Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

miðvikudagur, júní 22

I think I´m turning into an american cowboy!

Well hello there! How are u all doing?
Dí mar, var að koma í heim í gær frá borginni Boston. Já virkilega falleg borg. Rosalega hrein og flott, fallegar byggingar og mikil saga. Miðbærin ljúfur og fólkið gott. Og svo náttlega búðirnar, hehe! Já þó svo að ég átti bara sólarhring þarna, þá var það meira en nóg í bili. Að loknu flugi var drifið sig upp á hótel og svo út að borða. Alltaf gaman að vera í útlöndum og kynnast nýju fólki. Þetta var bara hin fínasta áhöfn og mikið hlegið. Daginn eftir fór ég snemma á fætur til að ná sem mestu úr þessu stutta stopp mínu. Ég og Lilja vinkona mín löbbuðum borgina á enda, bæði skoðuðum og versluðum. (má ekki gleyma því) En þegar ég leit á rassinn á mér i morgun þá get ég svarið það að hann var orðinn harður eins og steinn, muahahahaha! Við rétt náðum að koma okkur upp á hótel til að sturta okkur og fara svo í flug heim aftur......Já þvílíkt líf, hehe. Já hið ljúfa líf! :)

|

þriðjudagur, júní 14

Kominn heim úr ævintýri lífs míns!

Hahahahahaha! Já Dúskurinn er ennþá í skýjunum yfir vikunni sem var að líða. Þessi ferð mín rættist í eitthvað svakalegt verkefni og lengra en ég bjóst við. Vorum við send til New York og þaðan til Varsjá og svo aftur til NY. Sem sagt fór vika í þetta alltsaman :) Nallanum mínum var ekki alveg sama um Dúskinn sinn úti heimi og hann bara einn heima, hehe. En ég bætti honum það upp og keypti handa honum fáeinar gjafir.
En ég kem varla orðum að hvað þessi ferð mín var yndisleg. Fyrir utan það að ég ferðaðist á staði þar sem ég hef aldrei komið þá lenti ég með yndislegu fólki í áhöfn, fólk sem ég vonast til að hitta aftur í sumar. Já þett var ógleymanlega reynsla sem ég fékk og æðislega gaman, góð byrjun á góðu sumri :)

|

sunnudagur, júní 5

Dúskur á ferð og flugi

Jæja fólkið. Smá tími síðan seinast. Búið að vera mikið að gera, enda ekki skrítið þar sem Dúskurinn er kominn á fullt að fljúga. Við útskrifuðumst 27.maí s.l með pomp og pragt! Mikið var gaman að loksins fá skírteinin sín og geta farið í starfið eins og vera ber :)
Að sjálfsögðu var haldið út um kvöldið til að borða saman og halda upp á tilefnið. Sem sagt mikið djammað og mikið djúsað, hehe!

Nú þegar er ég búinn að fara í tvö flug, eitt til Frankfurt og hitt til London. Já, ég held bara að þetta eigi bara vel við mig þetta starf, þó svo að næturnar sumar hafa verið soldið svefnlausar, hehe. En svo á morgun er ég að fara í mitt þriðja flug......eða kannski 3 og 4......Sjáið til það var hringt í mig í kvöld til að biðja mig að fara í smá verkefni fyrir Lofteliðir til VARSJÁ!
Jú takk fyrir góðan daginn!!! Planið var reyndar að ég ætti að fara til New York á morgun, sem ég geri, en svo þarf ég að fara í leigu flug til Varsjá í Pólandi þaðan, og svo til Köben og svo heim. Já þetta verður heljarinnar ferðalag, en samt sem áður spennandi.......I hope!
Það eru reyndar blendnar tilfinningar um það vera að heiman alveg fram á fimmtudagskvöld!!!
Já, eins sagt var við okkur, þá er aldrei hægt að ganga að þessu starfi vísu :)

Jæja, ég skrifa soon og læt ykkur vita hvernig gengur.
Bon voyage!!!

|