Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, maí 26

Summertime, and the living is easy....

Jæja. Sumarið komið, sólin farin að skína og fuglarnir syngja sitt hæsta.
Ég sit sem sagt innilokaður í helli dauðans alla daga og sé ekki út úr augunum.....hvað þá sólina...... En allt er gott sem endar vel, og finnst að hlutirnir virðast ekki ganga í manns eigin hag þá er bara að teygja sig eftir þeim og láta þá gerast!

Sumarfrís hugleiðingarnar eru á enda og allt er klappað og klárt. Við karlar erum á leið til höfuðborgar fjör og gamans þ.e. LONDON!!! Það var bara hrökkva eða stökkva og skella sér á eitt stykki utanlandsferð, sérstaklega þar sem verðið var ekki til að tala um. Svo án þess að tala við mann eða músa pantaði ég far handa mér og mínum. Þar sem við fórum til sólarlanda í fyrra þá var ákveðið að stefna á eitthvað meira menningarlegt og soldið svona civiliserað og fara til borgar sem aldrei sefur.......eða var það önnur borg.....hmmmmmmmmmm. Anyways! Þetta verður góð afslöppun til að gera bara ekki neitt, versla, éta, versla og éta meira og......bara já...mmmmmmmm!
Það eru sem sagt 3 vikur í herlegheitin takk fyrir góðan daginn. Bon voyage!

Annað er ekki mikið að gerast í mínu lífi um þessar mundir. Same old shit, eins og þeir segja "in the states"! Það er eitthvað að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að drullast til að kaupa mér eitt svona kort í svona kroppastöð.......langar ekki að vera einhver hræsnari og þykjast vera æfa rosa healthy og svo gera það ekki.....Annars er þetta bara spurning um staðfestu, ekki satt? Svo líka það að kroppurinn minn mætti nú alveg fá smá treatment sko, hmmmmmmmm! En hvað get ég sagt???

Jæja, best að fara að gera eitthvað að viti, þótt ekki nema sortera í fataskápnum sínum.....
Ciao!

|

sunnudagur, maí 23

Go da´!!!

Jæja gott fólk. Kominn aftur í siðmenningu nútímanns!!! OK. Sumir búnir að vera latir við að koma einhverju niður hérna og það er ennþá laugardagur á minni síðu, hehe.
En ég ætla svosem ekkert að fara blaðra mikið, meira bara smyrja aðeins bílinn eða öllu heldur bloggsíðuna mína.

Mar er sem sagt búinn að vera að brasa svoldið mikið þessa dagana við hina ýmsu hluti. Fullt er búið að gerast, ekki allt sem er þess virði að segja frá, but that´s life!
Nú er ég þó allavega kominn í sumarfrís hugleiðingar og hlakka mikið til. Spurning er bara hvað ég á að gera af mér.......og hvert mig langar að fara.......

Smell ya all later!!!

|

laugardagur, maí 1

Í dag er laugardagur....

Já og menn segja að helgarnar gera gæfumun. Hmmmmmm.........What crap!!!
Í dag er sem sagt laugardagur og mér finnst alveg eins og það sé mánudagur, eða einhver annar leiðinlegur dagur. Ég fékk útborgað í dag en meira en helmingurinn fór í eitthvað sem þurfti að greiða. Svo þið getið ímyndað ykkur hvað það er mikið eftir....Hvað er svo að frétta???
Let me see........OK. Fékk bréf sent frá Svíþjóð með þeim skilaboðum að ég kæmist ekki inn í Textilháskólann sem ég var að sækja um þar. Ekkert voða surprise sko, en það verður samt að viðurkennast að "my good spirit" dalaði aðeins. Ég er svosem ekkert að svekkja mig mikið yfir þessu.........er bara smá vonsvikinn, that´s all.
Svo er bara að bíða eftir svari frá Danmark, vonum að þaðan koma betri svör.......jú og svo náttlega LHÍ. Var náttlega í inntökuprófi þar um daginn, en ég hef eiginlega ekki glóru um hvað mér finnst um það próf. Við vonum bara það besta og krossum fingur. Ég veit bara það að ég þarf að fara bráðlega á geðlyf eftir þetta. Óvissa er slæmur hlutur og þessi tími er sko búinn að vera óvissa!!! En dána fólkið fyrir handan sagði mér að góðir tímar væru framundan. Ég verð víst bara að treysta þeim og leyfa hlutunum að gerast. Enda ekki annað hægt að gera.....

En í dag ætlaði ég að reyna að vera duglegur. Stúdentin hennar Thelmu er framundan og ég þarf að fara að rubba útskriftarfötunum hennar af. Svo ég ætla að fara að hendast í RL-magasín og kaupa léreft. Þarf að búa til snið af jakkanum og byrja fitta hann. Pilsið er til og toppurinn mætir afgangi.....hmmmmmm, jájá, þetta hefst alveg. Mar er ekki lengi að rubba einu dressi rétt sé svona, hehe :)
Besides, það er alveg svona ekta "inni-duglegur-dunda sér-vinnu-veður" í dag. Kalt og hráslagalegt.
So, so long for now. See you later alligator!
Ciao!

|