mánudagur, ágúst 25

Lífið er yndislegt!

Jæja krakkar!!! Bara ein vika eftir í vinnunni og seinasta helgi var SEINASTA helgin sem ég var að vinna á Tapas þangað til ég fer út! Gaman saman!!!

Getur þetta verið meira snilli brilli? Nú eru semsagt 10 dagar þangað til við karlar förum út. Við erum að tala um "a week that passes by" . Farmiðarnir eru reyndar ekk enn komnir og ég er ekki enn kominn með vinnu, en who cares!!! I´m going to Cyprus!!!

Hvernig var svo helgin hjá ykkur??? Mín var þokkaleg. Alveg þokkaleg sko. Var náttlega að vinna. Fá mér smá aukapening fyrir ferðina, sem er GOTT! Svo í gær fór ég í afmæli til Tínu og staffafund á Tapas, very nice! Ekkert sérlega atburðarmikil samt. Ég ætlaði samt að segja ykkur eitthvað voða merkilegt, en ég man ekki alveg hvað......................................

Var að lesa bloggið hans Fjalars. Svoldið neikvæðni í gangi þar núna :) Hmmmmmm. Og mig sem langaði svo á Grease. Annars var ég búinn að heyra þetta um Brigitte........ En lögin eru þó alltaf skemmtileg, svo lengi sem þau eru vel sungin, ekki satt?
By the way!!!! Ekki á morgun helur hinn! Fjalar minn, age is getting to you! Nú verður ekki aftur flúið, this is reality sweetie, get your jings and get your jangs together and be a MAN!
(var þetta of ýkt???)
Fyrir ykkur sem ekki vita, þá verður Fjalar 30 ára á miðvikudaginn. Þá er hann semsagt sá seinasti í af gömlu "jussunum" til að verða gamall.

O my god!!!
Skandall ársins!!! Þannig er mál með vexti að ónafngreindur einstaklingur sótti um áframhaldandi starf hér í bankanum. Starfsmannahald var búið að gefa grænt ljós á það og lofaði þessum einstaklingi starf í einum af okkar útibúum fyrir um tveimur vikum síðan. Svo núna snemma dags fær þessi einstaklingur hringingu um það að ákveðið hefur verið að láta aðra manneskju fá starfið sem um var rætt. Semsagt, þarna var búið að gefa loforð sem greinilega var brotið. Hvað á viðkomandi einstaklingur að gera???
Svo vinnur maður fyrir svona stofnun!!! Hneyksli.

Úúúúú!!! Var að koma úr mat. Sat og dreymdi um næstu viku.......
Get ekki beðið sko!!! En svo er eitt! Mig langar nefnilega svo mikið að kaupa mér digital myndavél en spurningin er bara sú hvort sé ekki bara ódýrara að kaupa hana hér heima, en ekki í fríhöfninni! Svo hefur Nalli verið að tala um hvort ég vilji ekki bara kaupa digital vídeómyndavél og ég OFFAÐI það svona eiginlega, en það væri samt svoldið COOL.
Mmmmmm, ég tékka á þessu í næstu viku þegar ég er kominn í frí :) Oh happy day! Farseðlarnir mættu samt fara að koma...............

Svo langar mig svoldið að kaupa mér föt úti. Var samt að pæla að kaupa mér efni í eitt par af joggingbuxum, bara svona druslubuxur til að vera í úti! Málið er að vera bara í einhverju þægilegu. Enda er kominn tími á að ég fari að sauma eitthva, þótt það sé ekki meira en jogginbuxur :)
En næsta vika verður voða busy! Það er náttlega að tékka á þessari myndavél, og svo þarf ég að kaupa smá gjaldeyri, ég þarf að koma við í FG og ná í dót sem ég á þar, bíllinn þarf í skoðun (þótt fyrr hefði verið), hann þarf líka í alþrif, ég þarf að ná í laun á Tapas og svo er ég náttlega í söngskólanum líka. Þannig að það verður massa mikið að gera sko! :) En það verður fínt, tíminn líður þá kannski hraðar þangað til við förum út. Hehe!

Ój bara!!! Ég er alveg búinn að fá nóg af ógeðslegum körlum!!! Hvað er málið með karla sem eru komnir aldur, sem eru hreint ógeð! Vantar neglur á fingur, með vörtur í framan, hárið fitugt og lykta illa!!! JAkk!!!
OK! Þegar ég fer að eldast þá verður sko botox, paralox, fitusog, strekking, fylling, hárlitun........You name it! Ég mun ávallt líta út eins og já.........30 ára!!! Hihi!!! Like Brad Pitt all the time!
Sem er MJÖG gott! Hehe, nei en í alvöru sko. Glætan að ég muni hætta að sjá um útlitið mitt þegar ég fer að eldast. Kannski er þetta bara mín hugsun, ég veit ekki???

Mikið líður tíminn hægt sko! Klukkan er bara hálf 2 og ég er að deyja úr leiðindum!!! Hryllilega leiðinlegt..............
Ætla að fara halda áfram að dreyma um ferðina mín með knúsanum mínum!!!
Sjáumst öll heil á geði!
Bye ya all!!!

P.S. Ekki á morgun heldur hinn Fjalar!!! :)

|