Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, febrúar 22

Lífsfylling eða kalkúnafylling....?

Já klukkan korter gengin af göflunum og Dúskur fyrir framan skjáinn enn eina ferðina. Eins og hann eyði ekki nógu miklum tíma í það svona daglega......
Þvottavélin á fullu, minn betri helmingur niðursokkinn í að bjarga heiminum og majonesin orðin gul! (var það í einhverri bíómynd???)
Búinn að eiga þessa ágætis viku, þessi sem er að líða. Sit hálfan daginn í hláturskasti með fluffunum mínum í gegnum tölvuskjáinn samhliða því að vera að vinna. Gengur brösulega en verkefnin eru kláruð.
Byrjunin á helginni ætlar að verða hin fínasta. Ákveðið var að hittast, við fluffurnar ásamt mökum.......mökum........mök??? Hmmmmmm......ákveðið var að fluffur og makar skildu hittast og eyða góðri kvöldstund saman með mat og vín. Tilhlökkunin strax farin að segja til sín......:)

Fór í þennan frábæra leik með góðri vinkonu minni (fellow fluffu) þar sem okkur leiddist svona hörmulega og djúpu samræðurnar voru búnar að taka á enda að úthugsa líkama eða líkamsparta á frægum persónum sem okkur myndi langa til að lána. Þetta varð hin fínasti leikur sem aldrei ætlaði að taka á enda. Ekki skrýtið þar sem nóg er til af fallega fólkinu....
Eitthvað vafðist þetta fyrir mér og ég átti bágt með muna nöfn og líkamsparta. Leiknum var breytt og til stóð að setja saman drauma kroppinn með líkamshlutum annarra í huga.
Velti þessu fyrir mér síðan í morgun þegar ég vaknaði.......Hví þráum við það sem aðrir hafa og teljum það vera betra en okkar eigið? Hvað er það sem gerir fræga fólkið "fallegra" en okkur hin? Ef ég yrði frægur, yrði ég þá "fallegur"?
Já skondin þessi pæling og þrátt fyrir ágætt sjálfsálit átti ég ekki bágt með setja saman drauma líkamann. Samansafn af hinu besta, gæða súkkulaði frá Belgíu!
Ég opnaði síðan "Blaðið" eftir að ég kom heim úr vinnu. Fyrirsögnin greip mig algjörlega:

"Boy George hlakkar til samkynhneigðra skilnaða"

Um var að ræða söngvarann breska, Boy George og álit hans á hjónaböndum samkynhneigðra. Hann áleit að hjónabönd væru úrelt og ekki í takt við tímann. Hvorki fyrir gagnkynhneigða og sérstaklega ekki samkynhneigða. Honum fannst það fáranlegt að fólk ryki til og gifti sig þegar meirihluti hjónabanda endar í skilnaði. Aftur á móti hlakkaði hann til fyrsta skilnað samkynhneigðra hjóna, þá fyrst er rétti þeirra til fullnustu náð!

Gat verið að George litli hafi hitt naglann á höfuðið......?

|

miðvikudagur, febrúar 15

Innlit - Útlit

Ég sat og horfði á athyglisverðan sjónvarpsþátt í gærkveldi eins og ég geri nokkuð oft.
20/20, bandarískur fréttaskýringarþáttur þar sem ýmisleg málefni erum tekin fyrir. Í þetta skipti var verið að fjalla um eina af syndunum 7. Hégómann!
Hversu langt er fólk tilbúið að ganga til líta betur út? Er ekkert verð of hátt fyrir útlitsbreytingar? Eru lítalækningar af hinu góða eða einungis hinu slæma?
Ég gat ekki annað gert en að festast yfir þessum þætti, með ljósa litinn í hárinu, öll þrjú kremin fram í mér og á fótunum og svo harrsperrurnar úr ræktinni fyrr um kvöldið. Guð sé lof að hafði ekki frekari áhyggjur af útlitinu.

Í þættinum var tekið viðtal við þrjár ungar stúlkur sem allar voru á leið og svo seinna meir höfðu gengist undir brjóststækkun. Þeirra skoðun á þessu hégómamáli var það að við stækkun brjósta þeirra stækkaði einnig sjálfstraustið. Fréttamaður spyrði þá hvort ekki var um "big price to pay". Þær hristu hausinn, nei pabbi og mamma borguðu!
Er ekki soldið langt gengið þegar foreldrar unglinga gefa börnum sínum lítaaðgerðir í gjöf í stað hluta??? Hvaða skilaboð eru þessir foreldrar gefa? Lifum við á tímum er útlit skiptir jafn miklu máli, jafnvel meira máli en gáfur og hæfileikar???
Já, ég velti þessu þónokkuð fyrir mér og uppgötvaði hve stór hegómi minn væri í raun og veru.......Öll keppumst við um að reyna að líta betur út en við í raun og veru gerum. Við lítum á myndir af stjörnunum, við þráum líkama þeirra, hár þeirra, fötin og að sjálfsögðu peningana. Við litum á okkur hárið, plokkum okkur, vöxum, klippum okkur, förum í handsnyrtingu, fótsnyrtingu, andlitssnyrtingu, nudd, nú að frátaldri heilsuræktinni. Við kaupum pillur og mixtúrur til að grenna okkur, byggja okkur upp og jafnvel yngja okkur. Svo förum við í jóga, til sálfræðings, hugleiðslu, allt til að betrum bæta innri líðan. Þúsundir króna er eytt í útlitið og jafnvel innlitið.......... Já, ég er alveg viss um að þú lesandi góður þverneitar fyrir allt ofantalið, en hugsaðu þig tvisvar um áður en þú alhæfir!

Erum við komin á þann stað í þróunarferli mannkynsins að útlitið skiptir öllu? Eða getur verið svona hefur þetta alltaf verið? Já, ég velti þessu mikið fyrir mér og geri enn....Er ég hégómagjarn eða ekki?
Ég komst ekki að neinni niðurstöðu og veltu þessu enn fyyrir mér á sama tíma og ég pantaði tíma í klippingu og litun, plokkun og vöxun og dreif mig ræktina........

|

þriðjudagur, febrúar 14

Farvegurinn...

Á laugardagsmorgni dreif ég mig í ræktina eins og mér einum er lagið. Fann hvernig spikið var farið að hanga og þörfin fyrir smá kroppasýningu var kominn í hápunkt.
Makinn farinn í vinnu og ég kominn á jeppann í metropolitan fíling. Eftir íþróttirnar lá leiðin út úr bænum. Ég og fluffurnar ætluðum að eiga góða kvöldstund og nótt saman í sumarbústað að hætti "Beðmála í borginni" :) Það sem átti að vera 45 min akstur varð að 3 klst, hehe!
Með matarbirgðir, sælgæti og áfengi lögðum við i hann á vit ævintýranna......
Gelgjan var tekin á þetta og fíflaskapurinn í hámarki! Ógleymanlega helgi með ógleymanlegum dömum :) Takk fyrir mig!

Áttum við þessum góðu samræðum í bústaðinum. Dýptin alveg að gera sig og heimsspekin að kaffæra okkur öll. Inn á milli mátti sjá glitra fyrir kjánaskapnum og hégómanum sem alltaf þjónar sínum tilgangi.

|

fimmtudagur, febrúar 9

Shut up, will ya!!!

Já sit fyrir framan tölvuskjáinn heima fyrir í sloppi að krókna úr kulda. Einhver flensa er að ganga og ég með munnagur dauðans, sem gerir það að verkum að talandi minn er ekki mikill :(
Nóttin í nóttin í nótt var bærileg en svefn lítil......Svo til að hlífa samstarfsmönnum mínum frá fýlu og pirringi vegna verkja, ákvað ég að vera heima. Ekkert annað að gera en að kúra sig undir sæng og hlusta á ógeðis veðrið fyrir utan gluggann........Fyrst var það Martha Stewart, Línurnar í lag og nú seinast spænsk sápuópera.......Lord, pathetic!!! Sjónarpsefni landsins er ekki upp á marga fiska!
Annars fer að nálgast helgi og ég fullur tilhlökkunar. Upp kom sú hugmynd að ég mínar favorite fluffur myndum skella okkur út úr bænum í bústað. Svona girls night out að hætti Carrie Bradshaw :) Helmingur hópsins liggur heima fyrir veikur....vonandi að slenið fari af manni fyrir það.......Minn betri helmingur ætlar að vera heima á meðan og passa slottið og vinna fyrir brauðinu á borðið.....ekki slæmt líf það sko :)

Jæja, jæja.....ætla að henda mér enn og aftur upp í bæli til að athuga nánar sjónvarpsdagskrá dagsins.....annars er hér heilt safn af DVD sem ég gæti nú örugglega litið á .......

|