Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

laugardagur, febrúar 28

"Og sofnaði bara í klofið á sér........."

Jújú, það er ekki að spyrja að því að sjaldan fari maður og lyfti sér upp.
Ég og minn maður fórum náttlega út á lífið og fengum okkur að snæða í boði KB-banka. Kringlan fór og fékk sér smá í gogginn og örlítið í vinstri löppina líka í gær. Þetta var voða nice sko. Maturinn góður (allavega í töku 2) og selskapurinn fínn. Ég held bara að mushinn minn hafi náð að blanda geði við þetta blessaðins bankafólk. Enda var þetta góð upphitun fyrir árshátið of the year!!!
Svo var bara haldið heim eftir nokkur rauðvínsglös og líkjöra og undirritaður farinn að hrjóta upp í rúmi nánast um leið og hann álpaðist inn um hurðina :) Je minn einasti, ætli það sé líferni á einum bæ..........

Svo átti ég að vera á kóræfingu núna, en ákvað að skrópa. Pabbi og mamma eru að fara til Flórída á eftir og við þurfum að skutla þeim út á völl (Saga class og alles). Ætli ÞAÐ sé líferni á einum bæ..........
Hmmmmm..............svo ég ætla að vera latur í dag (ekkert frekar en aðra daga), Thelma hringir á eftir og djónar okkur körlum við (thelma og ég) ætlum að detta í það, virkilega almennilega, éta djunkfood, nammi of reykja eins og svín. And we´re gonna look like hell afterwards :)
That´s life sko!

Þangað til í þynkunni á morgun!
Ciao bella!

|

föstudagur, febrúar 20

Oh Oh Oh, totus floreo.......

Helgin er að koma!!! Helgin kemur senn........
Bara FÖSTUdagur og minns bara kominn í fíling. Nú verður sko djammað og djúsað!!! Datt í hug að byrja með góðum hommafíling í kvöld. Blöndum saman góðum amerískum gaman þáttum og snilldar góðri söngkeppni. Endilega bætið í einhverjum sleezy mat og nammi og síðast fjórum góðum hommum. Hristið!!! Njótið!

Laugardagurinn verður í hápunkti, en þá er ætla ég að láta allt ráðast. Það er spurning að lifa svoldið á brúninni :)

|

fimmtudagur, febrúar 19

Eyðimerkursól og úlfaldar!

Í dag er Kringlan opin til kl. 21:00. Áhugasamir kíkið endilega við og verslið eitthvað!
KB-banki býður upp á hagstæðustu innlánsvexti á landinu, komið við í útibú bankans og við munum gefa ykkur betri upplýsingar varðandi þessi mál. KB-banki, banki nýrra tíma!

OK!!! Sjáiði hvað ég hef EKKERT að gera hérna í vinnunni! Er farinn að auglýsa þær stofnanir sem ég vinn í. Þessu þarf að linna!!! Ég held að geðheilsann sér eitthvað farin að raskast um þetta leiti..........
En ég hugsa hlýlega til helgarinnar sem er í vændum og ég ætla sko að hitta sætu strákana mína, spurning um að gera annaðkvöld af einhverju cósy??? Svona Queer IDOL hangout evening! Hvað segist um það "arm-fetish-boy"? Nú ef þú ert ennþá með einhverju ellikomplexa, þá getum við alltaf slegið þessu upp í kæruleysi og farið úr fötunum og sannað að gamlir menn eru líka menn!!!!! Enn er glóð í öskunni............eða eitthvað svoleis...............Djúsí belja!

OK. Ég er búinn að finna mér nýjan HOTTIE til að slefa yfir. Sem sagt búinn að bæta í safnið sko :)



One can just sit and drewl over this beauty!!!
Ethan, will u be mine...........

Ciao bella!!!

|

miðvikudagur, febrúar 18

Mmmmm.........leti, leti, leti!!!

Ohhhh, hélt að ég myndi aldrei koma mér upp úr rúminu núna áðan. Það var svo gott að kúra sig undir sænginni og hlusta á þetta ógeðis veður fyrir utan gluggann.
Besides, ég þarf ekki að byrja vinna fyrr en eftir hádegi , svo ég er í algjöru letifíling. Ákvað bara að blogga smá og sötra mitt drykkjarjógúrt :)
Var að lesa bloggið hans "arm-fetish-boy" og það virðist sem einhverjar elli pælingar séu í gangi þar. Ekki það að hann Fjalar hafi einhverjar áhyggjur á ellinni, þetta er meira spurning um hégóma og alhliða áhyggjur af komandi kynlífi á efri árum :)Don´t sweat honey! Sex is overrated, you can do fine on your own! Besides, margir á MÍNUM aldri myndu glaðir vilja taka þig, hehe!!!

Annars verður að viðurkennast að ég er sjálfur kominn í smá pælingar um þessa elli, eða kannski ekki þessa elli, frekar "growing up". Mér finnst þetta hrikalega tilhugsun að maður sé orðinn fullorðinn :( Allt í einu þarf ég að fara hugsa um hvað ég segi og geri, borga reikninga, haga mér actually eins og maður.......hmmmmmm. Ekki gott sko. Don´t get me wrong here, I´m still young. Bara ekki rosa ungur, eða þannig................Oh never mind! Eins og ég hef alltaf sagt, ostar og vín skána með aldrinum það geri ég líka :)
Jæja, skál í boðinu!
Er farinn upp í rúm aftur, bara í smá stund.
Ta - Ta!!!

|

laugardagur, febrúar 14

Les voici, voici la quadrille, la quadrille..........

Kominn heim af 3 tíma kóræfingu, pheeeew! Svaka stuð sko, en röddin er kannski ekki beint vöknuð snemma á laugardagsmorgni fyrir háa tóna. Talandi um að maður er búinn að vera syngja í falsettu í allan dag :/
En OK, þetta var fjör og kom manni almennilega í moodið fyrir helgina, raddböndin vöknuðu og hausinn með. Hmmmmmmm.....kíkti svo aðeins í Smáralind, bara rétt til að athuga hvort það væri ekki eitthva spennó komið nýtt í búðirnar. Fann mér reyndar skó sem mig langar til að kaupa mér.............með skósýki.........
Ætli maður taki því ekki bara rólega um helgina, karlinn er veikur og ég er latur eins og hestur......eða á maður kannski að segja belja......mmmmmmmmmm. Djúsí belja!!! mauahahahaha!
Anyways, önnur æfing á morgun, so one has to take it easy. Ætli það sé eitthvað skemmtilegt í imbanum í kvöld.
Kannski eins og í gærkveldi, vá talandi um sjónvarpsmaraþon dauðans!!! Já, maður getur sko dáið hamingjusamur eftir kvöld eins og þetta.........................I suck!!! Verð að fara eignast eitthvað raunverulegt líf sko. *dæs*
En hvað, haldiði ekki að ég þurfi að troða upp með skemmtiatriði á árshátið KB!!! Ég meina það sko. Hef ekki glóru hvað ég á að gera. Syngja, dansa eða kannski bara segja brandara.......hmmmmmmm, þetta þarf að pæla sko. Týpiskt ég að koma mér í eitthað svona sem gerir mig að algjöru fífli :) hehe Thelma vinkona sagði mér reyndar að hætta að væla, þar sem ég hef gaman af athyglini........Do I??????
Kannski maður taki þetta í rassgatið og geri þetta með trompi og syng kannski eitt eða tvö lög..........CRAP!
Jájá, sjáum til!

Jæja, best að fara að halda áfram að gera ekki neitt. Mér líst vel á þá hugmynd :)
Ég væri nú samt alveg til í að hitta sætu hommana okkar í kvöld.......sjáum til hvernig minn maður verður í kvöld.
Þangað til næst.

|

miðvikudagur, febrúar 11

Nr. 325 gjörið svo vel!!!

Oh man!!! Skjótið mig í hausinn. Ég er að mygla hérna í þessari stofnun........ Það er bara miðvikudagur og vikan líður bara OF hægt. Helgin hvarf eins og ég veit ekki hvað og sú næsta nálgast ekki nógu hratt. Hmmmmmm........
Úff, ég er búin að skoða hverja einustu síðu á netinu, mér leðist, er í vondu skapi og langar að vera heima og lufsast eitthvað! Ble!!!!!!!!!!!!!!
SVo langar mig endalaust í djunkfood, sem er ekki í lagi. Eitthvað þarf að gerast sko.
Jæja, reyni að finna eitthvað nýtt að gera...................Wish me good luck!

|

fimmtudagur, febrúar 5

I´ve been around the world!

Jæja, fann þetta rosalega flotta "gimmick". Kort sem sýnar öll þau lönd sem ég hef farið til í heiminum.



Já, maður hefur víst gert þó nokkuð af því að ferðast í gegnum árin, svona fyrir utan þau lönd sem maður er fæddur í og hefur búið í..........
Hvað er svo að frétta af gamalmenninu???
Allt gott bara! Átti þennan yndislega afmælisdag um daginn. Eyddi ótrúlega góðu kvöldi með ótrúlega góðum vinum og fékk ótrúlega flottar gjafir. Takk fyrir mig!
En það er mjög spes hversu fullorðinn maður er orðinn, en mér er hugsað til orða Ellu frænku; "Well, look at us (Ella, Fjalar og Nalli), do we act grown up???"
Svo ekki! Þannig að ég býst við að ég verði gelgja næstu 10 árin í viðbót, hehe :)

|