Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

þriðjudagur, júlí 24

Fallegir kroppar sem meðal við ofnæmisviðbrögðum við hollustu!

Á sumri hverju fyllist ég þreytu og vanlíðan. Fyrir okkur ofnæmissjúklingana er hásumar með sól og blíðu ekki alltaf okkar heitasti draumur. Þegar fólk hleypur út á stuttbuxum í góða veðrið loka ég hurðinni og gluggum og reyni að ímynda mér hávetur með snjó og kulda. Já, verður að viðurkennast að þetta er fremur dapurlegt og skapið í stíl við það..........Það er ekki gaman að breytast í moldvörpu þegar aðrir verða að fiðrildum. Ætla mætti að þar sem ég vinn mikið fyrir ofan skýjin og oft á tíðum lítið heima hjá mér að veðurfarið hefðið lítil áhrif á mig, en það kom verulega í ljós í vinnunni að einn flugþjónninn hnerraði í sífellu framan í farþegana með hor í nös. Ekki fögur sjón þar á ferð og hef ég átt mun skárri daga útlitslega séð!
Í öllum hnerranum, horinu, blóðnösunum og bólgnu augunum (og bólgna maganum vegna loftþrýstings) kviknaði ljós í myrkrinu. Minn betri helmingur fann upp á þeirri snjallræðis hugmynd að flýja land í viku og baða sig í sól á Spáni. Ég sé núna að þetta var ekki bara góð hugmynd heldur einnig frábært læknisráð, þar sem enginn hnerri kom né hor í nös. Í ofan á bót losaði ég mig við gulu slikjuna sem einkennir hörundslit minn og skipti um ham. Vissuð þið að latte brúnn er litur sem er mikið inn núna???

Spánn er æðislegt land. Þar er veðrið æðislegt, sól og hiti. Loftslagið enn betra, þar sem gróður og fræ þyrlast ekki um eins og hér á landi. Ekki má heldur gleyma öllum yndisfögru líkömunum sem príða fallega sveina, sprangandi um berir að ofan með vöðvana ólíuborna. Var ég ég búinn að segja ykkur frá latte brúna litnum??? Við kynvillingarnir komumst fljótt að því að til Spánar þyrftum við að flytja. Ekki endilega vegna flotta kroppana sem gaman var að horfa á, heldur að svo virtist að allir landsmenn virtust öðlast þennan vöxt einungis vegna veðurs. Það útskýrir gúrkutíð í flottum og stæltum líkömum íslendinga!!! Já..........Spánn eða eitthvað annað suðrænt land er líklega málið.....Ég sé hvernig latte liturinn breytist óðfluga í gulakenndan sinnepslit :(

Var ekki fyrr lentur á klakanum úr fríi að ég stökk út í næstu vél til Ameríku. Ekki frí þar á ferð heldur vinnan sem kallaði eftir þjónustu minni. 200 farþegar allir æstir í mig, með bjöllum og tilheyrandi. Ég lifi svo spennandi og eftirsóttu lífi........LOL! Sú ferð varð sú skemmtilegasta, enda gaman með eindæmum að eyða sólarhring með góðu samstarfsfólki í mat og drykk erlendis. Kom heim í barnaafmæli. Ástin varð árinu eldri.........Það er bara að vonast að hann komist yfir gelgjuskeiðið í þetta skipti, en dæma af pökkunum sem honum voru gefnir, þá minnti það einna helst á 10 ára afmæli mitt..........fyrir 7 árum síðan!

Ég byrjaði detoxið mitt formlega í dag hátíðlega! Þar sem leti og slen (ofnæmið) hafi einkennt karlinn undanfarna mánuði, var ákveðið í Kroppaparadís (Spáni) að ekki var annað hægt en að byrja að koma sér í form aftur og lifa heilsusamlegu lífi. 10 daga detox til að byrja með og hreinsa líkaman af öllum óþvera síðastliðna mánuði. Allur brasaður matur út, kartöfluflögur, sælgæti, gos bannað. Áfengi og sígarettur í algjöru banni! Grænt te, trefjar, grænmeti og ávextir í fyrirrúmi næstu daga. Mér var hugsað til flottu kroppana þegar ég skolaði súkkulaði kökunni og smurbrauðstertunni og namminu síðan úr afmælinu niður með Coca Cola.
Hver er tilgangurinn, ég hvort eð er bý ekki á Spáni!!!

|