miðvikudagur, ágúst 20

Dance with my father again..........

Back when I was a child
before life removed all the innocence
my father would lift me high
and dance with my mother and me and then
spin me around til I fell asleep
then up the stairs he would carry me
and I knew for sure, I was loved

If I could get
another chance
another walk
another dance with him
I'd play a song that would never ever end
how I'd love love love
to dance with my father again......................



Ég er sko alveg með þetta lag í hausnum. Þetta er án efa einn af fallegustu textum sem ég hef heyrt. Annars er ég algjör sucker fyrir öllum svona væmnum ballöðum. En þessi er flottur. Enda er Luther Vandross bara með flotta rödd sko!!! Synd að hann skildi fá heilablóðfall samt......(er "stroke" ekki heilablóðfall???) Allavega er ég búinn að raula þetta lag seinustu daga. Væri sko alveg til í að taka það sjálfur einhvern tímann með fallegum píanóundirleik. Ætti kannski að athuga hvort Siggi og Lára væru til í að kíkja á það með mér........ Þessi tóntegund virðist passa mér líka.........

Sem minnir mig á það! Föstudaginn eftir viku er skólasetning í söngskólanum. Ég hlakka svoldið til að byrja aftur. Það er ekkert skemmtilegra en að syngja alla daga. Að koma sér í gegnum erfitt lag sem maður er búinn að brasa við í margar vikur. Söngur er pottþétt eitt af bestu leiðunum til að tjá tilfinningar sínar, hvort þær séu góðar eða slæmar. Svona næstum eins og í söngleik, þar sem fólk brýst út í söng við minnsta litla tækifæri. Snilld sko. Sæjuð þið í anda fólk útá götu að rífast og allt í einu myndi þau bara fara að syngja "heavey metal" eða ástfangið fólk allt í einu syngja ballöðu og byrja dansa. Snilld!!!! OK, kannski svoldið ýkt, en samt sætt :) Í staðinn fyrir stríð myndu við bara syngja hvort annað í hel, sá vinnur sem syngur best, hihi!

Maðurinn minn er ennþá heima að drepast. Svaf næstum ekkert í nótt. Hann er voða lítill núna, þótt hann sé það í raun ekki, hihi. Hóstandi og sjúgandi upp í nefið, algjör sjúklingur. Ég vona bara að hann nái þessu úr sér áður en við förum út. Bömmer aldarinnar ef hann væri nú veikur þá :( Let´s hope not!!!

Var að lesa blaðið áðan.. Í nóvember verða "reunion" tónleikar hjá Todmobile. Væri spurnig að kíkja á þá þegar þar að kemur. Annars þekki ég ekkert almennilega til Todmobile, en gamla gengið er jú alveg frá þessum tíma, og ég veit að þau fíla þau. Þannig að það væri spurning að gera sér ferð á þetta. Enda er ég algjör FAN af Þorvaldi Bjarna. Maðurinn er snillingur sem tónlistarmaður, algjör, fyrir utan hvað hann er góður persónuleiki líka.
Annars finnst mér maður geri ekki nóg af því að fara á tónleika eða í leikhús. Þetta er einmitt það sem maður á að gera. Miklu frekar en að fara í bíó sem er orðið morðdýrt!!! Besides, maður fær allavega ástæðu til að dressa sig upp ef maður fer í leikhús :)

Enn og aftur rekur hugur minn að ferð okkar karla. Nú er bara nákvæmlega 2 vikur þangað til við förum út og ég er í raun löngu farinn. Samt finnst mér eins og það sé ekkert að koma að þessu. Við erum ekki einu sinni búnir að fá farseðlana ennþá. En þeir koma, vonandi. Þangað til væri voða gott ef eitthvað kæmi útúr vinnumálum hjá mér. Það myndi allavega losa burt smá höfuðverk sem ég er með. Enda er ekkert gaman að fara út með eitthvað svona hangandi yfir manni. En samt ætla ég ekkert að hugsa um það ef svo ber undir þegar við erum komnir út. Why bother??? Það verður bara notið ferðarinnar út í eitt!!! No problems, no worrys!

Mig langar svo að lita á mér hárið.....og fara í klippingu líka. Ég er samt að þykjast vera að safna, en það er eiginlega ekkert "due". Og liturinn er farinn að hnjaskast smá. En ég ætla samt að reyna þrauka út svoldið lengur. Enda enginn tilgangur í að klippa sig áður en maður fer til sólarlanda. Sólin og sjórinn fer hvort eð er illa með hárið, þannig að ég býst við að þurfa gera eitthvað drastískt við hausinn á mér þegar ég kem heim.

Datt í hug um daginn að "fiesta" svoldið með krökkunum eftir að við komum heim. Ella frænka kemur heim held ég sama dag og við. Jómbi verður náttlega kominn líka frá Madrid. Mamma og pabbi ætla eitthvað að skella sér út í sömu viku, London eða USA, annaðhvort, eða var það bæði.....man ekki. Þannig að það er kjörið að hafa reunion og photoshow fyrir alla þá. Býst líka við að strákarnir sætu í 101 verða búnir að sakna okkar sætustu í HFJ og Ellu þokkalega mikið, enda ekki skrýtið, eins skemmtileg og við erum, muhahahaha!!!
Annars datt mér bara í huga að Fjalar kæmi bara með okkur Nalla til Cyprus. Þar sem karlinn hans er að yfirgefa hann til Spain og Ella in Africa. Er alveg viss um að hann er til í það :) Hehe!

Það er að koma matur og ég er orðinn svangur. Trúi þið því??? Ég er alltaf svangur!!! Thank God I´m not FAT!
Ætla að hætta þessu í bili, og reyna að koma einhverju í verki. Staflarnir af töskum til að bóka og fleira bíður eftir mér :)

Keep on singing people! Fill the world with music.
Dúskur says: Over and out!

|