Frelsi, fríðindi og framandi staðir!

mánudagur, mars 24

Hann sagði eeeeeeeeeeeeeeeeegg!!!

Annar í páskum og ég nýlega kominn heim úr flugi. London var áfangastaðurinn í dag og að sjálfsögðu nóg að gera. Er samt hálf ringlaður og utan við mig og er farinn að óttast að ég sé að fá flensu.
En páskarnir komu og fóru og verð ég eiginlega að viðurkenna að þessi tími er orðinn minn uppáhalds hátíð. Maður nær að slappa af og liggja í leti og virkilega ná að safna saman kröftum....nú svo fremur sem þú ert í fríi. Vinnumánuðurinn fer að taka á enda og um næstu helgi skellum við karlar okkur á árshátíð hjá bóksölunni. Það verður fróðlegt að sjá í hvaða formi hún verður á þessu ári!
Svo þýtur undirritaður til hinna vestrænu heima á sunnudag, smá vinnustopp til að enda mánuðinn.
En handan við hornið í næsta mánuði, er svo stórt gott ferðalag með gömlu hjónunum í Lóuás, en það er við því að búast að það verði ævintýri til að minnast.

Vona að sem flestir hafa notið páskana og ekki étið á sig gat af súkkulaði eggjum!

|

miðvikudagur, mars 12

Já einmitt, bloggsíðan er enn virk!

Ég átti í dag alveg hrikalega notalega stund með góðum vinkonum mínum. Hentist í kaffi til þeirra og eyddi mest öllum deginum með þeim í spjall og þanka lífsins.
Var kominn með upp í kok af lærdómi þennan morgun, og vantaði að komast út. Þetta var góð afslöppun og hreinsun á huganum. Ég sat og knústi litla son annarrar þeirra næstum allan þann tíma sem ég var þarna. Litla krílið er rúmlega 3 mánaða og eins og lítill böggull! Hann passaði ansi vel í fangi mínu og hefði ég getað gleymt mér í leik með honum í heilan dag hefði ég fengið tækifæri til........
Vinkonur mínar eru ótrúlegar. Það er gott að fá smá rétta innsýn í lífið þegar maður eyðir með þeim dagsstund..........

Hef verið mjög latur við að blogga.......Stundum er maður ekki á þannig stað að geta deilt með neinum hluti úr lífi sínu......stundum er maður of upptekinn við að lífa því. Ég er viss um að fljótlega fer flóðgáttin að opnast og ég ulla út úr mér hverju einasta atriði sem er að gerast hverju sinni. Hlakkið þið til???

|