Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

þriðjudagur, september 26

Tími og rúm

Ferðinni er heitið til New York á morgun. Eygló vinkona ætlar að slást með í för og við ætlum að mála bæinn rauðan! Ætli maður hendist ekki smá í búðir líka, svona finnst að maður verði eitthvað lengur í háloftunum.
Svo uppgötvaði ég það að veturinn er nánast hálfnaður, skólanum lýkur í endann nóvember og október handan við hormið. Mikið rosalega líður tíminn hratt.
Jómbi vinur fluttir til Danaveldis og Fjalar okkar að koma heim um helgina.
Já.....merkilegt hvað tímarnir breytast og fólkið með......og eftir situr maður gáttaður á hvað maður samt tekst þokkalega að fylgjast með.........
Samt er eins og maður sé svo rosalega busy við að halda í við tímann, því um leið tími gefst til að líta í kringum sig furðar maður sig á því hvað allt er breytt og allt sem maður ætlaði að gera á bak og bí! Fataskápurinn er enn ósorteraður, efnið inn í skáp er enn ekki orðið af kápu, myndirnar ekki komnar upp á vegg og heilsusamlega lífernið gleymt og grafið. Já tíminn líður ósköp hratt..........

Er tíminn samt ekki afstæður? Er það ekki það sama og á við um aldur???
Getur verið að tíminn líði ekki hraðar en það sem við viljum að hann líði?


Fólk sem endalaust hefur mikið að gera óskar þess oft að sólarhringurinn væri nokkrum klukkustundum lengri. Það virðist ekki getað troðið öllum þeim hlutum sem þeir þurfa að gera inn í 24 klst. Aðrir sem ekkert hafa að gera og hanga mest allan daginn, eða sitja í leiðinlegu starfi telja niður mínúturnar þangað til það kvöldar. Einn sólarhringur líður eins og heil eilífð og það finnur sér aldrei neitt til að gera.
En svo er það svo merkilegt að það sama fólk getur túlkað tímann á mismunandi hátt.
Það sem mér finnst mikið að gera hjá mér getur verið smávægilegt hjá öðrum. Ég hef oft tekið eftir öfund í garð annarra varðandi stundaskrá þeirra yfir daginn. Þeir sem hafa mikið að gera......eða öllu heldur þykjast hafa mikið að gera eru oft taldir duglegir og mikið framafólk. Aðrir sem hugsa meira um heilsuna, bæði andlega og líkamlega og fara ekki eins geist áfram falla oft í skuggann af hinum og teljast síður duglegir....

Hvar liggur þá línan á milli að vera duglegur eða ofvirkur og rólegur eða latur???
Getur verið að þetta sé allt í huga þess sem hugsar þetta og skilningur okkar á tíma og nýtingu sé ekki sá sami hjá öllum?


Já......hvað sem því líður, þá er tíminn það sem við gerum úr honum. Langur, stuttur, þetta er allt í huga hvers og eins......

|

mánudagur, september 18

Pælingar

Sit og horfi á sjónvarpið eins og mér er einum lagið.......Rokkstjarna Íslands hann Magni er í viðtali í einum af spjallþáttum imbans. Hann er nýkominn heim eftir langa dvöl í Vesturlöndum, myndatökuvélarnar í andlitinu á honum alla daga og smá smakk af frægðinni.
Merkilegt hvað svona venjulegur jón á borð við Magna allt í einu öðlast mikla frægð, status í þjóðfélaginu sem ekki var til staðar áður.......Já magnað eins og þeir segja.......og maður spyr sig hvort maður sé ekki bara fílf að freista ekki gæfunnar og taka smá sénsa. Þó ekki nema til að upplifa ævintýri og eiga minningar til að ylja sér við í ellinni.......Já......getur ekki annað en tekið ofan fyrir öllu því fólki sem þorir.......gerendur eins og við segjum, ekki áhorfendur.......
En því kasta ég fram spurningunni:

Hví þorum við ekki að taka sénsinn og höldum okkur alltaf öruggu megin?
Erum við að missa af einhverju með því að ekki stökkva, eða kannski tryggja okkur velfarnaðar í lífinu?

Einhver sagði við mig að við fáum ekki ráðið um það sem fyrirfram er ákveðið, en hvað ef allt liggur í okkar höndum? Kannski eru gjörðir okkar það eina sem breytir eða kannski bara hugsanir okkar. Hugurinn ber okkur hálfa leið.......

|

fimmtudagur, september 14

Hvaða dagur er í dag?

Já í dag er einhver vikudagur.....hmmmmm...er ekki alveg viss samt hvaða....
Skólinn er byrjður á fullu og Dúskurinn er soldið að reyna að ballansera vinnuna með náminu og fer á milli landa inn á milli sem hann þeytist í stjórnunar, stærðfræði eða þjóðhagsfræði tíma! Hmmm, já oft klikkar heilinn á því hvort hann á tala ensku, dönsku, þýsku eða íslensku. Hvort hann sé í 30 þús fetum eða actually við sjávarmál og sérstaklega hvað klukkan er og hvenær hann á hvílast.
Sem dæmi má taka daginn í dag:

Klukkan 4:00 am hringdi klukkan og hálftíma seinna var ég kominn á fætur til að taka mig til fyrir flug. Rakstur, burstað tennur, slétt hárið, ekki mátti gleyma öllum andlitskremunum! Svo var farið í uniformið, greitt sér, sett á sig lykt, pússað skóna, sett ofan í cabintöskuna, skólatöskuna og fundið föt fyrir skólann seinna um daginn.....

Klukkan 5:40 am var henst út í bíl með allt hafurtask og brunað út á Loftleiði fyrir pickup kl. 6:00 am. Á réttum tíma kemur rútan og mín bíður 40 min akstur ti Keflavíkur. Guð sé lof fyrir góða vini til að halda manni vakandi á meðan rútuferðinni stendur.

Klukkan 7:oo am, komin til Keflavíkur og 40 min í brottför. Ferðinni er heitið til Glasgow. Flugtími 1:50 klst, stutt flug með 140 farþegum. Vélin fer í loftið, morgunmaturinn hitaður, borinn fram, kaffi og te, tiltekt og svo auðvitað tollfrjálsa salan!

Klukkan 10:00 am, lent í Glasgow, farþegum hent út úr vélinni og 20 min í brottför aftur heim. Hreingerningarliðið kemur um borð, þrífur! Gerð er öryggisleit á vélinni, heyrnartól hent í sætin, koddar og teppi tekin til. Spreijað yfir hárið, glossið sett á varirnar, ilmvatnið á hálsinn og brosið sett upp! Inn koma farþegar, blöðum og bæklingum deilt út, vélin í loftið!
Helt upp á kaffi og te, snarl er borið fram, tiltekt og ekki má gleyma tollfrjálsu sölunni!!! Muna brosið! 1:30 klst síðar eða rétt um 11:45 am lendir vélin í Keflavík. Farþegar út, fluffustrunsið sett í gang, fríhöfnin - bjór og rauðvín og sígó! Rútan aftur í bæinn........

Klukkan 13:20 pm staðnæmist rútan fyrir utan Lofleiði. Inn er farið að skipta um föt. Uniformið af og skólafötin á. Henst út í bíl og brunað í Háskólabíó.

Klukkan 13:45 pm, fyrirlestur í reikningshaldi. Eftir er 1:15 klst.

Klukkan 15:00 pm, fyrirlestur í stjórnun, tvöfaldur tími upp á 80 min! Í miðjum tíma fékk heilinn overload, brosið var farið og einbeitingin gleymd. Hárið var farið að leka, andlitið með því og líkaminn allur bólginn og uppsvelgdur eftir loftþrýsting háloftana. Ekki fögur sjón!
Eftir mikla sannfæringu af minni hálfu við sjálfan mig, ákvað ég að yfirgefa fyrirlesturinn. Kaffi og sígó var það eina sem komst að í huga mínum. Úff!!!!

Klukkan er núna 22:30 pm. Total crash.............!

Og hvaða dagur er aftur í dag???

|