þriðjudagur, ágúst 26

Snilli - Brilli!!!

Nema hvað!!!! Haldiði ekki að ég hafi fengið símhringingu áðan! Það er nefnilega þannig að ég sótti um starf (sem ég ætla ekki að nefna) hér í bænum. Starf sem mig langar virkilega í og myndi sko skera af mér hægri höndina til að fá. Allavega, þá var ég boðaður í viðtal núna áðan. Sem var GOTT! Og ég held að það hafi bara gengið bærilega.........Allavega var atvinnurekandinn voðalega áhugasamur. Úff!!!! Þvílíkt stress. Nú er bara beðið til Guðs og vonað það besta. Þettta yrði svo kjörið, alveg það sem ég hef beðið eftir............... I pray to God!

Jæja, bara 9 dagar eftir þangað til við förum út. Þetta er alveg að koma sko. Spurningin er bara hvort ég meiki tímann þangað til. Bíðandi eftir því að komast út og fá svar frá þessu frábæra starfi. Ég held að ég þurfi bara að fá smá að kvíðapillunum sem maðurinn minn á. Mér er actually hálf óglatt núna af spenningi! Gaman saman!!!

OK. Ég mun semsagt ekki taka þátt í IDOL. Ég verð úti þegar úrskurður verður úr 80 manna hóp niður í 32 manna hóp. So this is ded end! Svo ég er búinn að dumpa þessu öllu saman. Svoldið svekkjandi, en OK, betra að hætta við áður en maður byrjar en að byrja og svo hætta við. Minnkar vonbrigðin sko!!! Jebb.
Úúúúúú.......ég get ekki hætt að hugsa um þetta atvinnuviðtal.
Hvað ef ég sagði eitthvað vitlaust, eða gerði eitthvað vitlaust, eða gleymdi að segja eitthvað, eða sagði of mikið, eða of lítið, eða leit illa út eða bara eitthvað!!!!
Ég meina, hvað ef ég fæ ekki starfið??? I will die!!!
OK, smá drama sko. En það er allt í lagi. Maður má alveg vera í smá drama þegar maður er búinn að sækja um vinnu. Er það ekki annars?

Svo á morgun er stóri dagurinn hans Fjalars. Þá gerist það. Æi greyið, á blogginu hans stóð fyrirsögnin: Hver vill elska 30 ára gamlan mann? (eða eitthva svoleis) Ég skal bara segja þér það Fjalar að minn maður er sko orðinn 30 ára og ég elska hann jafn mikið og áður. Enda ekki hægt annað, hihi!!! :)
Besides, look on the bright side. Ostar og vín verða alltaf betri með aldrinum! Þannig er það líka með karlmenn.......I think. Don´t worry. Við Jómbi munum elska ykkur karla þangað til death do us apart. Meira að segja þegar þið eruð komnir á elliheimili og við verðum ennþá looking young and gorgeous! Muahahahahaha!!!!!!
Hvað langar þig svo í ammælisgjöf???

Jamm og jæja. Dagurinn bara að verða búinn og mig langar heim. Ég ætla að hitta Thelmu og Ölmu í kvöld og við ætlum að spjalla smá. Enda verð ég að segja þeim fréttirnar! Jamm............

Þangað til næst.
See ya all happy............and older!!!
Dúskur segir ble ble!

P.S. Hver veit nema draumar mínir rætast og ég fæ vinnuna og stóra "breikið"!
Ciao!

|