mánudagur, janúar 17

Ó veður, ó veður!

OK. Einhvern tímann var ég búinn að gera yfirlýsingu um það ég væri farinn að hlakka svo til í að fá snjóinn og veturinn. Hmmmm.....þetta er alveg komið gott núna sko. Ekki það að kuldinn sé að bögga mig, meira frostið og hálkann og svo snjórinn, sem verður svo slydda og slabb......ble!!! Nú er komið nóg, takk fyrir!

Upphafsdagur vikunar kominn, og margt framundan. Segi ekki annað.....
Við fórum í þetta æðislega matarboð um helgina. En það var okkar ástkæra vinkona hún Ella sem var að halda upp á afmælið sitt. Hún bauð okkur í æðislegan mat, hráskinka í forrétt, kalkún með tilheyrandi í aðal, og svo ís á eftir. Við skoluðum þessu svo niður með kaffi og kokíaki á eftir :) Nammi namm!!!
Í góðum selskap með fullt af leikjum og framandi sögum var kvöldið hið frábærasta. Enda fórum við karlar heim bæði saddir og sáttir.
Fyrr um daginn höfðum við kíkt á nýfædda frænku okkar sem var þetta litla sæt. Agjör hnoðri, pínulítil og ilmandi eins og engill :) Verður að viðurkennast að þegar maður heldur á svona nýfæddu barni kippist nú soldið í foreldra löngunina.....
Svo í gær átti pabbi gamli afmæli, svo við eyddum deginum og kvöldinu hjá gömlu hjónum. Brauð og kökur og gúmmilaði :)

Og í dag er mánudagur........... :(

|