Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

föstudagur, mars 25

Kjána Dúskur, en nennir ekki að svekkja sig!

Jæja silly billy sko. Já bara vika í árshátíð KB og Dúskurinn tók ákvörðun um að setja saman eitt dress og taka þetta út á kæruleysinu. Fór og shoppaði slatta af efni í jakka og dreif sig svo heima og setti saman eitt stykki buxur. En þegar komið var að jakkanum fannst ekki sniðið og tíminn tikkar. Jamm, hefði svosem átt að athuga með sniðið áður en efnið var keypt, hehe!
Kannastu við þetta Jómbi minn???
Jæja, smá svekktur, þó mest vegna kjánaskapsins að ekki hafa tékkað á sniðinu áður en peningunum var eytt. En OK, fer þá bara í jakkafötunum hinum sem hanga inn í skáp og by the way, þeim einu sem undirritaður passar í!!!
Uppgötvaði það um daginn að allt virðist passa eitthvað akkurat eða tæplega það......Já, var víst ekki búinn að gera ráð fyrir því að stækka allur með þessu átaki mínu í ræktinni. Rassinn er allur orðinn kúlulaga og "stór" og brjóstkassin farinn að þenjast út í skyrtum og peysum.......
Don´t get me wrong, finnst þetta æði, en hef bara ekki reynslu af því að ekki passa í fötin mín allt í einu, allavega ekki á þennan veg.
Oh well, þýðir ekki að svekkja sig meira á þessu, efnið verður að bíða til betri tíma :)

En eins og flestum er kunnugt þá er komið páskafrí og ég er svona frekar eyrðarlaus. Þó svo að saumaskapurinn hafi svosem átt mest allan huga minn, þá finn ég fyrir því að ég er ekki of comfortable í þessu fríi. Enginn vinna og enginn skóli.....Kannski að maður taki upp skólabækurnar og reyni að nýta tímann.....
En næsta vika er pökkuð bæði í skóla, vinnu og skemmtanalífinu. Verkefnin hrannast upp í KB og svo er ég á leið í Leifsstöð í smá flugvéla-ævintýri með fluffunum sætu. Nú svo á föstudaginn er "fluffu fýllerí #2", enda höfum við krakkarnir beðið spennt eftir þessum degi :)
Núna verður Mexico-þema, og mikið dansað og drukkið, salsa tónlist og margaritas!
Nú svo daginn eftir er KB-hátíðinn, svo það þarf að hengja Dúskinn upp á snúru eftir á :)

Við fluffurnar uppgötvuðum að það liði í raun vika þangað til við sæjumst næst og vorum ekki alveg viss hvernig við áttum að höndla það. Þegar maður er farinn að eyða svona miklum tíma, marga daga vikunnar með einhverjum þá allt í einu fær maður fráhvarfseinkenni. En mér finnst þetta bara cool, að hafa hitt svona frábæra krakka til að deila svona skemmtilegri reynslu með :)

Jæja, búinn að losa mig við gremju dagsins (saumaskapurinn) og get haldi áfram að "slaka á" í fríinu langþráða. Þangað til næst.

Ciao bella!

|

þriðjudagur, mars 15

CRAZY!!!

Já og dagurinn bara búinn að líða svona rosa hratt! Ég er bara kófsveittur eftir annasaman dag, enda erum við Ágústa búin að hafa nóg að gera við að skipuleggja hér kynningu og fyrirlestur um vinnuna okkar hérna. Mér sýndist að allt tókst vel og fólk rather sátt við okkar starfsemi hér. Sem sagt dagurinn bara búinn að líða eins og skot og ég bara sáttur við frammistöðu mína í dag. Búinn að klára það sem ég ætlaði mér og fá að sjá öll andlitin sem ég er í svo miklum samskiptum við alla daga. En ég verð að gefa rosalegt hrós til krakkana sem eru að vinna hérna fyrir okkur. Here´s to you guys!!!

Svo er það bara fluffuskólinn í kvöld......AFTUR! Nei,nei, þetta er fjör mar. Svaka stuð, enda eins og ég hef sagt svo oft, frábær bekkur! Nú fer að styttast í að við fáum að komast í smá action og verklegi hlutinn fari að hefjast. CRAZY! Já, orð dagsins......Orð ársins!
En svo eru það páskarnir! Þar sem að árshátíð KB banka er starx í kjölfari þeirra þá ætlar undirritaður að taka sig til og reyna að lufsast til að setja saman eithvað flott outfit. Já, það eru ár og aldir síðan ég settist fyrir framan saumavélina og ég vona bara að ég kunni ennþá að taka snið.........
Jæja, best að fara að koma sér, eða allavega að reyna að ganga frá einhverju áður en ég fer.

Ciao!!!

|

miðvikudagur, mars 9

Dagurinn í dag....

*geisp* Eru þið að grínast???? Ég er gjörsamlega að sofna í klofið á mér hérna. Talandi um að fara snemma að lúlla í kvöld. Pottþét!!!
Fluffuþjálfunin er í fullum gangi og ég hef ekki skemmt mér eins vel lengi, lengi. Gaman saman! Fyrir utan það hvað námið er skemmtilegt og áhugavert þá eru bekkjarfélagarnir algjör snilld. Eftir fyrsta partí urðum við náttlega öll rosa góðir vinir, og erum nú þegar byrjuð að plana næsta :) Það eru bara 11 vikur að útskrift, en þá erum við öll orðin flugliðar Icelandair :) Snilli brilli! Sumarið á eftir að vera blast!
En því miður þurftum við að kveðja einn bekkjarfélaga okkar, sem gat ekki haldið þjálfun áfram vegna tæknilegra atriða. Mjög leiðinlegt.......Hópurinn er orðinn svo náinn að þetta var eins og að missa einn úr fjölskyldunni.

Var að enda við að klár hérna smá dæmi varðandi sófasettið okkar. Týpiskt að þurfa gera veður útaf hlutunum til að fá inn smá hugsun í fólk nú til dags. En þar sem ég er í framlínu KB banka og væntanlegur flugþjónn Icelandair, þá varð maður víst að taka á hlutunum með háttvísi og kurteisi. Þó svo að ég var kominn í gír til að blása út, þá býst ég við að hinn kosturinn hafi verið betri.

Jæja, vinna, vinna, vinna.........zzzzzzzzzzzzzzzzzzzz!

|

laugardagur, mars 5

Saga Buisness Class, that´s my thing!

Bonjour a tout le monde!Jamm og jæja, búið að vera soldið mikið að gera seinustu daga, enda allt að gerast.Eins og flestir vita þá dreif ég mig í þjónustuflug með Icelandair til Köben mánudaginn var og var það náttlega bara time of my life! :) Það var mæting á Hótel Loftleiðir kl 6:00 og því var farið snemma í háttinn kvöldið áður og upp kl. 4:00 snemma morguns. Við krakkarnir fórum sem auka áhöfn með aðal áhöfn vélarinnar og var flugið áætlað kl 8:00. Allt gekk að óskum og voru áhafnarmeðlimir dugleg við að útskýra og sýna okkar öll megin handbrögð um borð og svo að sjálfsögðu vorum við sett í verkin líka :) Svo þetta var í raun bara góður vinnudagur um borð í flugvél! Undirritaður fékk meira að segja að vera á Saga-Class á leiðinni heim og stjana við farþegana þar :) Nú svo var náttlega rúsínan í pylsuendanum að fá að hendast í gegnum fríhöfnina þegar komið var heim.

Í gærkvöldi ákvað svo bekkurinn að hittast og fara á ærlegt fluffu-fýllerí. Það var hið skemmtilegasta kvöld, mikið drukkið og mikið dansað. Nýráðnir flugmenn flugfélagsins komu og slógust í hópinn, svo þetta var skemmtun fram á rauða nótt :)En í dag er ég búinn að vera latur. Ætlaði reyndar að sofa út og helst seint fram eftir degi, en vakanaði kl 10 í morgun og hef ekki getað fest svefn síðan.Oh well, það kemur annar dagur á morgun......

|