Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

sunnudagur, desember 17

Jóla, jóla!

Það nálgast óðfluga i jólin og ég nokkurn veginn hálfnaðu með allan undirbúning. Búið er að baka 3 smáköku sortir, steikja kleinur og soðið brauð, laufabrauðið var einig skorið út. Svo er er búið að skrifa öll jólakort og setja í póst. Sem betur fer var ég búinn að kaupa allar gjafir í enda nóvember, vantar bara að pakka þeim inn. En eitthvað ætlar jólaskapið að láta að bíða eftir sér og ég er engann veginn að nenna að skreyta hérna heima hjá okkur.
Á morgun er Boston för og komið heim á þriðjudag. Fæ heila tvo daga heima áður en ég er sendur til Egilsstaða!!!!
Já pælum þetta aðeins. Af öllum stöðum heimsins ákvað flugfélagið að senda mig til Egilsstaða. OK, til þess má geta að ég flýg til Póllands fram og tilbaka að flytja þessa blessaðins virkjana starfsmenn til síns heima fyrir jól. En í det hela þarf ég að dúsa á Egilsstöðum í tvær nætur. Áætlað er að koma heim um hádegi á aðfangadag. Eins gott að það verður flogið aftur til höfuðborgarinnar þennan dag!!!
Ætli það sé stuð á hótel Héraði???

Maðurinn minn spyr mig hvað mig langar í jólagjöf. Mér tókst að fá hann inn á það að sleppa öllum dýrum gjöfum í ár og kaupa okkur eitthvað sem okkur vantar og langar í. Einn lítill pakki undir jólatréð handa hvor öðrum má svosem redda, einhverju ódýru, bara rétt svona til að geta opnað eitthvað. Þar sem íbúðarkaup eru framundan er best að halda áfram sparnaðinum.......Annars langar mig ekki í neitt sérstakt í jólagjöf.......

|

mánudagur, desember 11

Gleðileg litlu jól!

Fattaði ekki alveg að það er til fólk sem actually les síðuna mína. Þar sem ég er búinn að vera svo rosalega latur við að setja inn færslu hérna hélt ég í einfeldi minni að fólk væri búið að gefast upp á þessum skrifum mínum.
En í óvarkárni skildi ég eftir seinustu færslu í lausu lofti og fólk erlendis vissi ekki alveg hvaðan á þeim stóð veðrið.
En mikil veikindi áttu sér stað fyrir norðan og þurfti fjölskyldan að bregða sér þangað ef fólkinu yrði ekki hugað líf. Líðan er betri í dag og maður tekur bara einn dag í einu.

Hér fyrir sunnan hefur jólaveðrið ekki látið á sér bera og Dúskurinn að reyna að undirbúa jólin smátt. Laufabrauðsgerð í kvöld og smáköku bakstur á morgun. Kannski að maður ætti að reyna að pakka inn gjöfum líka..........
En jólalögin óma og verður það að viðurkennast að þó svo að maður sé ekki alveg kominn í jólaskap þá allavega er ekkert eins fallegt eins og að hlusta á hugljúf jólalög. Maður hitnar allur að innan og fyllist jákvæðni, enda veitir ekki af svona í skammdeginu :)
Jæja best að fara að huga að "litlu jólasteikinni", húsið ilmar af jólum.........

Gleðilega litlu jól!

|

fimmtudagur, desember 7

Það sem maður býst ekki við....

Mér bárust óvæntar fréttir í dag, síður góðar........
Því set ég inn bænina góðu:

Guð gefi mér æðruleysi til sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Guð gefi okkur styrk til að takast á við lífið og læra af því.

|

Frost á fróni í morgunsárið

Klukkan er nýlega gengin í 10 og ég er að ylja mér við hafragrautinn svona í morgunsárið. Úti er frost og skítkalt. Sit og er að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera af mér í dag........pæling að hendast í ræktina.......eða jafnvel bara slaka á og njóta aðventunar.
Mánuðurinn verður fljótur að líða og jólin koma og fara.....já ætli það sé ekki best að ná sem mestu úr hátíðunum áður en nýtt ár gengur í garð og nýjir tímar taka við. Hvað ætli framtíðin beri i skauti sér???

Undanfarin mánuður er búinn að vera frekar busy. Er nánast búinn að fljúga heiminn á enda, meira að seja til Afríku! Já, síðan ber nafn með rentu, enda eru þetta algjört frelsi og fríðindi sem maður býr við að fá að sjá framandi staði og kynnast nýju fólki :)
Verst hvað ég nýt þess mikið, þar sem ég hef varla tíma við að gera annað en að vera fluffa, hehe!

En ég er búinn að vera duglegur við jólainnkaup. Er búinn að takast að kaupa allar jólagjafir í USA og þarf því nú bara að pakka inn og skrifa jólakort. Smá bakstur er svo í vændum og skreyta, þá eru jólin tilbúin. Þar sem Dúskur kemur ekki heim fyrr en á aðfangadag úr flugi, er gott að vera búinn af öllu hinu helsta......

|