fimmtudagur, október 11

Ferðadagbókin... *leggur 2

Ný borg, ný heimsálfa!
Lentum um 3 eftir miðnætti í Singapore. Hentumst upp á hótel til að ná auka hvíld, enda líkamsklukkan eitthvað að klikka hjá okkur. Hvert skipti sem við færum okkar nær austur eftir, missum við auðvitað nokkra klukkutíma. Eftir smá svefn var haldið af stað inn í miðborg Singapore. Borgin er falleg og hrein, iðandi af lífi, sambland af gömlu og nýju. Út um allt má sjá gróður og litríkar plöntur, gömul hús .....en ef maður lítur aðeins lengra gnæfa þessi risa háhýsi í nútímalegum stíl. Arkitektúr Singapore er mjög sérstök. Borgarbúar eru greinilega mikið fyrir að skreyta byggingar sínar með fallegum þökum, upplýstum í ljósum og allt mjög nýjungargjarnt..........Landsmenn eru þægilegt fólk. Glaðlynd og sérstaklega hjálpsöm, en þar sem vakti athygli okkar var hversu mikinn áhuga þau hafa á að kynna borg sína fyrir ferðamönnum og tala því einstaklega góða ensku.....nánast öll með rentu! Íbúar Singapore eru af öllum þjóðarkynjum. Svo virðist sem enska sé aðaltungumálið sem fólk notast við, en hér búa kínverjar, indverjar, mandarínmenn, bretar og einnig ameríkanar.

Við gripum strætó á fleygiferð og komum okkur niður í miðbæ. Þar var hitt á hluta af samferðahópnum og fengið sér að borða. Froskalappir, karrí og kjúklingur...allt mjög austurlenskt! Hér var þó hægt að fá eitthvað að borða, annað en í Dubai þar sem hvorki var hægt að fá vott né þurrt vegna ramadan mánarins!!! Að hætti flugfólks, er ekki annað hægt en að kíkja í búðir og í versta falli gera verðmun. Þetta átti við bæði kellingar OG karla áhafnarinnar! Vissuð þið að singapore-dollari er einungis 40 iskr??? Hér var klárlega hægt að gera kjarakaup og gátu borgarbúar hlegið af túrista evrópu búunum, allir með poka í hendi og eitthvað í þeim! ;)

Við fréttum af fallegu hverfi sem kallast „Little India“. Á augabragði breyttist alþjóðlega borgin yfir í Indland, en út um allt voru götustandar með fallegum munum, grænmeti, kryddum, efni og auðvitað mat. Logandi reykelsi, indversk tónlist og pappalampar hátt og lágt, konur í sahri og menn með vafninga um hausinn. Stemmningin var hreint ótrúleg, allt svo friðsælt, en engu að síður iðandi af lífi og í raun alveg eins og fræðsluþættir National Gepgraphic! Hreinlega töfrandi!!!
Við húkkuðum taxi og fórum í Kínahverfið. Röltum þar um, tókum myndir og skoðuðum. Enduðum svo í hindúa hofi þar sem bænastund átti sér stað. Til að getað stígið fæti inn í hofið varð maður að vera berfættur, en það sam fangaði athygli mína var út um allt sátu menn og konur að kyrja, en inn á milli mátti sjá aðra tala í gemsann sinn!!! Já greinilegt að hindúar hafa fylgt tækninni eins og við hin.

Pickup er svo rétt fyrir miðnætti. Þá hefst næsti leggur, en jafnframt lokaleggurinn í átt að áfangastaðnum Papua Nýja Guinea. Við höfum ekki hugmynd hvað bíður okkur þar. Hvernig landið er, nú eða hvaða vinna bíður okkar. Þetta er allt enn óljóst......og tökum við hvert stopp með hálfgerðu kæruleysi. Enn á eftir að þjálfa flugliða þar niðurfrá og eigum við að taka einhvern þátt í því.
Næstu skrif verða væntanlega í Guineu og aftur í nýju landi og nýjum ævintýrum!

Kv,

Ingó

|