miðvikudagur, ágúst 27

Ein vika + einn dagur!

Jæja, takk fyrir góðan daginn!!! Vikan hálfnuð og tíminn styttist þangað til við förum út. Gærdagurinn var að mestu hálf furðulegur, svona svoldið "surreal". En í dag held ég að ég sé kominn með fæturnar aftur á jörðina, sem er GOTT. Ég meina er hægt að leggja meira á mann??? Allavega fór ég út í gærkveldi, hitti Ölmu og Thelmu, það var voða nice. Við skemmtum okkur alltaf svo vel saman. Kvöldið fór samt að mestu í að ræða útskriftarfötin sem ég á að sauma handa þeim :)

Samt virðist eitthvað stress vera hrjá mig. Komst að því í gær þegar ég kom heim. Fékk þá þessar rosalegu blóðnasir svo það hálfa væri nóg. Ég veit að það er ekki ofnæmið sem er að bögga mig því veðrið hefur skánað mikið. Svo það hlýtur að vera stress. Einnig dreymdi mig eitthvað furðulega í nótt, og það lofar aldrei góður heldur. Kannski er ég bara að missa vitið, eða þá er ferðafiðringurinn að magnast! Já, það er líklegast það............
Stelpurnar (Alma og Thelma) eru á fullu að undirbúa sig fyrir prufurnar í IDOL. Eða þannig sko. Reyndar voru þær ekkert búnar að pæla í þessu, en OK. Anyways, þá eru þessar prufur á laugardaginn og ég get ekki verið með, *snökkt*. Well, I´m a star inside of me!
Ég held að þær ætla að kíkja eitthvað á þetta í dag.................

Í dag er stóri dagurinn!!! Fjalar minn, til hamingju með daginn!!!
Nú ertu loks orðinn stór :) Var að kíkja á bloggið þitt áðan. I felt some disturbance in you.
Hehe, en eins og þú væntanlega veist þá hefur voða lítið breyst. Þú heldur sko áfram að vera sami gamli........ungi barnalegi þú. Og þú og minn maður geta haldið áfram að vera á kúk og piss aldrinum og "going EXTREME!". Hahaha!!! We love you ! Bara til hamingju elskan og njóttu dagsins, and the new chapter of your life. This is a good thing, remember :)
(ég er svo spekingslegur)

Jæja, ætla að hætta í bili. Allavega að fara að þykjast vera að vinna :)
Kannski að ég kíki inn á eftir og bloggi meira, sjáum til..............

Dúskur kveður.
What the world needs now, is love, sweet love..................

|