fimmtudagur, janúar 27

Fleiri þankar...

Jæja, vikan næstum búin, enda ekkert smá búin að líða hratt.
Þó get ég ekki annað en gert en að hlakka til helgarinnar, en þær eru alveg notaðar til að slaka á og hafa það náðugt. Ég ætla reyndar að vera duglegur þessa helgi, er að fara í söng á laugardaginn en ætla að drífa mig í ræktina eftir það. Það hefur skolast eitthvað til hjá mér vegna munnangurs, maður verður eitthvað svo slappur við að vera með stanslausan sársauka og sofa illa. En ég nenni ekki að vera að beila á þessu mikið lengur svo það verður drifið sig af stað.

Í gær fór ég í bíó. Vann tvo miða á sérstaka forsýningu á The Aviator . Þar sem maðurinn minn gat ekki komið með mér ákvað ég að taka celebrity með. Þessi mynd kom verulega á óvart, þó sérstaklega þar sem ég bjóst ekki við neinu, og var ekki búinn að heyra neitt um þessa mynd. En þrátt fyrir 3 klst, tókst henni að halda okkur Ölmu við efnið, og var það mest vegna leik aðalleikarana. Já, ég er eiginlega ekki hissa á því að þessi mynd sé tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Herra DiCaprio náði virðingu minni aftur fyrir leikhæfileika sína og ekki þarf að nefna Cate Blanchet, sem er alltaf góð.
Nú svo var það ekki verra þar sem ég er mikill flugáhugamaður og myndin fór ögn inn á það málefni :)

Já, margt í bígerð hjá Dúski. Draumarnir segja allavega til um það að ég hlakka rosalega til sumarsins, þó svo að ég viti ekki nákvæmlega hvað það ber í skauti sér :) Eitthvað nýtt og spennandi, það er víst!
Jæja, vinna, vinna, vinna......

|