Nýr háls í skóinn!

Jólaundirbúningur er í hámarki, en við karlar erum með hendur fram úr ermum í þeim málum (þar með talið horið og tisjúpakkann). Við skelltum okkur í vikuferð vestur eftir til Nýju Jórvíkur og Boston til að versla jólagjafir og slaka á. Ameríka er æðislega. Hún tekur á móti manni með fagnandi hendi og maður langar varla til að fara heim.
Í New York eyddum við 3 dögum í að skoða okkur um, borða og drekka og njóta samveru hvors annars. Þó svo að þetta séu kunnuglegar slóðir, þá hefur einhvern veginn aldrei gefist tími í að almennilega skoða borgina og njóta alls sem hún hefur upp á bjóða.
Á fjórða degi tókum við svo flug yfir til Boston en þar beið okkar hótel og verslunarleiðangur mikill. Þóra vinkona og Gunni voru einnir í heimsborginni miklu og hittumst við til að snæða saman og njóta góðra kvöldstunda!
Fyrir framan mig standa svo jólapakkarnir tilbúnir. Jólakortin eru næst, en planið er að koma þessu öllu út um helgina (ja svo fremur sem ég verð ekki enn rúmliggjandi). Jólaösið er á komið á fullt í búðinni hans Nalla og ég að vinna fram á aðfangadag. Svo það er gott að vera búinn með þetta tímanlega og hægt að njóta aðventunar að einhverju leiti......
Nú er bara að losa sig við flensuna og hálsbólguna og taka jólin með trompi!
Ætli jólasveinninn setji meðal í skóinn???
|
<< Home