Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

mánudagur, nóvember 29

Í ljósanna hásal!

Aðventan bara gengin í garð og minns bara búinn að vera að föndra og taka til um helgina. Ákvað í ár að ég myndi búa til min eigin aðventukrans og gera smá huggulegt heima fyrir. Eftir nokkra búðarleiðangra varð úr þessi fallegi hvíti friðarkrans á sófaborðinu mínu :)
Svo er ég að pæla að kannski reyna að búa til og föndra jólakortin í ár líka.......
Annars er mikið búið að ganga á seinustu tvær vikur. Eins og flestum er kunnugt þá er ég á förum héðan úr Kringlunni. Næsta áfangastaður er Sölu- og markaðssvið KB banka! Við Hera erum að fara saman að hefja nýja og spennandi feril í þessum málum. Get eiginlega ekki beðið, hlakka til að fara takast á við eitthvað nýtt og öðruvísi. Þó svo að ég muni sakna fullt af fólki héðan. But life goes on, og sérstaklega mitt. Svo ekki er hægt að sitja og spyrna á móti!

|

fimmtudagur, nóvember 25

Ný vika, nýtt hottie!

|

miðvikudagur, nóvember 24

Crazy brain in the bankhouse!

Ég trúi þessu ekki!!! Klukkan er rétt rúmlega 5 og tíminn er EKKERT að líða.....
Síðan um 2 finnst mér eins og tíminn hafi bara stöðvast og ég dottið út í smá stund. Ble......en ég losna nú bráðlega úr þessari hvelfingu og hef störf á nýjum stað :) Við skulum bara vona að það hæfi mér betur en þetta.....

Hóf náttlega daginn á því að fara til læknis. Eða réttara sagt kírópraktors. Var ekki búinn að fara í næstum 2 ár og var kominn tími á það. Búinn að vera eitthvað að drepast í hnakkanum, þannig að ég ákvað að láta kíkja á þetta fyrir jól. Enda er það ekki slæmt að láta þukla á sér smá, sérstaklega þegar læknirinn er svona myndarlegur, hehe!!!
Eftir þennan lækni fór ég til næsta. Lét kíkja á tennurnar í mér til þess að athuga hvort ekki allt væri í lagi með þær og þær sætu ennþá í. Eins og vanalega voru þær prýðisfínar og ég fór sáttur með hreinar og fínar tennur í vinnuna. Uppgötvaði svo áðan að allt þetta læknavesen kostaði mig rúmlega 10þús krónur, og ég sem á ekki eyri í rassi!!! Dreif mig svo niður í höfustöðvar KB til að undirrita nýjan starfssamning. Allt gekk að óskum, en segjum sem svo að allt er þetta sættanlegt.....í bili.
Nú er bara að bíða eftir að ég get lokað þessari búllu og farið heim......heim??? Nei alveg rétt, Ingó þarf að vinna fram á kvöld í kvöld. Ekki veitir nú af peningnum, það get ég sagt ykkur! Við skulum bara vona að þetta taki fljótt af og ég komist heim á skikkanlegum tíma.

Gamli kisinn minn fór bara svo til tannlæknis hann líka í dag. Þurfti eitthvað að láta gera við postulínið upp í honum. Þarf að hringja í hann til athuga hvernig allt fór.......
Jæja, ætla hætta þessu bulli í bili.
Ciao!

|

sunnudagur, nóvember 21

Þvottadagur!

Herru manni! Sunnudagur og minn bara heima að reyna koma sér af stað að þvo. Hmmm.....eitthvað gengur það nú illa, þar sem ákveðið var í gær að hrynja ærlega í það og vera svo þunnur í dag fram eftir degi og kvöldi. En ég er búinn að komast að því að ég er orðinn hræðilegur drykkjumaður og lýsir það sér mest í því hversu lítið ég drekk!
Svo ég er fremur hress og vakandi, en nenni samt ekki að fara að þvo....

Gærdagurinn var sem sagt hin besti, eða allavega var hann mjög annasamur. Byrjaði morgunin með miklum látum á háu A og falsettu sem gat sprengt glös í mílu fjarlægð. Dreif mig svo beint úr því í einn góðan flugtúr, bara svona rétt til að kíkja á borgina að ofan :)
Allt gekk þetta hið prýðilegasta og kom það mér á óvart hvað ég mundi mikið frá því ég var að læra seinast! Ætli þetta muni nú bara ekki ganga bærilega, eða það vona ég....
Um kvöldið var ég búinn að fá lánaðan Lóuásinn í smá teiti fyrir KB krakkana, svoldið kveðjuhóf þar sem ég er á förum frá þeim í desember. Já alveg rétt!!!
Var ég ekki búinn að segja ykkur frá því??? Dúskurinn er orðinn nýr starfsmaður í söluveri markaðsdeildar í KB banka :) Sem sagt, útkoman sem ég var að bíða efir á fimmtudaginn varð sú sem ég vildi og fer þetta allt í gang fyrstu vikuna í desember. Gaman saman!!! Svo það verður sko ekki hrópað "nr 253, gjöriði svo vel" framar! Hahahahahaha!!!

Þvílík gleði sem ríkir á mínu heimili. Nýtt starf, nýtt nám og nýjir möguleikar fyrir handan hornið. Gæti þetta verið betra???
Jæja, þvottadagurinn bíður, hehe.
Allir að kíkja á nýja hittíið, en ég og vinir mínir erum allir sammála um það þessi kauði er eitthvað voða kynferðislegur. Allavega finnst mér hann sætari en bróðir hans var nokkurn tímann :)

|

miðvikudagur, nóvember 17

Hvað var málið með gærdaginn???

Jæja, náði engan veginn að skirfa eitt eða neitt í gær. Var í vinnu og gleymdi mér í smá verkefnum.....Svo ég býst að fólk hafi ekki fattað alveg punchlínuna, hehe!
En málin standa svona; Eitthvað þróast þetta hægt í vinnumálum hjá mér, en eitthvað segir mér að það sé að þróast í rétta átt, allavega sagði lítill fugl mér það að ég hafði ekkert að óttast. Á morgun mun ég sem sagt fá betri svör við þessum breytingum mínu :)
Við vonum bara að útkoman verði sú sem ég vil að hún verði.......
En málið með bloggið í gær, sem svo varð ekki er jú nákvæmlega þetta:
Á laugardaginn nk. fer ég í mitt fyrsta flug, þ.e ef veður leyfir. Það var hringt í mig í fyrradag til að tilkynna mér það að það væri búið að finna handa mér kennara og læti og ekki setunar boðið en að byrja á þessu öllu saman. Svo ekki er aftur snúið, þetta er komið af stað og Ingó á leiðinni að verða flugmaður :) Svo nú er bara að taka sig á og hafa hlutina á hreinu og gera þá vel!!! Hmmmmmm........smá kvíði í gangi núna sko, hehe!
Allavega verður skellt sér í söng kl 9 og svo upp í loftið strax á eftir. Svo maður verður allur +i háu hæðunum þennan dag, muahahahahaha!

Sem sagt, þetta var málið með gærdaginn. Allir að krossa fingur fyrir Ingó :)
Ciao bella!

|

þriðjudagur, nóvember 16

Er þetta fugl? Er þetta flugvél? Nei, þetta er Ingó!

|

föstudagur, nóvember 12

Cha, cha, cha og salsa. I´m on fire today!!!

Sem sagt. Föstudagur í dag. Guð sé lof!!!
Búinn að vinna kl. 5 og í kvöld bíður mín eitthvað surprise frá manninum mínum, veiiiiii!!!
Tala um það seinna.......
Allir að kíkja nýja hottíið mitt. Mér finnst hann soldið sætur......

|

miðvikudagur, nóvember 10

Voðalega gengur þetta eitthvað illa...

Jamm, maður er búinn að vera eitthvað svo latur við að skrifa. Kannski ekki skrítið þar sem mikið er búið að vera gerjast hjá manni seinustu vikur.......Spurning með útkomuna bara....
En dagarnir líða hægt á meðan vikurnar þjóta framhjá, skrítið konsept alltsaman, fattaði allt í einu að það er nálgast jól, og þó sérstaklega desember mánuður og öllu sem því fylgir. Hmmm....Kringlan er ekki beint staðurinn sem maður langar að vinna á svona rétt fyrir jól. En jólin breiða svosem yfir allt ös og þös :) Vonandi að eitthvað skýrist frekar varðandi mín mál. Ég nenni bara ekki að byrja nýtt ár í rugli, en eins og alltaf þá reddast þetta alltaf á seinustu stundu!

En einhver leti og slen er í mér þessa dagana. Nenni bókstaflega ekki neinu! Ræktin er búina ð fjúka út í buskann, og ég nenni nánast ekki að elda heldur þegar ég kem heim eftir vinnu. Hvað er að???!!! Já, kannski að þetta sé tímabundið, hver veit, I hope.
Ég er búinn að sækja um starf fluffu hjá Icelandair, reyndar er þetta í þriðja skipti sem ég sæki um núna og loks kominn með aldur til. Sjáum hvað verður úr þeim málum......
Yrði samt rosa gaman ef maður fengi nú breik loksins :)

|