Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

fimmtudagur, október 26

Thoughts without sex but in the city...

Klukkan er að ganga 12 á miðnætti og Boston borg yðar af lífi. Það er eitthvað kósí við að sitja upp í rúmi í jogging og slopp, með hvítvín og búðarkeypt sushi. Aleinn í stóru Ameríku á hóteli, eiginmaðurinn heima......já á stund eins og þessari verður maður að lynda við sjálfan sig og njóta einsemdinar. Þó svo að ég sé þekktur fyrir að vera félagsvera, verður að viðurkennast að þetta er eitthvað sem er holt fyrir mig. Ég hef uppgötvað á ferðum mínum um heiminn í starfi einn ( ef einn má kalla), hefur ekki aðeins styrkt persónleikann, heldur einnig ástina á mínu nánustu.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og allt það.......það sem maður á heima allt í einu er litríkara og þó svo að uppgötva heiminn sé spennandi er alltaf gott að koma heim.
Já.........það er satt það sem þeir segja.........Að líða vel í sínu eigin skinni er uppskrift að góðu lífi, bæði fyrir þig og þínu nánustu.

|

mánudagur, október 23

Eitt skref.....

Í dag er dagur þar sem mér finnst ég eiga fullkomna stjórn á mínu lífi. Ég veit hvað ég vil og er viss um það sem ég veit........En á morgum getur sagan verið önnur!
Já sjálfstraust okkar breytist frá degi til dags.........einn daginn erum við ráðgjafar í líf vina okkar, hinn daginn týndar sálir ráfandi um í blindni í okkar eigin drama. Ég var einn af þeim er hrjáðist af þeim mikla bresti að þurfa alltaf hafa stjórn á öllu. Ég var maður sem þurfti alltaf að vera í jafnvægi og mátti aldrei sýna veikleika. Ég var maðurinn sem var með svör við öllu og í mínu lífi var ekkert drama........

Jafnvægi og fullvissa um sjálfan sig er ekki lengur styrkleikur í mínum augum. Tilfinningar, viðkurkenning vanmátt síns, mistök og æðruleysi er það sem gerir manneskju......ekki fullkomna,heldur öllu heldur undirbúna fyrir lífið, aðdáunarverða....
Ég dreymi um þá stund er ég get horfst í augu til fullnustu við mína bresti, hrokinn kominn í nægilegt hóf og sjálfsálit mitt sé eins raunverulegt og ég gef til kynna. Gríman tekin niður og hin rétti maður skín í gegn......leikritinu lokið.......

Ég færist þó alltaf nær takmarki mínu, og með hjálp fjölskyldu og vina tekst mér á endanum að verða sá maður er ég vil vera. En daginn sem ég á ekkert eftir að læra, verð ég hræddur. Það verður dagurinn sem tilvist mín í þessu lífi, eða næsta lýkur.....og í sannleika sagt vil ég ekki hætta að læra......í sannleika sagt vil ég ekki komast að takmarki mínu......í sannleika sagt vil ég halda áfram að vera mannlegur...........

Getur verið að þetta hafi verið eitt skref til viðbótar að takmarkinu....?
Hvar eru þið stödd í lífi ykkar???

|

laugardagur, október 21

Still here...


Kominn heim frá stóra eplinu og átti þar góða stund með sjálfum mér og stórborginni miklu. Þar sem ég bjóst við að þetta yrði mín seinasta heimsókn á þessu ári í Nýju Jórvík, ákvað ég að gera sem mest úr henni og ná prívat mómenti með þessari elsku. Einnig tókst mér að áorka því sem var á verkefnalistanum og liður 1 í að ná tökum á sinni eigin framtíð........
En merkilegt hvað lífið tekur mikla kúvendu þegar maður á síst von á. Dúskurinn virðist ætla að haldast í háloftunum allavega út þetta ár og einfaldar þetta margt í ákvarðanatökum fyrir lok þessa árs. Já, ef maður andar bara létt og leyfir hlutunum að gerast, þá fer lífið í þá átt sem þú vilt að það fari í.

En helgin er framundan og fyrsta frí helgi í 3 vikur. Ætla að njóta þess að eiga góða stund með manninum mínum góðum vinum. That´s life!
Hætti í bili, langaði bara að kasta smá kveðju.


Ég rakst á þennan á Time Square í fyrradag

|

miðvikudagur, október 11

G Æ S

Merkilegt hvað maður er latur, eða jafnvel blindur á manns eigin lexíur. Í ljósi þess hve spekingslegar færslur mínar hafa verið undanfarið, uppgötvaðist það hve lúmsk undirmeðvitundin getur verið. Í mínu tilfelli hrekkur hún til og bankar í hausinn á mér þegar henni er nóg boðið og vill koma mikilvægum skilaboðum áleiðis til mín. Og ótrulegt en satt tókst það í dag. Segi ykkur seinna hvað það var......

Átti í þessum skemmtilegum samræðum, eins og svo oft áður við góða vinkonu og fellow fluffu og mikinn fræðimann. Sátum yfir góðum bolla af kaffi og kóki og ræddum um brennandi málefni nútimans og mannshugann. Meðal þessa efna var það fordómar og hvernig þeir geta komið fram í mörgum myndum og hjá öllum. Já fordómar eru ekki af hinu góða, en svo ótrúlega algengir og eðlilegir að ekki er hægt að áfellast neinn fyrir að hafa einhverja. Málið var kannski meira það að viðurkenna vanmátt sinn og horfast í augu við fordóma sína.......Mmmmm, já að viðurkenna vanmátt sinn, ætli þar liggi hnífurinn ekki í kúnni???
En önnur góð vinkona mín og fellow fluffa tók mig heldur betur í bakaríið í dag gaf mér einn utan undir (ekki í bókstaflegri merkingu). Það er gott að eiga vini sem hnippa í mann þegar maður hefur misst sjónir á því er í raun skiptir máli.
Meðferðis sendi ég nýja visku sem ég fann upp á í dag. Hún er þó nokkuð mikil tilvitnun í æðrileysisbænina, sem svo margir kunna og hefur hjálpað mörgum.
Ég kalla þessi orð framtaksbænina, en hún er notuð er framtaksleysi á sér stað og gjörðirnar eru færri en hugsanirnar.

Guð gefi mér styrk til að framfylgja draumum mínum
Kjark til að taka áhættu í að framfylgja þeim
Og sátt við það sem ég er góður í (og það sem ég er síður góður í)

|

miðvikudagur, október 4

Getur róin bjargað mér frá drukknun???

Átti þessa yndislegu kvöldstund með góðri vinkonu í gærkveldi. Hentumst í flýti eftir skóla í smá mat og gott spjall um lífið og tilveruna. Það er svo gaman og gott að geta spáð og spekulerað um heiminn, hvað er rétt og rangt, drauma og þrár, fortíðina, nútíðina og framtíðina, allt við góða vini sem kasta fram spurningum og svörum í sömu andrá fyrir mann. Við töluðum um, pólitík, efnahagskerfið, námið okkar og vinnu. Við töluðum líka um andlega hluti, drauma, lífið, sátt og vonbrigði og svo ástina.
Ég velti fyrir mér hversu skjótt lífið getur breyst og hve lítilfenglegt allt dramað okkar er í raun og veru er ég leit á vinkonu mína komin um 6 mánuði á leið.
Inn í maga hennar var ný mannvera orðin til. Stúlkan, dóttir hennar á leið í þennan geggjaða heim eftir fáeina mánuði. Já......allt í einu leið mér svo litlum og gjörsamlega bit á hversu lítið maður veit í raun og veru....um lífið og tilveruna, um sjálfan sig.....
Ég öfundaði stöllu mína, ekki bara vegna fæðingu tilvonandi dóttur sinnar, heldur einnig þessa ró sem komin var yfir andlit hennar. Og þegar hún talaði um lífið sem beið hennar, móðurhlutverkið, ljómuðu augu hennar af tilhlökkun og sátt við hvar hún væri í lífinu.
Hálf skömmustulega datt ég inn í meðvirknina sem alltaf stendur þétt við mann og fannst ég ekki hafa borið mikið úr býtum. Það leið þó ekki langt þar til sú hugsun var grafin og gleymd...........

Var vakinn upp úr góðum draum af skólasystur minni að minna mig á tíma kl 10 í morgun. Merkilegt en ekki óvenjulegt var ég búinn að gleyma þessum blessaðins tíma og rauk úr rúminu með miklum látum til reyna ná sem mestu af kennslustundinni. Brunaði af stað vestur í bæ og hrundi inn í skólastofuna með miklum látum. Það tók ekki langan tíma þangað til kennarinn tilkynnti mér það að ég fengi ekki mætingu í þennan tíma þar sem ég var orðinn of seinn. Mér gramdist athugasemd hennar og kveikti í hárinu á henni í huganum. Samt sat ég út allan tímann, með fjarvist í kladdanum........

Ég vonast til þess að geta komist inn í tónlistarskólann sem ég sótti um. Reyndar er ég kominn inn en vegna tæknilegra atriða þarf að fá leyfi frá bæjarfélaginu mínu til að geta stundað tónlistarnám í Reykjavík. Það er samt mikil tilhlökkum til námsins og vonandi að ég geti stundað það af krafti. Enda ekki annað hægt þegar um er að ræða eitthvað sem áhugasviðið nær yfir. En stóra spurningin hangir þó enn yfir hausnum á mér......Hvort ég sé að vaða of langt út í sjóinn og með of miklum asa.................???

|

sunnudagur, október 1

Athugun...

Oft á tíðum stendur maður frammi fyrir þeirri staðreynd að allt er ekki sem sýnist. Tilveran virðist svo oft vera einhver sem við viljum að hún sé......Hugarfóstur ímyndunarafls okkar.
Ég held að á mjög ungum aldri myndum við okkur skoðun á því hvernig við viljum verja lífi okkar, ómeðvitað er komin hugmynd um fantasíu framtíðarinnar og hún situr föst í bakhöfðinu á okkur það sem eftir er.......
Merkilegt hversu oft fantasían gerir okkur blind og kannski það sem verst er hversu blekkjandi hún er fyrir okkur sjálf. Raunveruleikinn er ekki til, hann er eins og fjarlæg minning sem einungis skýtur upp kolli endrum og sinnum.
Sagt er að maður eigi að lifa lífinu fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Þannig getur maður gefið af sjálfum sér og lært að elska. Það eina sem þú hefur stjórn er eigin gjörðir og eigin hugsanir......
Ætli það gleymist ekki að manns eigin gjörðir og eigin hugsun hefur oft áhrif, ef ekki stjórn á hugsanir og gjörðir annarra.......allavega tilfinningar annarra........og á móti kemur að tilfinningar annarra snerta mann síðan tilbaka.

Einhver sagði við mig: What goes around, comes around.
Það er víst lögmál lífsins. Það sem fer upp kemur niður. Það sem rangt er gert, gerir manni rangt á endanum.

Já við lifum lífinu í blindni, en þegar maður opnar loks augun, þá breytist þýðingin, ekki er ekki allt sem sýnist.....

|