föstudagur, ágúst 29

Ég kveð með pomp og pragt!

Jæja, seinasti dagurinn minn í bankanum. Æi svoldið sorglegt bara! :( Mér sem líður svo vel hérna. Ég var ýkt duglegur og bakaði tvær marengskökur í gær. Kom svo með þær í morgun , enda vakti það mikla lukku. Svo miklir sælkerar hérna í "Bakkanum". Hehe. En eftir daginn í dag er ég kominn í SUMARFRÍ! Það verður BARA yndislegt. Þvílík snilld sko. Nú eru bara 5 dagar þangað til við förum út. Þetta er allt að gerast sko.............Nema vinnumál :( Það er bara EKKI að gera sig akkurat núna, *fnæs*
Bankinn semsagt OFFAÐI mig og ég hef ekkert heyrt í neinum öðrum heldur. Æi, þetta kemur, enda er ekkert gaman af lífinu ef maður fær ekki smá mótlæti, ekki satt?

Svo í kvöld er skólasetning hjá mér í söngskólanum. Mjög spennó. Við Thelma ætlum að drífa okkur saman og vera svoldið sæt og fín (like always). Mmmmmm mig langar svoldið í bíó líka í kvöld.......kannski eftir helgi frekar.

Jæja og jæja......voða líður þetta eitthvað hægt. Mætti halda að það væri mánudagur. Spes sko!!!

Kominn úr mat. Dagurinn er hálfnaður og ég er farinn að telja mínúturnar. Úff púff! Best að hringja í Terra Nova til að atuga hvort farseðlarmir séu ekki á leiðinni. Þetta er orðið furðulegt, þar sem það er minna en vika þangað til við förum út.
Jæja, ég er að fara að ná í seðlana núna á eftir á ferðaskrifstofuna :) En eitthvað er frekar bogið sko! Nú þurfum við að ná í farmiðana til Kýpur á Heathrow. alve spes!!!!

|