Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

fimmtudagur, september 27

Prolouge

Klukkan komin vel yfir miðnætti og ég enn á fótum. Betri helmingurinn upp í rúmi, sofandi. Við komum frá Nýju Jórvík í morgun. Úr 30 stiga hita yfir í rigningu og rok með endæmum, er ekki alveg að gera sig! Vinnuferð mín einkenndist mest megnis af göngu um götur Stóra Eplisins. Við karlar nutum okkur í sól og blíðu að skoða mannlífið og versla. Í New York gæti ég búið........lítið krummaskuð í stórborg, þannig lít ég á hana.
En stoppið í heimahöfn er sutt. Dúskur heldur af stað enn og aftur á vit ævintýra eftir helgi. Förinni er heitið eitthvert til Asíu! Hmmmm......ætli útfluttir gulir njóti einhverja réttinda þar??????

|