Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

mánudagur, ágúst 30

Maður lifandi!!!

Haldiði að það sé hneyksli! Mar bara skilur eftir bloggið í lausu lofti í miðri setningu.....Gengur ekki. En mér til afsökunar þá var ég rosalega þreyttur og svangur og ......já, you name it! Það er náttlega bara takmarkað sem hægt er að leggja á mann.

Núna sit ég allavega heima og er a drepast út leiðindum, samt er ég eitthvað svo andlaus. Fékk þetta litla í magann í morgum sem gerði það að verkum að ég ákvað að vera heima í dag. Morguninn minn hefur þó verið frekar atburðarlítill, byrjaði á að skella einum tölvuleik í vélina, gafst upp á því. Svo hringdi Thelma og ég tjattaði við hana smá, og núna seinasta klukkutímann er ég búinn að dunda mér við einhverja gestaþraut sem lá hér á borðinu hjá mér og hefur hún heiltekið mig allan. Það er furðulegt hvað þarf lítið til að skemmta mér, hehe.
En ætli maður reyni nú ekki að skella sér upp í rúm og leyfi magakveisunni að líða, kannski að mar grípur í eina bók líka með.....hef bara ekki einbeitinguna í það........
Svo langaði mig svo mikið í ræktina í dag líka.........æi ég veit svosem ekki hvað ég er að blaðra hérna, allavega ekkert sem meikar sens. En spurning er hvort maður reyni nú ekki að koma þessa blessaðins bloggi í rétt lag og dubbi hérna inn nokkrun linkum á fjölskyldu og vini.

Jæja, ciao í bili. Ætla að klára þessa gestaþraut og svo letast.

|

laugardagur, ágúst 28

Return to sender!

OK. Mér líður ekkert smá kjánalega núna mar! Var sko búinn að skrifa fullt af dóti sem var ekkert smá fyndið og skemmtilegt en þá klikkaði netið eitthvað hérna og allt bara fauk út. Svo nú sit ég hérna og er að rembast við það að vera fyndinn, aftur og endurtaka mig, sem er ekki alveg að virka.
En ég er kominn aftur hingað í vinnuna miklu, þreyttari og dofnari en áður. En það þýðir svo sem ekki að kvarta þar sem manns eigið val, ekki satt?

Djöfull maður!!! Sitjum hérna og erum að ærast útaf Línu helvítis Langsokk!!!Það sem er gert fyrir þessi helv.....börn!!! Aaaaaaarrrrrrrrg!!!!!!!!!!

En í gær fórum við karlar með ammælisbarni dagsins í smá ævintýri. Við ákváðum að bjóða litlu dramdrollunni í leikhús svona rétt til þess að gera daginn skemmtilegan. Og þvílík sýning sko!!! Ferðinni var haldið í Borgarleikhúsið á Rómeó og Júlíu. Og ég ætla sko ekki að fara eyða of mörgum orðum´til þess að lýsa þessari sýningu, því það tæki of langan tíma. En þetta get ég þó sagt:
Þvílík snilld!!! Ég hef ekki farið á leiksýningu sem er eins fullpökkuð af húmor, meiri húmor, slatta af húmor í viðbót, drama, flottum fimleikaatriðum og klassa leik á heimsmælikvarða, eins og þessi leikur. Þið sem ekki hafið farið......FARIÐ!
Eftir sjóvið var hadlið á Tapas Bar, bara rétt til að seðja versta hungrið. Við enduðum svo heima upp í sófa í diskusjón um pólitík og Opruh Winfrey! :)
Ég held bara að ammælisbarnið hafi bara verið nokkuð ánægt með daginn, en það var fyrir mestu. En fyrir ykkur sem ekki vissuð, þá var hann Fjalar okkar að skríða yfir 30 árin og djóna honum gamla mínum í elliárunum, hihi! :)

Planið á eftir er þó að fara heim og skella sér í heita og langa sturtu (don´t get any idées people), kannski henda í eina þvottavél og svo deyja upp í rúmi :)
Þar sem karlinn minn sæti ætla að sjá um matinn og solls



|

miðvikudagur, ágúst 25

Guten nacht...

Bara smá að kasta inn smá kveðju hingað inn. Var að kíkja og síðuna og komst að því hvað ég er ömurlegur vinur sko. Það eru engir linkar inn á síður vina minna á bloggsíðunni!!! Þetta þarf að fara að fixa sko.......
En á morgun er fimmtudagur og vikan næstum á enda, loksins!!!
Er spurning að hafa leti helgi eða hvað???. Jæja, góða nótt allesammen

|

þriðjudagur, ágúst 24

Vöfflur og rjómi!

Já þið sem horfðuð á fimleikana í gær voru væntanlega fyrir vonbrigðum. En mega hunkið hann Alexei var að okkar mati ranglega metinn á svifrá í gær! Þvílíkt hneyksli sko, enda ekki skrítið þar sem drengurinn er algjör snillingur í þessari íþrótt, tala ekki um hvað hann er sexy:)
Nú kvöldið áður var það drottningin hún Kohrkina sem klúðraði málunum á tvíslá. En hún hefði orðið heimshetja ef hún hefði nælt í gullið. Það er greinilegt að Aþena er ekki góð við meistarana gömlu.

Í dag er dagur nöldurs og væl. Kúnnarnir streyma hingað inn í hollum til að kvarta og kveina, væla og skæla og nöldra eins og þeim sé borgað fyrir það. *hnuss* Það er ekki nema von að maður komi heim í fýlu og vondu skapi.
En í kvöld eru gestir, þó svo að ég hefði nú verið alveg til í að letast uppi í rúmi þá er það svosem alltaf gaman að fá gesti, þó sérstaklega í sitt eigið heimili :) Svo eru fleiri gestir annaðkvöld, og ammæla held ég kvöldið þar á eftir og svo á föstudaginn þá ætlum við...........Segi ekki meir um það!!! Svo það verður boðið upp á vöfflur og með því tonight.

Jæja! Vinna, vinna, vinna!!!






Alexei Nemov - Flottasti og færasti fimleikamaður heims!
And he is dead sexy...

|

föstudagur, ágúst 20

Menningar hvað???

Já nákvæmlega! Á morgun er þessi blessaðins menningarnótt, sem er ekki frásögu færandi. Ég reyndar nenni ekki að fara að blammera þessa hátið neitt nánar, minnir að ég hafi gert síðast og læt það nægja. En furðulegt hvað tíminn líður hægt þegar er lítið að gera......

|

miðvikudagur, ágúst 18

Díses kræst!

Já maður má ekki einu sinni taka sér smá brake frá heimi bloggsins án þess að það sé rekið á eftir manni. Það er greinilegt að áhugi fólks á ævintýrum mínum sé mikill :)
En eins og alvöru stjarna, þá mæti ég kröfum aðdáenda minna og hendi í þá nokkur bein!
Verst bara hvað líf mitt er atburðarlítið þessa dagana, allavega ekki nóg til að hafa eitthvað bitastætt að blogga um........

En nema hvað! Haldiði ekki að ég hafi farið í ræktina í gær, eins og mín er von og vísa. Ég kem röltandi inn, vippa mér inn í búningsklefann og fer að skipta um föt.
Það var nú ekki fjölmennt þarna að vana, en tveir ungir menn ganga inn í sturtuna. Ég svo sem pæli ekkert nánar í þessu (ye right) og held mínum erindum áfram. En í því þegar ég er að reyma skóna mína er mér óvart litið upp. Og við mér blasir annar þessa unga manna og miðfingurinn hans. Díses kræst!!! Ef það er einhvern tímann sem ég hef fengið störu þá var það þarna. Og það versta var að greyið náunginn tók eftir því líka! Ég ætla svo sem ekki að fara að lýsa gripnum eitthvað nánar, en þið sem hafið áhuga verðið bara að hafa samband við mig. Það eina sem ég get sagt er þó þetta, Guð gaf þessum manni gjöf, gjöf sem ekki allir eru svo blessaðir að hafa. *hrollur*

Já, þetta var það mest bitastæðasta sem ég hafði að segja frá. Í kvöld verður svo plantað sér fyrir framan nýja viðhaldið hans Nalla og spilað Sims. En Sims eru örugglega ein af verstu fíknum sem til er :) Gamli er að vinna, svo ég ætla að eiga notalega stund saman með mér einum........Voðalega hljómar þetta eitthvað sad.............

Jæja, bankinn bara að fara að opna og gigtinn farin að segja til sín aftur í fingrunum. Blogga soon aftur um leið eitthvað annað "bitastætt" birtist, hehe!!!

Ciao bella!

|

laugardagur, ágúst 14

Sólin léttir lundina

Júju, mar bara kominn í vinnu enn og aftur, svaka stuð sko :)
Í gær var furðulegur dagur, frekar seinn eitthva......duttum báðir inn um hurðina úr vinnu og lágum svo bara.....nánast. Loks drusluðumst við út til að fá okkur eitthvað að borða og enduðum svo aftur heim fyrir framan imbann! Mjög viðburðarríkt kvöld þetta, hehe!
Svo erum við bara í mat í kvöld hjá pabba og mömmu. Kannski að maður lyfti sér eitthvað upp smá í kvöld allavega hitta litlu dramadrottninguna okkar. Ég held að honum veitir ekki af.
"Heathcliff, it´s me your Cathy, I´ve come home!!!"

Er að pæla að skella mér í ræktina á eftir, fór í gær samt, en fannst eins og ég náði ekki að gera allt það sem mig langaði til að gera, eða jafnvel þurfti að gera.......
Held að það þurfi að taka svoldið á lærunum, rassinum og kálfum. Allur neðri líkaminn gleymdist eitthvað , þar sem ég er kominn með einhverja þráhyggju á upphandleggjum og brjóstvöðvum og magavöðvum :) Hehe!!!En þetta er allt að mjakast hægt og rólega í rétta átt. Allavega er þolið komið á gott stig, þótt alltaf mætti bæta það. En Nalli segir að vöðvarnir eru eitthvað farnir að láta á sér bera :) Jesús.....mar er bara farinn að röfla um sjálfan sig út í eitt, hehehehehe!



Þetta kyntröll er nýji Bruce Wayne a.k.a Batman
Get sko ekki beðið eftir þessari mynd, það er ekki annað hægt en að slefa þegar þessi drengur er annars vegar!!! :)

|

miðvikudagur, ágúst 11

Talið ekki um veðrið ógrátandi!

Úff púff. Hvað er að frétta með veðrið???
Hér situr maður inn í þessum djúpsteikingapotti og er að mygla á meðan annað fólk situr úti eða er búið að fá frí í vinnu vegna veðurs og nýtur sólarinnar úti! Dettur ykkur i hug að sólin komist inn í Kringluna??? Glætan spætan! En ég verð ekki mikið brúnni en ég er með þessu áframhaldi :( Ó nei!!!l
Svona til að toppa allt þá er ég að drepast í ofnæminu vegna hitans og er eins og undin tuska frá helvíti í skapinu. Tölum ekki um veðrið ógrátandi!

En til að breiða yfir neikvæðnina þá ætla ég og minn ekta maður út í kvöld með mat og gos og fara í piknik. Svo fáum við okkur ís eftir á og reynum að nýta þetta blessaðins veður eitthvað.
En ég fór í ræktina í morgun. Geðveikt duglegur! Hef ekki nennt alla þessa viku, en var búinn að plana að fara alla daga. Svo á mánudagsmorgun þegar prógrammið átti að byrja beilaði ég á öllu saman og svaf eins og steinn þangað til ég fór í vinnu. Ekki hægt sko! En það var tekið á sko, og ég er ekki frá því að kroppurinn minn sé farinn að taka sig eftir þetta púl núna seinasta mánuð. Annars verðið þið að spyrja manninn minn um það, hehe!

En hvað er á döfinni??? Hmmmmm......................Vinna, vinna, vinna! Allt til að eiga fyrir reikningunum. DRAMA.is, hehe!!! En við ætlum að skella okkur í smá orlof seinna í október við skötukarlar. Mamma og pabbi ákváðu að bjóða okkur með til Köben og Svíþjóðar í viku! Haldiði að það sé lúxus!!! Ég hlakka rosalega til. Nú get ég sýnt Nalla gamlar heimaslóðir. Gaman saman!!!

Jæja, best að hætta þessu rausi og þykjast gera eitthvað. Hmmm, ekki skil ég ástæðuna að vera með banka opna á degi eins og þessum. Em það er svipað með það eins og að spyrja afhverju himinn sé blár...........


|

þriðjudagur, ágúst 10

Með nýjum tímum og nýjum ráðum, kemur nýtt look!

Jæja gott fólk. Eins og þið kannski hafið tekið eftir þá hefur síðan mín tekið drastískum breytingum, enda tyím til kominn. Eitthvað tókst mér allavega að klúðra þessu og er eitthvað að brasa við að reyna setja inn allt það sem vantar...........

En smá uppdate á stöðu mála í dag :)
Ég og Knúsinn minn erum búnir að fá íbúðina okkar og líkar rosa vel :) Hún er svaka kósí og ég meæli með að þið kíkjið á okkur við tækifæra í sveitina.
N'u svo var náttlega dagur ársins um helgin. GAY-Pride náttlega! Og eins og búast mátti við var djammað fram á rauðan morgun. Í góðra vina hóp var ekki hægt að fara fram á neitt betra.
Verður þó að viðurkennast að sumir urðu soldið OF mikið undir áhrifum bakkusar, en ekkert sem hægt var að hlæja að eftir á, hehe!

Vinna, vinna, vinna...........Hafið þið sé veðrið úti?????????

|