mánudagur, ágúst 11

Gay Pride rúlar!!!!

Hello everybody!!!
Eruð þið að grínast??? Gay Pride dagurinn í ár var bara skemmtilegastur! :)
Þrátt fyrir rigningu og leiðindi þá gat dagurinn ekki verið betri og átti hann eftir að batna um kvöldið sko...........Reyndar var helgin alveg perfect sko.
OK! Svona var hún:

Ég átti jú að vera vinna um helgina, en fékk mér frí á laugardeginum útaf degi ársins - Gay pride! En svo kom náttlega í ljós að enginn vildi fá mig í vinnuna á föstudeginum heldur þannig að ég fékk bara frí þá líka :) Svo við túrtildúfurnar hringdum bara í dívuna og drógum hana með okkur í bíó!!! (sætu strákarnir í 101 voru eitthvað þreyttir, voru að vinna og svoleis) Anyways!!!! It was a trip worth paying!!!!!

Díses!!! Myndin var náttlega algjör snilld sko. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún fjallaði áður en ég fór á hana, but I got blown away! Algjört ævintýri - og svo leikararnir.............................
Johnny Depp er án efa flottastur í þessari mynd!!!!!! Augun!!!!!!! Þótt það sé ekki nein önnur ástæða en sú að sjá hann þá er það alveg nóg til að borga 800 kall sko!!!! Ó yes!
Myndin var allavega góð! Og kompaníið fínt líka, þótt frændsystkinin voru farin að láta öllum illum látum þarna niðurfrá, hihi! Eftir myndina enduðum við gamlingjarnir inn á Spotlight, en þar átti að vera eitthvað "boys night out". "Jakk!!!" Er verið að grínast!!! Sko, við fórum þarna inn og þvílíkt og annað eins. Ég er fyrstur til að viðurkenna að ég er snobb, en vá! Það er líka spurnig um að hafa einhvern standard. Og ef þetta er forsmekkur á hommum Íslands þá vorkenni ég þeim ungu mönnum sem eru að koma út úr skápnum núna. Ég ætla eiginlega ekki að fara nánar út í þetta, þeir sem vita um hvað ég er að tala - "U know"!
Anyways!!! Þá fórum við heim, "repulsed", að horfa á Morðgátu, með Angelu Lansbury. Sagði ég Morðgáta??? Já mikið rétt. Þeir sem ekki þekkja þessa skemmtulegu þætti hafa misst af miklu. Þið hinir sem vita hver okkar elskulega Jessica Fletcher er: "May your life be filled with mistery". Nú þið hin sem vitið hver hún er og finnst hún leiðinleg: "Screw you"!!!!
(strákarnir í 101 hlæja sig máttlausa núna, hehe)

Svo var komið að því!!!! Gay Pride 2003.
Ég og minn fórum á fætur um hádegi og tókum okkur til. Við drifum okkur niður í bæ, þar sem herleigheitinn áttu að byrja. Þar hittum við dúllurnar í 101 og "Róberto" og joinuðum þeim í göngunni. Eins og alltaf var hún frábær að vana. Svo var komið að skemmtiatriðum dagsins og voru þau..............já........fjölbreytileg!!! :) "Do´es Moulin Roge ring a bell anyone"? (hmmmm)
Í rigningu og meiri rigningu stóðum við þarna, mörg hundruð manns að fagna þessum merkisdegi. Ef þessi dagur er ekki besti dagur ársins, þá veit ég ekki hvað.

Nú svo um kvöldið þá var náttlega ekkert annað en NASA!!!!
Og þvílík snilld!!! Við sætustu strákarnir í bænum drifum okkur fljótlega eftir miðnætti niður á Austurvöll að djamma. Og það var sko djammað!!!! Við eigum sko eftir að lifa á þessu kvöldi alveg langt framm á næsta ár!!! Þetta var algjört æði sko. Það var dansað og það var sko DANSAÐ. Ég hef ekki séð manninn minn svona sveittan síðan já.......seinast með mér upp í rúmi, hehe !!!! (sorry elskan)
Og ég held ekki að ég hafi séð strákana í 101 í svona ham. Fjalar AÐ missa sig í Vouge, nú og Jómbi dillandi rassinum undir Beyonce, hihi!!!! Þvílík snilld. We were all devine!!! This was a night to remember.

Ég vil þakka ykkur boys fyrir alveg frábæran dag og frábært kvöld. Let´s do this again, we don´t need Gay Pride to have fun!!!
Nú og svo má ekki gleyma sætasta og bestasta knúsa sem til er. Sem var svo góður að passa mig þarna um kvöldið, hihi. I love you!!!

P.S. Bless Ella - Díva, hafðu það gott í Afríku, bring us að "midgit-slave" honey!!!

Dúskur segir bless!

|