fimmtudagur, janúar 6

Eitthvað að frétta???

Nýtt ár og nýjir tímar. Margt spennandi framundan, en einhver þreyta í manni svona í byrjun árs, smá slen. En ég er staðráðinn í því að bryja árið vel. Fyrir það fyrsta ætla ég að reyna að drulla mér í ræktina og fara hysj upp um mig spikið......aftur, eftir það er sko farið í það reyna éta svona frekar skynsamlega og ekki bara einhvern veginn og eitthvað.
Þó hef ég á tilfinningu að það verði ekki alltof mikill tími né orka eftir til að koma sér í tækin. Vinnan virðist ætla að taka mest allan tíma, enda mikið af verkefnum og herferðum framundan. En það er gott, þá líður tíminn hraðar og vorið og sumarið nálgast. Eitthvað segir mér að sá ævintýrin muna einmitt gerast þetta ár :)

En hvað svo..........ekki margt að slúðra um. Lífið heldur sinn vana gang og ég eins og vanalega lít með eymdar augum á árið sem rétt er að byrja og dæsi. Manni finnst það vera svo mikið eftir af árinu, en ég vitna í fyrirnefnd orð og reyni að líta á þetta með björtum og jákvæðum augum. En er það ekki málið???

Jæja, ætla að hætta í bili. Ætla að uppfæra hottíið núna og er að velta því fyrri mér að hafa þetta sem hottí mánaðarins.........

|