka heimspekilegur, hehe. I´m so great, muahahaha!

Jæja, nú er ég búin að takast á við daginn, magakveisuna og alheimsvandann. Hva meir??? Hmmmmm........
OK. Nú eru bara 23 dagar þangað til við förum út, hihi!!! Er fólk kannski orðið þreytt á þessu væli í mér, well tough luck!!! Þegar maður hefur ekki farið í 3 ár til útlanda þá er það ósköp eðlilegt að manni hlakki nú til. Það verður sko bloggað reglulega frá Cyprus og Angient Egypt reglulega, bara svona til að minna ykkur hin á hvað við höfum það gott þarna úti, í hita og sól, strendur, góður matur og pýramídar!!! Sjáið til, hún Tína Babúska ætlar að lána okkur kjánunum kjölturakkannn sinn á meðan við sleikjum sólina. Hahaha!!! En hver veit nema við kaupum eiithvað sætt handa ykkur lesendum góðum, svona "souvernier". Hver og einn tekur það til sín sem þetta á við. *blikk*
Annars dauðlangar mig einn svona kjölturakka. Þetta er í raun bráðnauðsynlegt, fyrir utan það hvað maður lítur pro út. Ég meina lookið er allt!
En þegar ég kem heim þá verð ég orðin súkkulaði brúnn all over! OK, sorry suðusúkkulaðu brúnn þá, má víst ekki móðga þá sem lýsa upp myrkar nætur hérna á klakanum - You know who you are!!!

Var einmitt að lesa bloggið hans Fjalars, hann er víst sá eini sem eitthvað hefur að segja, þið hin eruð ekki að standa ykkur (Nalli, Jómbi) Og by the way Fjalar, já ég mun halda áfram að skjóta inn aldurskommentum svona af og til. Ég meina, what are friends for? :) Og hér kemur ein: Langar þig í botox eða ferð til Kanaríeyja í afmælisgjöf? Hef heyrt að Hrafnista er með hópferð þangað - Á ellimannaafslætti!!! Muahahahahahahahaha!!!!! Æi nú er ég bara leiðinlegur.is.
Ég er örugglega ekki alltof vinsæll núna, þar sem 3/5 af vinahópnum eru komnir hálfa leið í gröfina. But I do love ya all!!!!

Kom heim í gær eftir vinnu og sökkti mér í líf vina minna - The Sims! Þetta er pottþétt besti leikur sem hefur verið fundinn upp. Ég algjörlega lifi fyrir þessi kríli. Svo er maðurinn minn auðvitað búinn að gefa mér ALLA viðbótarpakkana, þannig að ég á allt safnið, sem er MJÖG gott! Akkurat núna er ég búinn að búa til þetta sæta par sem er nýtekið saman. Hann heitir Armande og vinnur sem áhættuleikari. Hún, Katrine er upprennandi söngkona í anda Christinu Aguilera. Þetta er allt að koma til og rómatíkin að blómstra. "Couldn´t you just die"?
OK, OK. Þetta er farið að hljóma sad, en samt. Hugsið ykkur, þetta er svaka fjör. Svo, getur maður búið til hommapar líka, SPES!

Jæja ég er OFF. Enda komið gott í bili.
Best að fara telja peninga eða eitthva :Þ
See ya all soon!

|