Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, ágúst 31

Lúinn líkami og algjör þreyta

Ój bara! Ætlaði þvílíkt að sofa út en vaknaði kl. 10 og gat ekki sofið lengur.
Svo virðist sem ég er búinn að missa þann hæfileika að sofa út eða lengur en til 10 á morgnana. Svo nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna og er að reyna drita einhverju áhugaverðu niður fyrir ykkur að lesa......
Annars er þetta skítamorgun, veðrið alveg ömurlegt og vinnuvélarnar fyrir utan að gera mig vitlausan. Ég er með verki í öllum líkamanum og mikil þreyta er komin yfir mig. Í gær var fimmta morgunflugið mitt í röð og verður það að viðurkennast að það taki sinn toll á kroppinn, þó svo að þetta sé allt gaman og það.....10 lendingar á 5 dögum, það er bara slatti skal ég segja ykkur. Köben var fín, kom þó soldið á óvart þar sem ég var búinn að mála skrattann upp á vegginn um að þetta yrði nú frekar leiðinlegt. En svo endaði ég bara upp á herbergi með mat og nammi og fór í gott og langt bað, sem gaf mér fína asfslöppun.
En í dag ætla ég að taka því rólega. Pæling er að hitta hinar fluffurnar ef eitthvað verður úr því, eða jafnvel hitta mína ástkæru vini. Þangað til ætla ég að liggja upp í rúmi og knúsa tuskudýrin :) Hvað er annars merkilegt að frétta??? Hmmm.......Ekki svo margt.......
Dúskurinn er kominn á eitt enn kaflaskiptið, eða svo virðist það vera. Það er aldrei að vita hvað tekur við næst núna á næstu dögum. Málið er víst að horfa á það með björtum augum og vera jákvæður :) Ég er að pæla í að fara að tileinka mér það nýja lífsviðhorf góðs vinar míns að sjá hamingjuna í litlu hlutunum. Enda er það alltof sjaldan sem maður gerir það í raun og veru. Jæja rúmið kallar og skyrið inn í ísskáp bíður :)

Heyri í ykkur later!

|

sunnudagur, ágúst 28

Næturstopp once again!


Jamm og jæja! Dúskurinn bara á leið í víking aftur, þó bara stutt í þetta skipti. Næturstopp í Köben, kem heim á morgun, nánari tiltekið pulsustopp :)
Mamma og pabbi farinn til Suður Afríku í mánuð og litli strákurinn bara einn heima.
By the way, var að fá hringingu frá þeim núna rétt áðan og þau komin á áfangastað eftir 14 tíma flug. Úff! Allt gekk vel og þau sitja úti á verönd í Afríku paradís! Nú þarf Dúskurinn bara að hringja í ættingja og láta vita, þó sérstaklega hann afa gamla á Akureyri. Nú svo er það reksturinn á fyrirtækinu sem þarf að halda áfram......Guð sé lof fyrir banka bakgrunninn :)

Jæja, best að fara að flikka upp á fésið á sér og gera sig inviting fyrir farþegana. Ekki þýðir að líta út eins og rusl úr Árbænum! Hana nú!!!
Hvað bíður mín svo í næstu viku, það er spurning..........

|

fimmtudagur, ágúst 18

"If you´re going to San Francisco"

Jújú! Ákvað að skella inn smá message svona rétt áður en maður fer af klakanum svona í bili.
Dúskurinn á leið til Californiu og San Fran og tekur karlinn og vinkonuna með sér :)
Já hún Eygló vinkona reddaði sér frímiða hún einnig og ákvað skella sér með bara líka. Svo þetta verður gamla tríóið komið saman aftur í útlöndun enn á ný!
Svona fyrir ykkur hin til að slefa yfir set ég inn linkinn á hótelinu góða sem við verðum á, hehe! Jæja, best að fara að pakka og gera allt reddí.
See ya all soon!

|

laugardagur, ágúst 13

Hvaða dagur er í dag???



Í dag er laugardagur.......Sit hérna fyrir framan tölvuna og góni á skjáinn. Það er komin helgi og Nalli að vinna. Viðburðarlítill dagur í dag. Fór út og kom svo heim aftur.....hmmmmm var ég búinn að segja viðburðarlítill dagur???
Á morgun er flug til CPH. Næturstopp og læti, kem heim aftur á mánudaginn. Svo seinna í vikunni er það bara San Fran! Tvær nætur á massa hóteli, þetta verður ljúft!!!

Jæja, ætla að halda áfram að láta mér leiðast.......

P.S. Svona mikið leiðist mér.......!!!------------>

|

mánudagur, ágúst 8

Dagurinn í dag...

9 sverð

Ekki leyfa hindrunum fortíðar að eyðileggja annars góðar stundir sem atburðir nútíðar hafa upp á að bjóða. Ef þú átt erfitt með að flýja reynslu fortíðar er þér ráðlagt að taka á honum stóra þínum og eyða ímynduðum hindrunum sem kunna að standa í vegi þínum. Þú átt það til að taka nærri þér skoðanir annarra en það tefur aðeins fyrir þér og velferð þinni. Kvíði virðist einkenna líðan þína varðandi framhaldið en þér er bent á að þú ert fullkomlega fær um að hreinsa allar hindranir úr vitund þinni. Neikvæðni felur eingöngu í sér frækorn eigin tortímingar og það veistu reyndar. Þú uppskerð alfarið í samræmi við trú þína.

|

sunnudagur, ágúst 7

Þvílík vitleysa!!!

Já mar ætlar að reyna að flikka aðeins upp á lookið hér á síðunni, en gekk það ekki betur en það að ég endaði aftur í upphaflega mynd! *hnuss* Þetta fór allt í steik og komment kerfið var horfið og allt annað líka. Sem betur fer hafði ég copy/paste allt bloggið á skjal sem ég geymdi svo það var ekkert annað en að setja hið gamla look inn aftur.....

Hvað er svo sem að gerast í mínu lífi í dag??? Hmmmmm......fluffan flýgur út reglulega og verður að segjast að hann er farinn að finna sig frekar vel í starfi :) Vonandi bara að ég fái áframhaldandi vinnu eitthvað lengra......
Í gær var hin árlegi GAY-Pride dagur samkynhneigða á Íslandi. Við karlar skeltum okkur að sjálfsögðu niður í bæ með bræðrum okkar og systrum til að fagna þessum merkis degi! Eins og alltaf var þetta hinn besti dagur og gaman að sjá hvað íslendingar, bæði ungir sem aldnir sýna okkur kynvillingunum mikinn stuðning :)
Að lokinni göngu var haldið heim til tengdó, mamma Íja átti afmæli. Til hamingju með daginn tengdamamma! Til að toppa þennan frábæra dag var svo skellt sér í teiti hjá "Hommahopp og Lipurfót" en þar var um manninn margan, mikið drukkið og mikið spjallað, haldið var svo á ball á NASA. Þarf ég segja frá því............?????

|