Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

mánudagur, desember 27

Stuttar hátíðarstundir og vinnan byrjuð.

Gleðileg jól öll sömul, vonandi hafið þið það haft það sem best yfir hátíðirnar, allavega hef ég haft það, þó svo að þetta hafi verið stutt.
En mar er kominn í vinnu aftur og vonandi á leið heim fljótlega. Ætlaði að bara að skjóta inn smá línum , bara til að láta vita af mér :)
Fer á fullt ról aftur á nýju ári.........

|

föstudagur, desember 17

Hóst, hnerrr og hrotur

Föstudagur, hliðið að helginni. Vikan búin að líða alveg eldsnöggt. Já, tíminn líður hratt þegar maður hefur mikið að gera. Eitthvað er ég búinn að dragast aftur með jólaundirbúninginn, en planið er víst að reyna að hysja upp um sig smá í kvöld og skella sér í búðarleiðangur. Hver veit nema okkur telst að þrífa heima líka........kannski ekki. Það er ekki nema rétt vika þangað til jólin koma, alltof stuttur tími finnst mér. Þó svo að það sé kannski ekki svo mikið eftir að gera þá er ég ekki alveg með hugann við hátíðirnar núna. Finnst eins og hugurinn reki oft eitthvað annað svona yfir daginn. Kannski ekki skrýtið þar sem margt er í siktinu :)
Gleðileg jól og allt það, ég er farinn í mat!

|

þriðjudagur, desember 14

Hvaða dagur er í dag???

Já, talvan komn í gang og dagurinn eitthvað hægt að líða. Ég er hálf ringlaður, og held ég að ég sé búinn að næla mér eða sé að næla mér í einhverja flensu.......Hauverkur og miklir beinverkir er það sem einkennir þetta núna. Og fyrir utan það að ég sé að sofna ofan í klofið á mér.........
Framundan bíður mín vikan með jólaundirbúningi og látum. Allt á eftir að gera, þ.e að kaupa jólagjafir, þrífa og skreyta og pakka inn og skrifa jólakort (eitthvað talaði ég um að föndra þau), og síðast en ekki síst var planið að baka eina eða tvær kökusortir. Hmmmm......skipulagsleysið á einum bæ!!! Í raun og veru get ég ekki annað en beðið eftir að jólin koma og maður getur slakað á :) Mmmmm.....
Kannski að ég kíki í eina búð á leiðinni heim.......Ekki er seinna en vænna!

Fleiri fréttir bíða mín yfir hátíðirnar, og eins og áður ætla ég ekki að gefa þær alveg upp ennþá. En alltaf er fjör í lífi Ingó :) Við skulum bara vona að fréttirnar verða gleðifréttir...

|

sunnudagur, desember 12

Ég nenni ekki að hreyfa mig

Þriðji í aðventu og veðrið alveg klikkað úti. Á svona tímum er maður bara þakklátur fyrir verslunarmiðstöðvarnar, þó svo að þær hafa nú ekki beint verið í uppáhaldi hjá mér.
Í gær skelli ég mér á þennan fína dinner með krökkunum, þessum yndislegu dúllum í 323 á Holtið. Þetta var svaka nice, enda ekki alltaf sem mar fer svon fínt út að borða. Maturinn var til fyrirmyndar og félagsskapurinn sérstaklega. Við kíktum svo aðeins í bæinn, bara svona rétt til að anda að okkur fersku lofti, en við vorum frekar róleg í skapinu þetta kvöldið. En þetta var virkilega nice :)

Ég vaknaði svo um hádegi í dag, ætlaði aldrei að koma mér fram úr og Nallinn minn bara farinn í vinnu. Svo ég sit hér og er að velt því fyrir mér hvað ég eigi að gera af mér......Þarf reyndar að fara að útrétta soldið......en veðrið er ömurlegt og það er varla að maður nenni að fara út. Reyni kannski að plata gömlu hjónin með mér líka :)
*geisp* Jæja, ætla að fara að flikka aðeins upp á mig, enda veitir ekki af - Herfa, herfa, láttu þig hverfa!!!
Fattaði allt í einu að ég gleymdi að skipa um hottí fyrir helgi, svo það verður gert núna :)
Spurning að næst ár verða þetta hottí mánaðarins.......
Ciao!

|

mánudagur, desember 6

Kominn á nýjan vígvöll!

Húbba húlla, húlla, húll! Bara kominn á nýja vinnustaðinn. Ekki mikið að gera, enda ekki kominn með nýtt svæði í kerfinu og mailið er kapúff. Svo ekkert er annað að gera en að bíða og sjá og reyna að koma sér fyrir. En þetta er algjört æði :) Sit hérna fyrir framan nýju tölvuna mína og flotta tæknilega borðið mitt og hægindastíl dauðans! Mmmmm, og hér ríkir þögn, ekkert kliður og engir viðskiptavinir að bögga mig :) Og ég ræð mér sjálfur, eða svona næstum, hihi! Svo má ekki gleyma mínu eigin símanúmeri líka :) Svo hér ríkir algjör hamingja og reyndar þreyta. Svaf ekki dúr í nótt, að hluta til vegna spennu fyrir nýja starfinu en aðallega vegna vöðvabólgu í hnakkanum. Svo ég er ekki alveg í sambandi, og er að gera mest lítið þ.e. að blogga. Enda ætla ég alveg að leyfa mér það, þar sem ég er ekki að vinna í útibúi í banka lengur!!! En víst verð ég að viðurkenna að þetta eru viðbrögð og margt sem ég á ólært. Enda ekki alltaf sem gjaldkerablók flytji sig um setur á þennan hátt svona snöggt, enda gef ég sjálfum mér allt kredit fyrir það, takk fyrir það, án hroka :)

En helgin var góð. Jólaundirbúningur á fullu, við karlar drifum okkur í bæinn og komum fullt af hlutum í verk, það var rosa kósí að browsa í búðir með elskunni sinni :)
Svo í gær var kýlt á laufabrauðið og haldið litlu jól heima í í Lóuás.
Jæja, ætla að fara að hætta þessu blaðri. Kannski að ég hendi inn nokkrum línum í kvöld.

Ciao bella!

|

laugardagur, desember 4

Kæra dagbók....

Jamm og jæja! Helgin komin og jólamánuðurinn kominn á gott ról. Þó svo að maður sé nú kannski ekki alveg kominn í 100% (nylon) jule fíling þá finn ég þó fyrir tilhlökkun til jólanna. Það á sko að slaka á yfir hátíðirnar og hafa það virkilega náðugt. Mmmmmm.......

Í gær var sem sagt seinasti dagurinn minn í 323 Kringlunni. Þó svo að ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vígvelli þá var það hálf bitter sweet að kveðja liðið í gær. Þeim verður sárt saknað, allavega á köflum :) En framtíðin ber eitthvað nýtt í skauti sér og þetta nýja ætla ég að kanna betur. Svo upp með höfuðið, haltu áfram, líttu tilbaka en no regrets!
Svo á mánudaginn mæti ég í nýja starfið mitt hjá markaðsdeild, haff og paff....þetta verður spennandi! Svo er aldrei að vita hvort plottið þykkni eitthvað meira þegar lengra líður á nýja árið :) En koma tíma koma ráð, og nú er þetta ár að renna á enda og tími til að bara njóta þanns litla tíma sem eftir er af því. Jólin, jólin allsstaðar....

Við karla sitjum hérna heima í hlýjunni að hlusta á fallega sálma. Ætlum út á eftir að skoða í búðir og reyna kannski að koma af stað jólainnkaupunum, eða bara slæpast og vera til. Sýna sig og sjá aðra........Og eyða peningum!!! Minns fékk svo mikið útborgað að það hálfa væri nóg, lalala!!! :) En hálfpartinn nenni ég ekki út, en ætla að reyna koma okkur samt af stað. Fór í söng í morgun og leyfði raddböndunum að þenjast smá. Ekkert sem vekur mann betur en erfiðar raddæfingar og fallegir tónar, þið ættuð að prófa það :) Svo finnst að maður er vakanaður eitthvað að ráði þá er best að gera eitthvað að gagni!

En hvað er málið með þessar jólagjafir??? Ég hef ekki glóru um hvað ég að gefa í jólagjöf, eða öllu heldur hvað mig langar sjálfur í..........Hef einhvern veginn ekki haft tími til að pæla í þessu, margt annað að gerast.......Jæja, aftur, koma tímar koma ráð :)
Jæja, kannski að heit sturta bíður manns og svo jólaösið niður í bæ.

Hejdå!

P. S Nýtt hottie komið!!!


|