Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

mánudagur, janúar 31

Spilað og keypt sófa um helgina :)

Já, helgin bara góð, að vana. Vinnudagurinn endaði með því að fara í smá kókteilboð á vegum KB, þar verið var að kynna nýja herferð. Að sjálfsögðu þurftum við framlínu fólkið að mæta á staðinn þar sem það er okkar stoðdeild að hefja þessa herferð. Margt spennandi framundan, þó mest megnis mikil vinna. Seinnipartur kvöldsins endaði síðan meira á rómantísku nótunum :)

Á laugardagsmorgni var svo rifið sig upp eldsnemma til að gala úr sér lungun, kannski meira raddböndin. Góður tími í söng, soldið strembinn, en rosa góður. Miklar framfarir að gerast, enda ekki skrýtið eins og Siggi ýtir manni áfram. Var svo á leiðinni í gymmið, en beilaði á því og ákvað að fara bara aftur heim upp í rúm til mannsins míns. Sofnaði svo rosalega fast og svaf fram yfir hádegi, ekki gott.....
Deginum eyddum við svo í að dandalast, kíkja í búðir og solls. Um kvöldið komu Thelma og Daði til okkar og við tókum góðan leik í RAGE. Uppáhalds leikurinn hans Daða um þessar mundir, þó sérstaklega þar sem hann vann , hehe!

En svo í gær byrjuðum við daginn í kaffi hjá mömmu og pabba, en eftir það drifum við okkur og keyptum eitt stykki sófasett. Enda var það búið að vera langþráð að fá sér gott undir rassinn . Reyndar fáum við ekki settið fyrr en eftir mánuð, en svaka spenntir samt sem áður. Loksins getur maður boðið fólki í heimsókn án þess að það falli niður í gólf happ og glapp :)
Jæja, vinna, vinna, vinna.......

|

fimmtudagur, janúar 27

Fleiri þankar...

Jæja, vikan næstum búin, enda ekkert smá búin að líða hratt.
Þó get ég ekki annað en gert en að hlakka til helgarinnar, en þær eru alveg notaðar til að slaka á og hafa það náðugt. Ég ætla reyndar að vera duglegur þessa helgi, er að fara í söng á laugardaginn en ætla að drífa mig í ræktina eftir það. Það hefur skolast eitthvað til hjá mér vegna munnangurs, maður verður eitthvað svo slappur við að vera með stanslausan sársauka og sofa illa. En ég nenni ekki að vera að beila á þessu mikið lengur svo það verður drifið sig af stað.

Í gær fór ég í bíó. Vann tvo miða á sérstaka forsýningu á The Aviator . Þar sem maðurinn minn gat ekki komið með mér ákvað ég að taka celebrity með. Þessi mynd kom verulega á óvart, þó sérstaklega þar sem ég bjóst ekki við neinu, og var ekki búinn að heyra neitt um þessa mynd. En þrátt fyrir 3 klst, tókst henni að halda okkur Ölmu við efnið, og var það mest vegna leik aðalleikarana. Já, ég er eiginlega ekki hissa á því að þessi mynd sé tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Herra DiCaprio náði virðingu minni aftur fyrir leikhæfileika sína og ekki þarf að nefna Cate Blanchet, sem er alltaf góð.
Nú svo var það ekki verra þar sem ég er mikill flugáhugamaður og myndin fór ögn inn á það málefni :)

Já, margt í bígerð hjá Dúski. Draumarnir segja allavega til um það að ég hlakka rosalega til sumarsins, þó svo að ég viti ekki nákvæmlega hvað það ber í skauti sér :) Eitthvað nýtt og spennandi, það er víst!
Jæja, vinna, vinna, vinna......

|

sunnudagur, janúar 23

Þankar.....

Er ég sætur???
Vaknaði, horfði í spegil og bleee!
Ekki sætur......Er ég sætur???

|

föstudagur, janúar 21

Föstudagur og hætt snemma í dag!

Gaman saman!!! Bara kominn föstudagur og fólk komið í rosa góðan fíling :)
Nú er helgin komin í mann og einbeitingin kannski ekki alveg upp á sitt besta, allavega var ákveðið að hætta snemma að vinna. Þvílíkur munur að geta ráðið sér svona sjálfur! Ég er komin með svo mikla störu á skjáinn að ég fæ mig ekki til þess að gera neitt af viti, svo er ég að drepast svo mikið í munnnum að ég er kominn í leti pásu. Blogg, blogg, blogg.....

Annars er Dúskur alltaf að gera einhverjar gloríur, hehe. Tókst honum að klúðra smá excel skjalinu við erum að notast við hérna í söludeildinni. Margna vikna vinna öll í smá lamasessi, hehe. Árna Gunnari var ekki skemmt, þóttist vera rosa reiður, eða allaveg þangað til ég sagði honum að þetta var í raun og veru allt honum að kenna. Hann tók skuldina á sig sjálfur, hehe!

Svo er það helgin, ekki satt. Ætla sko að gera bókstafleg ekki neitt í allan dag. Nema kannski að elda handa manninum mínum, það er nú bóndadagurinn og solls. Á morgun förum við á triple date með Thelmu og Daða og Ölmu og Alí. Ætlum að elda saman og spila. Svaka nice. Svo helgin fer í þessa blessaðins ræktun sem ég var að tala um áður :)
Jæja, leti, leti, leti.......Bara klukkutími eftir :)

|

mánudagur, janúar 17

Ó veður, ó veður!

OK. Einhvern tímann var ég búinn að gera yfirlýsingu um það ég væri farinn að hlakka svo til í að fá snjóinn og veturinn. Hmmmm.....þetta er alveg komið gott núna sko. Ekki það að kuldinn sé að bögga mig, meira frostið og hálkann og svo snjórinn, sem verður svo slydda og slabb......ble!!! Nú er komið nóg, takk fyrir!

Upphafsdagur vikunar kominn, og margt framundan. Segi ekki annað.....
Við fórum í þetta æðislega matarboð um helgina. En það var okkar ástkæra vinkona hún Ella sem var að halda upp á afmælið sitt. Hún bauð okkur í æðislegan mat, hráskinka í forrétt, kalkún með tilheyrandi í aðal, og svo ís á eftir. Við skoluðum þessu svo niður með kaffi og kokíaki á eftir :) Nammi namm!!!
Í góðum selskap með fullt af leikjum og framandi sögum var kvöldið hið frábærasta. Enda fórum við karlar heim bæði saddir og sáttir.
Fyrr um daginn höfðum við kíkt á nýfædda frænku okkar sem var þetta litla sæt. Agjör hnoðri, pínulítil og ilmandi eins og engill :) Verður að viðurkennast að þegar maður heldur á svona nýfæddu barni kippist nú soldið í foreldra löngunina.....
Svo í gær átti pabbi gamli afmæli, svo við eyddum deginum og kvöldinu hjá gömlu hjónum. Brauð og kökur og gúmmilaði :)

Og í dag er mánudagur........... :(

|

fimmtudagur, janúar 13

Sooo tired!

Oj bara! Sit hérna einn í vinnu og dauðleiðist. allir farnir og ég á vaktinni.....
Eitthvað hefur vikan skolast til hjá mér, og ég farið að sofa svona frekar seint. Ekki gott!
Það er víst takmarkað hvað maður getur tönglast mikið áfram með litlum svefn. En vinna þarf maður að gera. Spurning hvort maður skelli sér út til að fá sér eitthvað í svanginn......
Er orðinn gjörsamlega dofinn með einhverjum rokk-ballöðum, pathetic!
Langar helst að henda mér upp í rúm og sofna.....mmmmmm!

Oh well, þýðir ekki að væla. Maður uppsker eins og maður sáir, ekki satt?
Vinna, vinna, vinna.........

|

þriðjudagur, janúar 11

Góðir vinir....... makes it all wirth while...

Annar virkur dagur vikunnar og ég bara í svona fínasta gír. Þó svo að ég sé ennþá að koma mér úr sleni jólanna, þá er þetta allt að koma. Svoldið erfitt að vakna á morgnana en þegar líður á daginn þá reddast þetta. Svo er maður kominn í svo mikla tilhlökkun að fara æfa aftur að það gefur manni smá energy :) Allavega veit ég það að orkan kemur sko margfalt tilbaka eftir góðan tíma í ræktinni, miklu frekar en að sitja heima og gera ekki neitt.

En eins og ég hef sagt áður þá leggst árið vel í mig og bryjunin lofar góðu. Margt að gerast og vikuplanið á leið að þenjast smá út, sem er gott! Aldrei líður manni betur en þegar maður hefur sko mikið að gera og nóg að hugsa um. Svo mixtrar maður smá tíma með vinum og fjölskyldu til að fullkomna þetta og fá balance og þá er þetta komið. Helgarnar hef ég svo hugsað mér að nýta í heilsurækt og ræktum sjálfs míns. Nota tímann til rækta líkamann og öll samböndin í lífi mínu, bæði við manninn minn, vini mína og foreldra. Þetta er þeir hlutir sem oft eiga það til að lenda aftarlega í röðinni í miðri viku. Ætli þetta sé ekki hálfgert það nýársheiti sem ég setti mér.....allavega hugsaði mér, hehe!

Hér í KBg er allt bara á fullu og mér sýnist að verkefnin eru á leið að hlaðast upp. Allavega er á nógu að taka og meira en það. Gott, gott!
Önnur mál eru í aðsiglingu, sem ég ætla ekki að fara að tjá mig alltof mikið um, ekki strax allavega. En þó get ég sagt að niðurstaða er komin og ég fullur af tilhlökkun :)
Námið mikla sem átti að hefjast í seinustu viku fór upp á hillu í bili. Don´t get me wrong. ég beilaði ekki, líkamlegir örðugleikar komu í veg fyrir að ég gæti byrjað á þessu. En það er verið að skoða þetta nánar........En með minni alkunnu heppni, þá skaut backup-planið upp kolli á seinustu stundu :) Mjög gott!
Svo sumarið býður upp mikið ævintýri......

Hitti vinkonu mína góðu hana Ölmu . Það var búið að líða þónokkur tími síðan ég og hún hittumst svona almennilega bara við tvö. Áttum góða 4 tíma í gott spjall og diskusjónir, eitthvað sem við erum bæði mjög góð í og höfum mikið dálæti af. En eftir að stelpan varð svona famous , þá hefur kannski ekki gefist svo mikill tími í svona stundir. Svo það var mjög gott að vita að maður er ennþá sá trúnaðarvinur sem enn er leitað til, þrátt fyrir miklar annir.
Takk fyrir kvöldið elsku vinkona!


|

mánudagur, janúar 10

Mánudagur til góðu

Sem sagt mánudagur og vikan rétt að að byrja. Dreif mig áðan til að láta þrengja nýja jakkann minn sem ég keypti á föstudaginn. Sem er nú ekki frásögu færandi, nema hvað að konan var sko ekki alveg á því að láta þrengja hann nógu mikið. Eftir mikið basl, tókst mér loksins að fá hann niður í þá stærð sem ég vildi, en ég verða að viðurkenna að ég er með einhverjar efasemdir samt sem áður og býst við að þurfa að brasa eitthvað sjálfur við hann eftir að ég er búinn að fá hann tilbaka.
En það er víst bölvun granna drengsins að aldrei að passa í neitt sem hann kaupir, allavega ekki nema sé búið að fiffa fötin eitthvað til.....

Svo var drifið sig í ræktina um helgina. Loksins tókst mér að koma feita rassinum á mér upp úr rúminu og í tækin í Hreyfingu. Bumban er farin að lafa og eitthvað skvabb er á hliðunum á mér sem ég er EKKI að fíla!!! Sem sagt, ég fór bæði á laugardag og sunnudag og sit núna í vinnunni með harðsperrur dauðans......En fílingurinn í góðum gír samt :)
Þetta verður sko fitness ár aldarinnar og árangurinn mun sko sjást í byrjun sumars, halelúja!!!
Enda gengur ekki að vera ekki í formi fyrir nýja ævintýrið mitt í sumar. It´s the bold and the beautiful hérna sko!!!



|

fimmtudagur, janúar 6

Eitthvað að frétta???

Nýtt ár og nýjir tímar. Margt spennandi framundan, en einhver þreyta í manni svona í byrjun árs, smá slen. En ég er staðráðinn í því að bryja árið vel. Fyrir það fyrsta ætla ég að reyna að drulla mér í ræktina og fara hysj upp um mig spikið......aftur, eftir það er sko farið í það reyna éta svona frekar skynsamlega og ekki bara einhvern veginn og eitthvað.
Þó hef ég á tilfinningu að það verði ekki alltof mikill tími né orka eftir til að koma sér í tækin. Vinnan virðist ætla að taka mest allan tíma, enda mikið af verkefnum og herferðum framundan. En það er gott, þá líður tíminn hraðar og vorið og sumarið nálgast. Eitthvað segir mér að sá ævintýrin muna einmitt gerast þetta ár :)

En hvað svo..........ekki margt að slúðra um. Lífið heldur sinn vana gang og ég eins og vanalega lít með eymdar augum á árið sem rétt er að byrja og dæsi. Manni finnst það vera svo mikið eftir af árinu, en ég vitna í fyrirnefnd orð og reyni að líta á þetta með björtum og jákvæðum augum. En er það ekki málið???

Jæja, ætla að hætta í bili. Ætla að uppfæra hottíið núna og er að velta því fyrri mér að hafa þetta sem hottí mánaðarins.........

|

sunnudagur, janúar 2

Spennandi tímar, góð ráð

2005 komið í garð og tími kominn á ný til að byrja upp á nýtt. Já, allt er þetta góð byrjun á nýju ári, eða ég held að þetta eigi eftir að leggjast vel í mig :) En ætli málið sé ekki að horfa á björtu hliðarnar og einblína staðfast á takmarkið sem skal verða náð!
Árið 2004 var bæði mikið og stórt, margt sem skildi mikið eftir sig í minningunni, sumt gott, sumt slæmt, en á heildina litið nauðsynlegt, bæði fyrir þroskann og reynslubankann.
Er maður lítur um öxl og leyfir huganum að reka um allt sem áður er gert, þá getur maður ekki annað en brosað. Og ég stend eftir stoltur af sjálfum mér, stoltur af þeim einstaklingi sem ég er að mótast í og reyni að vera. En eins og rituð orð sögðu áður, margar minningar, sumar góðar, sumar slæmar........

Hátíðirnar voru hreint æði, algjör tími afslökunar og hugleiðingar. Endurhlöðun og orkugefandi, bæði fyrir sál og líkama. Ætli maður sé ekki til í slaginn á ný, til í takast á við nýja tíma, ný ráð, jafnvel spennandi tíma og góð ráð!

|